Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 09.06.1956, Blaðsíða 2

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 09.06.1956, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR ÚTGEFANDI: Alþýðuflokkurinn í Hafnarfirði. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Etjjólfur Guðmundsson, (sími 9607). AFGREIÐSLA í ALÞÝÐUHÚSINU, SÍMI 9499. PRENTSMIÐJA HAFNARFJARÐAR H.F. +--- IM—H»—M« « Vinnum gegn einæðishneigðinni stjórnaði honum. Tvær inntöku- beiðnir bárust, og voru þær sam- þykktar. Þá las ritari upp fund- argerðir stjórnarinnar frá starfs- árinu, og gjaldkeri ]as og skýrði reikningana endurskoðaða, og var hvort tveggja samþykkt. Því næst flutti formaður ársskýrslu um hin ýmsu störf stjórnarinn- ar og gæ/lumanna. Var skýrsl- an einkar fróðleg, og skýrði frá margháttuðu starfi stjórnarinn- ar í sambandi við verndun og aðhlynningu ýmissa dýra, bæði í bænum og uta'n hans. Þá var stjórn félagsins öll end- telja Ólaf Guðmundsson, Hauk svo vel skuli vera að sundmál- um búið, að sótzt skuli vera eft- ir því að halda slík stórmót hér í Firðinum. Framkvæmd mótsins tókst mjög vel og urðu árangrar góðir, sérstaklega seinni daginn, en þá voru sett þrjú ísl. met. Pétur Kristjánsson setti ísl. met í 100 m flugsundi karla á 1:15,3 mín. Agústa Þorsteins- dóttir setti nýtt ísl. met í 100 m skriðsundi kvenna á 1:12,7 mín. Boðsundssveit Reykvíkinga setti ísl. met í 3X50 m þrísundi kvenna á 1:58,6 mín. Þátttakendur frá Hafnarfirði voru aðeins 4 og kemur það sér- staklega til af því, að margt góðra sundmanna af yngri sund- mönnum voru farnir burtu úr bænum og svo var erfiðum próf- um nýlokið. Heimamenn stóðu sig með ágæt- um og skal þá fyrstan frægan urkosin, en hana skipa: Þórður1 Þórðarson formaður, Jón Gest- ur Vigfússon ritari og Sigurður Þórðarson gjaldkeri. Meðstjórn- endur Björn Jóhannesson og Jón Sigurgeirsson. Gæzlumenn þeir Einar Andrésson, Hermann Wendil og Frímann Þórðarson. Þá hafði Björn Jóhannesson orð fyrir fundarmönnum, og þakk- aði sérstaklega formanni svo og stjórn og gæzlumönnum gott og göfugt starf í þágu dýranna, sem samkvæmt skýrslunni hefði bor- ið allverulega góðan árangur á starfsárinu. Síðan las hann sögu- kafla úr Dýrasögum Þorgils gjallanda. Formaður þakkaði gott samstarf á árinu, sleit síðan fundi með nokkrum hvatningar- orðum og árnaðaróskum til fé- lagsins. Um S**ndm«‘istara- mótið Sundmeistaramót Islands 1956 var haldið í Sundhöll Hafnar- fjarðar 27. og 28. maí sl. Þetta er í fyrsta sinn sem meistaramót í sundi er haldið hér og gott til þess að vita, að um, afburða snjallan sundmann. Varð hann Islandsmeistari í 100 m baksundi karla og 4. í 100 m skriðsundi karla og setti þar nýtt hafnfirzkt met á 1:05,5 mín. Guðlaugur Gíslason, SH, varð annar í 100 m skriðsundi drengja og í 100 m baksundi drengja og setti þar hafnfirzkt sundmet á 1:33,3 mín. Guðlaugur er mjög efnilégur skriðsundsmaður og má mikils af honum vænta í framtíðinni. Birgir Dagbjartsson, SH, var 2. í 100 m bringusundi drengja. Hann er góður bringusundsmað- ur og með góðri æfingu ætti hann að geta komizt langt í þess- ari sundgrein. Jón Gunnar Benediktsson, SH, er fjölhæfur sundmaður, dálítið þungur, en hraustur og áhuga- samur, enda hefur hann bætt ár- angur sinn mikið í vetur, einkar- lega í skriðsundi. Gunnar varð 4. í 100 m skriðsundi drengja á ágætum tíma. Bæjarbúar ættu að fjölmenna á sundmót þau, er íþróttafélög- in í bænum gangast fyrir og fylgj ast með framförum sundmanna okkar um leið og þeir styrkja gott málefni. Ágætir fundir Af kunnugum mönnum hefur því verið spáð, að kosningar þær, sem nú standa fyrir dyrum, myndu mun harðari en oft áður. Þetta hefur nú komið á daginn. Andstöðuflokkarnir beita nú orðabragði og bardagaaðferð um, sem menn grunaði tæplega að