Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 16.06.1956, Blaðsíða 1

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 16.06.1956, Blaðsíða 1
Hafnfirðingar! EMIL JÓNSSON skal sigra 24. júní ALÞYD UBLAÐ Alþýðuflokksfólk! Leggið ijkkar skerf í kosningasjóðinn. IHIAJFI^A,IRl IF Jl ARiD AIR XV. ARGANGUR HAFNARFIRÐI, 16. JUNI 1956 11. TÖLUBLAÐ Sameining alþýðunnar og sundrungarmenn Islenzk alþýða hefur lengi átt í vök að verjast, gegn alls kon- ar yfirgangi og kúgun, af hálfu bæði erlendra og innlendra aðila. Það var fyrst þegar hún lærði að þoka sér saman, til sameigin- legra átaka, að úr fór að rætast. Samtökin liafa fært henni þá sigra sem unnlst hafa. Það er því ekki að undra þó að mönnum hafi lærzt að skilja gildi samtakanna og óski einskis frekar en full- kominnar samstöðu íslenzkrar alþýðu, bæði um verkalýðsmál og á hinum pólitíska vettvangi. Því aðeins er nokkurra sigra að vænta að alþýðan, hið vinnandi fólk til sjávar og sveita, geti staðið saman. Til er þó hér á landi hópur manna, sem er annarar skoðun- ar. Þessi hópur tók sig út úr alþýðusamtökunum 1930 og stofnaði Kommúnistaflokk Is- lands. — Hann klauf samtök hins vinnandi fólks á Islandi. — Það var hans fyrsta ganga. Þess- ir menn töldu sig til þess borna að gegna einhverju forustuhlut- verk innan alþýðusamtakanna og móta starf þeirra á byltingar- grundvelli, í stað þeirrar lýðræð- isþróunar sem yfirgnæfandi meirihluti íslenzks verkalýðs fylgdi. ★ Orð Brynjólfs. Brynjólfur Bjarnason, þáver- andi og núverandi foringi þessa hóps skrifaði um þær mundir í grein einni þessi eftirtektarverðu orð: „Það er jafn fjarri sanni, að hinn pólitíski forustuflokkur verkalýðsins geti safnað allri stéttinni innan vébanda sinna og að allur herinn geti verið herráð.“ Þarna var ekkert verið að mylja utan iir því. í „forustu- flokknum" eiga ekki sæti nema hinir útvöldu — herráðið. — Hinir geta því aðeins fengið að fylgjast með að þeir uni forustu „herráðsins". Þetta hefur greini- lega komið fram síðar, þó að ekki liafi verið sagt eins opin- skátt og þarna er gert. Klofn- ingsstarfsemi kommúnista átti ekki miklu fylgi að fagna meðal íslenzks verkafólks á meðan hún kom fram með sínu rétta and- liti á árunum um og eftir 1930. ★ Klofningurinn 1938. Þá var gripið til nýs ráðs. Kommúnistarnir vissu að hugsunin um algera samstöðu, og sameiningu verkalýðsins átti mikinn og djúpan hljómgrunn i brjóstum íslenzkrar alþýðlu og það var ákveðið að nota sér. — 1938 létu þeir því það boð út ganga, að nú óskuðu þeir einskis frekar en að Kommúnistaflokk- urinn sameinaðist aftur Alþýðu- flokknum, sem þeir höfðu klofið sig út úr fyrir 8 árum. Hins veg- ar var þess vandlega gætt, þeg- ar til þess kom að ræða nánar þessa sameiningu, að setja fyrir henni þau skilyrði, sem Alþýðu- flokksfólk gæti ekki gengið að, og þá látið nægja í það sinn að sölsa til sín það fólk úr Alþýðu- flokknum sem trúði því að þessi tilraun þeirra væri ærlega meint. Með þeirri viðbót sem kornrn- únistum tókst að kljúfa út úr Al- þýðunokknum 1938, var svo myndaður „Sameiningarflokkur alþýðu, sósíalistaflokkurinn". Kommúnistaflokkurinn — her- ráðið — falinn á bak við tjöld- in, en þess þó vandlega gætt að hann réði öllu um starf og stefnu hins nýja flokks. Blint fylgi með Rússum. Sambandið við hinn alþjóð- lega kommúnisma leyndi sér ekki og skilyrðislaus afstaða með öllu sem gerðist í Rússlandi var mest áherandi þátturinn í blaði flokksins. Það var sama á hverju valt í því landi —allt var það lofsungið í Þjóðviljanum. Arás- arstyrjöldin á Finnlandi — bandalagið við Hitlers hreinsan- irnar miklu, þegar milljónir sak- lausra manna voru ýrnist drepn- ir eða fluttar í útlegð — allt var þetta gott og blessað í augum ,,herráðs“ „forustuflokksins“. — Og þegar blaðinu var snúið við — baráttan hafin gegn Hitler — og Stalin úrskurðaður geðsjúk- ur fjöldamorðingi. — Þá var það líka gott í þeirra augum. Þessu var íslenzkri alþýðu ætlað að fylgja í blindni. En íslenzk al- þýða vildi bara ekki fylgja þessu skilyrðislaust. Þá var enn hreitt yfir nafn og númer og ný „sam- einingarherferð“ ákveðin. Og nú var Alþýðusambandi Islands beitt fyrir. Það var ekki hikað við að stofna til átaka og klofn- ings í verkalýðshreyfingunni — til viðbótar við þann klofning sem framkvæmdur hefur verið í hinum pólitísku samtökum al- þýðunnar, allt