Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 09.06.1956, Blaðsíða 4

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 09.06.1956, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Ongrþveitið e efnahag:§niál- ii iiiiiii og* nrræði til bota Seðlabankinn verði settur undir sérstaka stjórn, er marki heildarstefnu bankanna í land- inu og beini fjármagni til fram- leiðslu atvinnuveganna og að öðrum þjóðnýtum framkvæmd- um. Oheilbrigð milliliða- og okurstarfsemi verði upprætt. Starfræksla þeirra fyrirtækja er vinna úr sjávarafla lands- manna og útflutningsverzlun með sjávarafurðir skal endur- skipulögð þannig að fram- leiðsluverðmætið renni að fullu til sjómanna og útvegsmanna, en ekki að neinu leyti til óþarfa milliliða. Samstarfs verði leitað við samtök launþega og bænda og annarra framleiðenda um meg- inatriði kaupgjalds og verð- lagsmála til að tryggja heil- brigt fjármálakerfi, stöðva verðbólgu og endurvekja á þann hátt traust manna á gjald- miðlinum. Þetta eru þau meginatriði, sem flokkarnir hyggjast leggja til grundvallar stefnu sinni og starfi. Utfærsla á einstökum atriðum og árangurinn fer vitanlega mjög eftir því hvernig tekst um samvinnu við þá aðila, sem liér er lýst eftir samstarfi við. Flokk- arnir treysta því að það samstarf verði gott, því að fyrir þeim vak- ir að tryggja þessum viðsemjend- um sínum fullan afrakstur síns erfiðis og að tryggja að ekkert fari til spillis. Flokkarnir trúa því að hér á landi geti allir lifað góðu lífi, og að hér geti þróast heil- brigð efnahagsstarfsemi, án þess að neitt sé haft af neinum með klækjum eða brögðum. Og að því verður unnið. lO Vlt Tli IIN SSO V andaðist að heimili sínu, Selvogsgötu 12, hinn 5. þ. m. Með Marteini er horfinn af vettvangi lífsins drengur góður og ötull baráttumaður. Gengdi Marteinn heitinn ýmsum trúnaðarstörfum innan verkalýðsfélaganna, var ritari Vmf. Hlífar og Fulltrúaráðs verkalýðsfélag- anna. Þessa ágæta drengs verð- ur nánar minnst í næsta blaði. (píeir íylgir . . . (Framhald af bls. 1) „afrekamanninum“ Flygenring til að halda þingsætinu? — En það getur oltið á einu atkvæði, hvor sigrar hér í bæ, íhaldið eða Alþýðuflokkurinn. Munið það. — ÖIl atkvæði greidd Geir Gunnarssyni draga úr tsterkum líkum fyrir því, að unnt verði að mynda eftir kosn- ingar á Alþingi samstæðan og sterkan meirihluta Alþýðuflokks ins og Framsóknarflokksins og þar með hnekkja áhrifum íhalds- ins á stjórn landsins og útiloka öll áhrif kommúnista, en það hvort tveggja á að vera innsta ósk allra þjóðhollra og einlægra íhaldsandstæðinga. Unglingavinnan í Krýsuvík er að hefjast og fara drengirnir suður eftir 10. þ. m. kl. 5,30 e. h. frá Barnaskólanum. Svar til Sósíalistaíélagsins Um fátt er nú meira rætt, í sambandi við væntanlegar al- þingiskosningar, en hið sjúklega ástand í efnahagsmálum þjóðar- innar, og fátt eða ekkert liggur nær að taka til skjótrar úrlausn- ar, ef ekki á enn verr af að hljót- ast. Hagfræðideild Landsbanka Islands gefur út tímarit um efna- hagsmál, þar sem þessi viðfangs- efni eru krufin til mergjar frá fræðilegu sjónarmiði. I síðasta hefti þessa tímarits, sem út kom nýlega, segir svo um þetta: „Höfuðeinkenni ástandsins á peningamarkaðinum er hinn gífurlegi lánsfjárskortur, sem annars vegar stafar af óseðjandi hungri í lánsfé, en hins vegar af vantrausti á fram- tíðargildi peninganna. Þrátt fyrir það, að útlán bankanna hafa undanfarin ár verið hættu lega mikil, hafa þeir í raun- inni beitt harðvítugri lánsfjár- skömmtun, sem óhjákvæmilega hefur haft í för með sér marg- víslegt misrétti og ýtt undir okurstarfsemi.