til væru í hugum fólks, sem lengi hefur búið við lýðræðis- stjórn. I því efni gengur vart hnífurinn milli þeirra Sjálfstæð- isflokksins og kommúnistanna. Það var löngu vitað, að frá her- búðum kommúnistanna var ým- iss að vænta í þessu efni, því að lýðræði hefur þar aldrei verið í hávegum haft, nema til þess að kitla eyru kjósendanna, þegar á þeim þurfti að halda. Hefur þessi baráttuaðferð verkað svo báglega hér á landi, að flokkurinn hefur tvisar orðið að skipta um nafn og þannig vilt á sér heimildir, svo að hann yrði ekki algerlega þurkaður út. Þegar íslenzka þjóðin var far- in að sjá og skilja baráttuaðferð Kommúnistaflokks Islands, var líf hans í hættu. Þá var stofnaður nýr flokkur, en með sömu mönn- um, að mestu, og undir sömu stjóm: Sameiningarflokkur al- þýðu, Sósíalistaflókkurinn. Var nú málum þessa flokks svo komið að ekkert var eftir nema andlátið. Var þá enn farið af stað og Alþýðubandalagið stofn- að. Er með það eins og Sósíal- istaflokkinn að meginhluti stjórn ar hans og yfirráða eru í hönd- um stofnenda ,og „agitatora“ Kommúnistaflokksins sáluga. Flokkur, sem tvisvar hefur staðið yfir sínum eigin moldum og á aðeins hálfan mánuð eftir að bíða þeirra þriðju, getur engu góðu komið- til leiða fyrir al- þýðu þessa lands. Gagnvart hon- um geta kjósendur aðeins gert eitt, sýnt honum eðallyndi sitt með því að hafa sem minnstan hávaða við beð hans. Ástæðan fyrir lánleysi manna þeirra, sem stýrt hafa og ráðið þessu þristimi er fyrst og fremst hið taumlausa hatur þeirra á AI- þýðuflokknum og málflutningur þeirra allur, sem byggður er á mannfyrirlitningu og einræðis- hneigð. Sama lánleysið hefur fylgt S jálf stæði sflokknum. I upphafi var hann nefndur Borgarabandalagið, síðar íhalds flokkurinn og nú Sjálfstæðis- flokkurinn. Hann hefur þannig borið sjálfan sig tvisvar til mold- ar og nú Hður óðum að þriðju hnignuninni. Flokkur þessi er að langmestu leyti byggður upp af sérhagsmuna- og auðmönnum, sem haft hafa fjármagn og að- stöðu til þess að reka ófyrirleit- inn áróður, studdan peningum og völdum, sem beitt hefur ver- ið til hins ýtrasta. Við öll hugsanleg tækifæri hef ur Sjálfstæðisflokkurinn látizt vera lýðræðissinnaður, en þegar á hefur hert, hefur hann aldrei hikað við að láta hlutaðeigend- ur ráða í, hver völdin hefði og fjármagnið og hve hættulegt sé að skapa sér hlutleysi þess eða andúð. Bezta sönnun þessa er fram- koma Sjálfstæðisflokksins í land- listamálinu núna fyrir skömmu. Þar átti að beita bæði ofbeldi og yfirgangi, sem fordæmdur hefur verið af þjóðinni í heild og mörg- um framámönnum Sjálfstæðis- flokksins sjálfs. Hafa verið við- höfð í máli þessu sams konar að- ferðir og þýzku nazistamir beittu og spönsku falangistarn- ir. Hafa aðferðir þessar verið for- dæmdar af öllum þjóðum, nema þjóðemissinnum Suður-Afríku. En þeir hafa skapað sér fyr- irlitningu allra sæmilegra lýð- ræðisþjóða. Kosningaundirbúningur sá, sem nú fer í hönd, ber þess ótví- rætt vitni, að báðir þessir flokk- ar, Alþýðubandalagið og Sjálf- stæðisflokkurinn ganga til vænt- anlegra kosninga, mjög kvíðnir og uggandi um sinn hag. Enn er svo háttað í þjóðfélagi voru, sem betur fer, að atkvæði kjósenda getur breytt áformum þeirra hættulegu afla innan ís- Ienzka ríkisins, sem meta „SINN HAG OG OKKAR“ meira en þjóðarinnar í heild. Takist svo ógiftusamlega til hinn 24. júní n. k., að flokkar þessir fái meiri- hluta á Alþingi Islendinga, gæti svo farið, að atkvæðum kjósenda yrði þrengri stakkur skorinn framvegis en þekkst hefúr hér á landi til þessa. í þessa átt benda ummæli þau, sem um þessi mál hafa verið höfð undanfarið, bæði í Þjóðviljanum og Morgunblað- inu. Þeir, sem annt er um, að réttur atkvæða þeirra verði ekki skertur framvegis, forðast það því að greiða flokkum þessum at- kvæði sitt 