undir yfirskini sameiningarinnar. Eining alþýðunnar. „Eining alþýðunnar er hin mikla pólitíska nauðsyn“ var ein fyrirsögnin í blaði þessara sundr- ungármanna nú í vikunni. „Nú eru kosningarnar okkar kjara- barátta“ stendur í Vegamótum síðustu. Þetta síðasta er að vísu ekkert nýtt fyrir okkur Alþýðu- flokksmenn, en það er sennilega nýmæli fyrir „forustuflokkinn“ því að 1933 skrifaði Brynjólfur Bjarnason: „Nú er það verkefni sósíal- demókrata að viðhalda trúnni á lýðræðið — og telja alþýð- unni trú um ,að með kjörseðl- inum sé hægt að framkvæma sósíalismann og losa alþýðuna úr ánauðinni. Með þessu móti gerast þeir aðal stoð og stytta hurgeisastéttarinnar." Hvað skyldu þeir, sem nú vilja hefja kjörseðilinn á loft í stað verkfallsbaráttunnar, liafa að segja um þessi ofanrituðu orð foringjans í „forustuflokknum.“ Alþýðubandalagið. Alþýðubandalagið svokallaða sem nú er stofnað til að gæta hagsmuna íslenzks verkalýðs. — Það er augljóst þegar af þeirri ástæðu að kommúnistarnir í „forustuflokknum“ standa ein- angraðir. Allir hinir flokkarnir hafa neitað að ganga til sam- starfs við þá, og einir geta þeir engu urn þokað. Þetta svokallaða Alþýðubanda lag er stofnað fyrst og fremst til að hylja hina pólitísku nekt „forystuflokksins" — kommún- istanna — herráðsins, — sem í sinni ofstækisfullu trú á hinn al- þjóðlega kommúnisma, og með sinni skilyrðislausu afstöðu með öllu sem gerist í Rússlandi víla ekki fyrir sér að sundra þeim, sem saman eiga að standa til þess að geta þjónað sínum mál- stað, þó að það sé gert á kostn- að íslenzkrar alþýðu. ^ Stefnuskrá Alþýðu- sambandsins. Alþýðuflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn hafa byggt upp sína stefnuskrá á þeim grundvelli, sem Alþýðusamband Islands hefur lagt, með hags- muni vinnandi manna hér á landi fyrir augum, en án nokk- urra erlendra aukasjónarmiða. En eftir að samkomulag tókst um þetta milli flokkanna, og eftir að sýnt var, að miklar líkur voru fyrir því, að þessir flokkar mundu geta fengið þann þing- (Framhald á bls. 3) Hnekkjum yfirráðum íhaldsins í lánasloín- unum! Þegar íhaldinu er orðið það ljóst, að yfirráð þess eru í hættu, ætlar það að tryllast. Alveg nýverið hefur það rek- ið upp „raunakvein" mikið yfir því, að völd þess í bönkunum og peningastofnunum séu í hættu, ef kosningarbandalag Al- þýðuflokksins og Framsóknar- flokksins gangi með sigur af hólmi í þessum kosningum. Við, sem erum í Alþýðuflokkn- um vjtum betur en flestir aðrir, hve peningastofnanir hafa verið lokaðar fyrir okkur og hve litla hjálp við höfum getað fengið þar. Hitt höfum við oft séð og heyrt, að þegar menn þeir, sem meðlimir eru í flokksfélögum Sjálfstæðisflokksins hafa leitað til lánsstofnanna, hafa allar hurðir hrokkið upp og þeir geta tryggt sér og fyrirtækjum sínum örugga afkomu. Nú ærist íhaldið við þá tilhugs- un að missa þessi yfirráð. „Flokk- ur allra stétta“ má ekki af því vita að réttlæti sé til í fjármálum og peningastarfsemi hjá íslenzku þjóðinni. Verum samtaka, hafnfirzkir kjósendur að hnekkja ótakmörk- uðum yfirráðum íhaldsins yfir sparifé þjóðarinnar — a-f-b Afburða goður fvindnr I Bæjarbiól Alþýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn boðuðu til sameiginlegs kjósendafundar í Bæjarbíói fimmtudaginn 14. þessa mánaðar. Ræðumenn voru þeir Emil Jónsson, frambjóðandi Alþýðu- flokksins í Hafnarfirði, Hermann Jónasson, formaður Fram- sóknarfloldksins, Aki Jakobsson, lögfræðingur, frambjóðandi Alþýðuflokksins á Siglufirði og prófessor Gylfi Þ. Gíslason, alþingismaður. Fundarstjóri var Arni Gunnlaugsson, lögfræðingur. Fluttu ræðumenn afburða snjallt mál, sem tekið var mjög vel af fundarmönnum. Létu áheyrendur í ljós mikla lirifningu, og voru staðráðnir í því, að gera sigur Emils Jónssonar sem mestan hinn 24. júní næstkomandi. Að lokum mælti fundarstjórinn, Ami Gunnlaugsson, nokk- ur hvatningarorð til fundarmanna og brýndi þá til samstilltra átaka fyrir sem glæsilegustum sigri Emils Jónssonar við í hönd farandi kosningar. Það er allra manna mál, að fundurinn hafi verið sá lang fjölmennasti og áhrifaríkasti kosningafundur, sem haldinn hefur verið hér í Hafnarfirði, en fundinn sóttu á fimmta hundrað manns. I fundarlokin risu menn úr sætum sínum og hrópuðu ferfalt húrra fyrir velferð bæjarfélagsins.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.