“ Þetta er ekki pólitískur sleggju dómur, heldur niðurstaða þjóð- bankans, sjálfsagt að vandlega athuguðu máli. Harðvítug láns- fjárskömmtun .... með marg- víslegu misrétti .... sem hefur ýtt undir okurlánastarfsemi. Er ekki einmitt í þessum fáu, en greinilegu orðum bankans falinn kjarni málsins? Skal nú hér á eftir leitast við að gera nokkra grein fyrir hin- um helztu sjúkdómseinkennum. Verðbólgan. Á síðastliðnum 6 árum, hefur verðbólgan vaxið gífurlega, eft- ir að Sjálfstæðisflokkurinn tók að móta stefnuna í þessum mál- um. Verðlagsvísitalan hefur hækkað um 81% og koma þó þar ekki öll kurl til grafar. Til sam- anburðar má geta þess að verð- lagsvísitalan hækkaði næstu þrjú árin þar á undan, í stjórn- artíð Stefáns Jóh. Stefánssonar, aðeins um 7%%, enda var þá markvíst unnið að því að halda dýrtíðinni niðri. Alls staðar er- Iendis,þar sem um þessi mál er hugsað af festu og alvöru, er það skoðað sem hin mesta ógæfa, og bera vott um óheilbrigðt efnahagsástand ef verðlag hækk- ar bar um örfáa hundraðs- hluta. En hér hefur það á 6 árum hækkað um 81%! Islenzka ríkisstjórnin hefur hvergi spymt við fótum í þessurn málum og látið berast með straumnum mótspyrnulaust. Meira að segja hefur verið ýtt undir þessa þróun með afnámi laga um hámarks- álagningu og húsaleigu, enn í báðum þessum lögum var fólgin veruleg takmörkun á verðlags- hækkunum á hinum brýnustu nauðsynjum almennings. Afleið- ingarnar af þessari stjórnar- stefnu eru augljósar. í fyrsta lagi verðfelling sparifjár til tjóns fyrir menn, er kunna að hafa safnað einhverju saman á langri ævi, en til hagsbóta fyrir þá sem hafa fengið féð að láni til langs tíma, og þannig eru losaðir við að skila aftur nema liluta þess er þeir fengu lánað. I öðru lagi vantrú á peningagildið, og þar af leiðandi minnkandi tilhneig- ing til sparnaðar, sem þó er hverju þjóðfélagi nauðsynleg. í þriðja lagi gífurleg eftirspurn eftir lánsfé, með þeim fylgikvill- um sem lýst er í Fjármálatíðind- um Landsbankans og skýrt er frá í upphafi þessarar greinar. í fjórða lagi yfirdrifin ásókn í fjár- festingu, ýmiskonar, þarfa og óþarfa, og vörukaup, sem í mörg- um tilfellum er eingöngu ráðist í vegna vantrúarinnar á peninga- gildið, og þess álits sem nú er að verða almennt, að allt sé betra að eiga en peninga. Gjaldeyrisskortur. Þetta síðastnefnda atriði hef- ur aftur í för með sér óeðlilega eftirspurn eftir erlendum gjald- eyri til kaupa á ýmis konar varn- ingi, þörfum og óþörfum. Verzlunarfrelsið svokallaða, sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að guma af, hefur reynzt þannig í framkvæmdinni að ein- ungis hæst tolluðu gjaldeyrisvör- urnar, bátagjaldeyrisvörurnar, sem margar hverjar ekki heyra til nauðsynjavarnings, vægast sagt, eru nokkurn vegin frjálsar, en ýmsar nauðsynjavörur fást alls ekki. Álagningin á þessar frjálsu vörur er mjög há og inn- flytjendur þeirra græða vel, en nauðsynjavörur almennings fást ekki. Vöruskiptajöfnuðurinn við út- lönd varð síðastliðið ár óhags- stæður um 416 milljónir króna. Sjá allir hvert stefnir með slíku áframhaldi — út í beinan voða. Skuldasöfnun erlendis vex og tregða eða getuleysi bankanna að yfirfæra gjaldeyri fyrir nauð- synlegustu vörur eykst nú dag frá degi. Verzlanir skortir í dag fjölmargar hinar nauðsynleg- ustu vörutegundir vegna þess að bankarnir geta ekki yfirfært gjaldeyri, til þessara kaupa. Óvisan í atvinnurekstrinum. Með vaxandi verðbólgu og til- kostnaði hefur bátaflotinn og togaraflotinn æ ofan í æ orðið að stöðva veiðar eða hóta stöðv- un, ef ekki hefur fengist nægi- leg aðstoð úr ríkissjóði til að jafna metin. Þau eru nú orðin ófá „bjargráðin", sem ríkis- stjórnin hefur reynt til þess að halda veiðiflotanum gangandi. Fyrst var það gengislækkunin 1950, þegar erlendur gjaldeyrir var hækkaður í verði um 74%. Síðan kom bátagjaldeyrisálagið í ýmsum myndum, þar sem kostnaðurinn við styrkinn til bát- ana var velt yfir á