24. júní n. k. Þeir kjóscc frambjóð- enda Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins, hver ó sínum stað. í Hafn- arfirði kjósa þeir Emil Jónsson. Sj wn* aunail atrurinn Sunnudaginn 3. júní var sjó- mannadagurinn haldinn hátíð- legur. Hér í Hafnarfirði var hátíða- höldunum stjórnar af Sjómanna- dagsráði og Hraunprýðiskonum og fóru hátíðahöld dagsins fram á Óseyrartúninu, nema guðs- þjónustan og dansleikirnir um kvöldið. Veður var gott og bjart, en kalt og allhvasst. Séra Garðar Þorsteinsson. pró- fastur, prédikaði í þjóðkirkjunni og Kristinn Hallsson söng ein- söng. Lúðrasveit Hafnarfjarðar lék fyrir göngunni og milli atriða á Óseyrartúni. Þar töluðu: Einar Jónsson, vélstjóri, Þórhallur Hálf dánarson, skipstjóri, Sigurður Magnússon, fulltrúi og Ester Kláusdóttir. Blandaður kór söng undir stjórn Bjargar Guðnadótt- ur. Gamall sjómaður, Ingólfur Kristjánsson var heiðraður og reipdráttur var milli kvenna úr Hraunprýði og sjómannadags- nefndarinnar og unnu Ilraun- prýðiskonur. Kappróður var og af kvennabátunum vann B-sveit Hraunprýði, en af skipshöfnun- um vann skipshöfnin á Erni Arn- arsyni. Þegar kórinn hafði lokið söng sínum á Óseyrartúninu, fór hann að Sólvangi og söng fyrir dvalar- fólk þar. Skipverjar af Röðli tóku þátt í kappróðrinum í Reykjavík og unnu verðlaunagripinn, fiski- manninn, og Keflvíkingur vann stakkasundsbikarinn. Höfðu Reykvíkingar engin af stærri verðlaunum sjómanna- dagsins eftir. Kaffi var selt í Ishúsi Haínar- fjarðar og var það og allt, sem þar þurfti að nota, gefið af eig- endum þess, en sjómannakonur gáfu kaffibrauð og framreiðslu. Velunnandi spysavarnafélags- ins hér í bæ, sem ekki vill láta nafn síns getið, gaf deildinni 1000 krónur. Hefur þessi maður áður sýnt kvennadeildinni rausn- arskap og fært henni stórar gjaf- ir. Er gefandanum hér með færð- ar alúðarfyllstu þakkir fyrir hina rausnarlegu gjöf. Um kvöldið var dansleikur í illum samkomuhúsum bæjarins. Sjómannadagsnefnd og þeir, >em að hátíðahöldunum stóðu, báðu blaðið að færa öllum þeim, ;em lögðu hönd að verki í einni eða annarri mynd, alúðarfyllstu þakkir fyrir störf þeirra og fram- lög — • — Prá Dýravorndunar- iélaginu Aðalfundur Dýraverndunar- félags Hafnarfjarðar var hald- inn mánud. 7. maí s.l. Formað- ur félagsins, Þórður Þórðarson, verkstjóri, setti fundinn og Hinn 28. maí var fundur í Al- þýðuflokksfélagi Hafnarfjarðar. Var fundurinn afar fjölsóttur, svo að þess munu fádæmi og ræðumönnum vel tekið. Frummælandi, Emil Jónsson, hóf mál sitt með því að benda fundarmönnum á ótta þann, sem gripið hefði um sig í herbúðum Sjálfstæðismanna. Benti Emil á tvennt í því sambandi; óvenju- lega gróft og illyrt orðbragð í Morgunblaðinu undanfarið og ákafa íhaldsráðherranna að aug- lýsa stöður, sem eru að losna og láta umsóknarfrest þeirra vera útrunninn fyrir 24. júní n. k. Gat hann þess í því sambandi, að búið væri að auglýsa skólastjóra- stöðuna við Flensborgarskólann, enda þótt Fræðsluráð hefði ekkert um það mál fjallað og að því forspurðu. Um samstarf Alþýðu- og Fram sóknarflokksins fórust Emil orð á þá leið, að Framsóknarflokkur- inn hefði fengið fulla reynslu og sönnun fyrir því, að efnahags- málin verði ekki leyst í samráði við Sjálfstæðisflokkinn. Emil hefur tekið talsverðan þátt í fundahöldum út um land undanfarið. Þar hefur tvennt komið áþreifanlega í ljós: Fólk- ið hefur innilega fagnað sam- vinnu Alþýðuflokksins og Fram- sóknarflokksins, og segir, að hún sé sú lausn, sem það hafi lengi þráð. Hitt er, að kommúnistar styðja sumstaðar beinlínis fram- þjóðendur Sjálfstæðisflokksins, þar sem þeir eru í mikilli hættu. Stefán Júlíusson benti á, að í höfuð atriðunum væri aðeins um tvær stefnur að ræða; þá sem (Framhald á bls. 3)

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.