kaupendur vissra vörutegunda. Nú síðast komu svo beinir styrkir, sem greiddir eru líka með álagi á neyzluvörur almennings. Allt hefur þetta borið að sama brunni, málin hafa verið leyst á kostnað almennings, sem ekki hefur átt annað svar en að hækka laun sín, með þeim árangri að til- kostnaður við framleiðsluna jókst á ný, meiri styrkja varð þörf, þar af leiddu nýir skattar og svo koll af kolli, öllum al- menningi til óþurftar, en brösk- urum og okrurum til hagsbóta. Óleysanlegt með íhaldinu. Framsóknarflokkurinn hefur fyrir allöngu komizt að þeirri niðurstöðu og nú lýst henni yfir opinberlega, að hann telji þetta vandamál óleysanlegt í sam- starfi við Sjálfstæðisflokkinn. — Innan þess flokks séu svo marg- ir, sem hagnist á liinu sjúklega ástandi að við því verði ekki hreyft, á skynsamlegan hátt, af þeim flokki. Þetta er ein megin- ástæðan fyrir samvinnuslitum Framsóknar- og Sjálfstæðis- flokksins. Úrræði. Það er augljóst mál að hér verður að koma breyting á, hér verður að spyrna við fótum og það strax. En eitt er rétt að gera sér ljóst í uppliafi og það er það, að þetta mál verður ekki leyst með neinni töfraformúlu. Það er viðbúið að þær aðgerðir sem nauðsynlegt þyki að beita komi einhvers staðar við. — Hingað til hafa þessi mál verið leyst á kostnað almennings með aukn- um sköttum og tollum, og án samráðs við launastéttirnar í landinu. Hér þarf að verða breyting á. Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn hafa komið sér saman um að svo skuli verða ef þeir mega ráða. Þeir hafa ákveðið að höfuðuppistað- an í stefnu þeirra í efnahagsmál- unum skuli m. a. vera þetta: Þjóðarbúið verði gert upp, þannig að fyrir liggi, óvéfengj- anlega, ýmsir þættir efnahags- starfseminnar, sem nú eru á huldu. Þjóðhagsáætlun verði samin, þar sem fyrirfram verði reynt að gera sér grein fyrir öllum þáttum efnahagslífsins, með fullnýtingu atvinnutækja og vinnuafls, við þjóðhagslega hagnýtan atvinnurekstur fyrir augum. Bankakerfið verði . endur- skoðað, með það fyrir augum að koma í veg fyrir pólitíska misnotkun bankanna. Stjórn Sósíalistafélags Hafnar- fjarðar lieldur því fram í grein í Þjóðviljanum 5. júní sl. að Sósí- alistar hér í bæ hafi jafnan sýnt samstarfsflokki sínum í bæjar- stjórn, Alþýðuflokknum, fullan drengskap og heiðarleik og sízt af öllu reynt að eigna sér nokk- uð af framkvæmdum Alþýðu- flokksins. Til þess svo að sýna alvöruna í þessum orðum, birtir það í miðri grein sinni mynd af fjölbýlishúsinu nýja við Mela- braut, og er sagt fullum fetum undir myndinni, að framkvæmd þessa verks sé Sósíalistaflokkn- um að þakka. Sannleikurinn er sá, að þessar framkvæmdir voru í bæjarmála- stefnuskrá Alþýðuflokksins við seinustu bæjarstjórnarkosningar, enda hafði verið hafinn undir- búningur að verkinu á árinu 1953. Síðan var bygging fjölbýl- ishússins tekin upp í málefna- samninginn, sem gerður var við Sósíalistaflokkinn eftir kosning- arnar, og hafa báðir meirihluta- flokkarnir staðið að bygging- unni. Hitt er svo ekki nema sann- gjarnt, að stjórn Sósíalistafélags- ins sjálfs taki að sér að verja „heiðarlöik“ flokksmannanna gagnvart samstarfsflokknum, í stað Kristjáns Andréssonar, sem greinina skrifaði í Þjóðviljann 23. maí, því Kristján hefur sýnt meiri ábyrgðartilfinningu í sam- starfinu en sumir aðrir. En um byggingu fiskiðjuvers Bæjarútgerðarinnar vill Alþýðu- blað Hafnarfjarðar láta sér nægja að endurtaka það, sem það sagði síðasta blaðið: Alþýðuflokkurinn hefur not- ið stuðnings Sósíalistaflokks- ins við að fá nauðsynlegar sam- þykktir gerðar í útgerðarráði og Bæjarstjórn, en að öðru leyti er undirbúningur bygg- ingarinnar og allar framkv. i málinu Alþýðuflokknum að þakka. liJÓSI n BMIL JÓNSSON

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.