Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 16.06.1956, Page 2

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 16.06.1956, Page 2
2 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR I +- ALÞYÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR ÚTGEFANDI: AlJjýðuflokkurinn í Hafnarfirði. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Eyfólfur Guðmundsson, (sími 9607). AFGREIÐSLA í ALÞÝÐUIIÚSINU, SÍMI 9499. PRENTSMIOJA HAFNARFJARDAR H.F. Rabbað við kjósanda Drengskaparorð um „afreksmann44 Ég labbaði til gamals kunn- ingja míns á sunnudaginn. Það var roskinn verkamaður, sem á heima vestur í bæ. Hann hefur látið mikið á sér bera í pólitík, en jafnan kosið með Alþýðu- flokknum. Talið barst að kosningunum. — Nú skeði það í gær, sem aldrei hefur skeð áður, sagði hann. Það kom hingað Sjálf- stæðismaður til þess að „kristna" mig. — Jæja, sagði ég. Hélt hann, að þú værir orðinn eitthvað lin- ur í fylgi við Alþýðuflokkinn? — Já, hann hélt það víst. — Og hafði hann nokkrar á- stæður til þess? —• Það hefur hann h'klega haldið. Það er nefnilega svona, eins og þú veizt, að kommarnir — þessir sem kalla sig Alþýðu- bandalag — reyna að telja mönnum trú iirn, að þeir hafi svo afskaplega mikið fylgi. Þeg- ar farið er að spyrja þá nánar um það, nefna þeir þennan eða hinn, sem þeir segja að muni kjósa með Alþýðubandalaginu í þetta sinn, þótt hann hafi svo alltaf verið mesti andstæðingur kommanna. — Og hafa þeir þá látið í veðri vaka, að þú værir með Alþýðu- bandalaginu? — Það munu þeir hafa gert í viðtali við menn í Suðurbænum. Hérna í kring þýðir ekki að segja það neinum. —- Og svo hefur Sjálfstæðis- maðurinn haldið, að ef þú á ann- að borð segðir skilið við Alþýðu- flokkinn, væri kannske hægt að fá þig yfir á Ingólf? — Ja, ég veit það ekki. Hann þreifaði raunar ofurlítið fyrir sér í þá átt, en komst víst fljótt að raun um, að ég mundi of vel alla afstöðu Sjálfstæðisforingj- anna í garð okkar, verkamann- anna, bæði fyrr og síðar og þar á meðal í seinasta verkfalli. Ég ætlaði ekki að leggja þeim fugl- um lið í kosningum. En þá fór hann að tala um, hvað Geir mundi fá mörg atkvæði, og að það væri miklu skynsamlegra fyrir verkamenn að kjósa með Alþýðubandalaginu en að vera að kjósa Alþýðuflokkinn, sem væri orðinn gamall flokkur. En ég sagði: Já, víst væri Alþýðu- flokkurinn orðinn nokkuð gam- all flokkur, 40 ára, enda væri flest eða allt, sem vel hefði ver- ið gert í opinberum framkvæmd- um hér í bæ og annars staðar á seinustu áratugum honum og starfsemi hans að þakka beint eða óbeint. Og ég spurði, hvort hann vildi að við gerður saman- burð á verkum Alþýðuflokksins fyrir almenning og á því, sem Sjálfstæðisflokkurinn væri vald- ur að: dýrtíðinni og fjármála- öngþveitinu. En hann vildi ekkert tala um það. — Honum var nú varla lá- andi, þótt hann vildi ekki fara mikið út í afskipti Sjálfstæðis- flokksins af ýmsum umbótamál- um, sagði ég. En þótti þér ekki skrýtið, að hann skyldi heldur vilja að þú kysir með Alþýðu- bandalaginu en með Alþýðu- flokknum, eins og Sjálfstæðis- menn þykjast þó vera á móti kommunum og vexti Sósíalista- flokksins og viðgangi? — Nei, mér fannst það ekkert skrýtið. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf hræsnað fyrir kjós- endum og reynt að villa á sér heimildir, enda fengi hann fá at- kvæði, ef almenningur áttaði sig fullkomlega á því, hvernig inn- ræti hans er. Nú vita Sjálfstæðis- mennirnir, að þeir eru í hættu að missa öll ítök í ríkisstjórninni næstu árin. Þeir vita líka, að hættan stafar öll af samstarfi Al- þýðuflokksins og Framsóknar- flokksins. Þeir búast við, að þeir flokkar saman geti fengið meiri- hluta þingmanna. Eina von Sjálf stæðisflokksins er, að einhverjir menn, sem annars mundu kjósa með Alþýðuflokknum, láti blekkjast til að kjósa með AI- þýðubandalaginu, og að þau at- kvæði geti kannske valdið úr- slitum um það, hvort Hræðslu- bandalagið, sem þeir kalla, fái meirihluta þingmanna eða ekki. Sjálfstæðismenn eru ekkert hræddir við atkvæðin, sem Al- þýðubandalagið fær. Þeir vita, að Alþýðubandalagið fær ekki nema fáa menn á þing, og þá skiptir það engu máli„ hvort þeir verða einum fleiri eða færri. En sigur Alþýðuflokksins og Fram- sóknarflokksins getur verið und- ir því kominn, hvort Alþýðu- flokkurinn eða Alþýðubandalag- ið fær seinasta uppbótarþing- manninn. Og þar getur oltið á fáeinum atkvæðum. Þess vegna reyna Sjálfstæðismenn að vinna atkvæði frá Emil yfir á Geir. Hvert atkvæði, sem Geir fær, getur orðið til þess að tryggja Sjálfstæðismönnum möguleika til þess að verða áfram í ríkis- stjóminni. — Það er vitanlega kjarni málsins, sagði ég. En heldurðu, að margir þeirra manna, sem fylgt hafa Alþýðuflokknum í kosningum að undanförnu, láti „Kjósum drengskaparmann á jring“, þannig hljóðaði á forsíðu Hamars, í síðustu þingkosning- um, boðskapur Bjarna læknis Snæbjörnssonar til Hafnfirðinga. 1229 kjósendur hér i bæ hlýddu þá því kalli og kusu „drengskap- armanninn" Ingólf Flygenring á þing, en „óbótamennirnir“ hans Bjarna, þ. e. Emil, Eiríkur og Magnús féllu. íhaldið hér í bæ lofaði þá kjós- endum gulli og grænum skógum. „Drengskaparmaðurinn“ átti að sjá um öll stórræðin fyrir þennan bæ, og hingað átti að veita miklu fjármagni til eflingar atvinnulíf- inu, og „drengskaparmaðurinn" átti að vinna kröftuglega á al- þingi að hagsmunamálum bæjar- búa. En hver er nú árangurinn af þingsetu „drengskaparmanns- ins“ hans Bjarna Snæbjörnsson- ar? Bæjarbúar spyrja nú lækninn um afrekin, sem Flygenring átti að gera fyrir þetta bæjarfélag, og biðja kannske Hamar að láta svo lítið og gera grein fyrir þeim. Hamar fæst ekki til þess, enda er það von, því að þau eru engin, ALLS ENGIN MÁLIN, SEM DRENGSKAPARMAÐURINN HANS BJARNA HEFIR KOM- IÐ FRAM MEÐ Á ALÞINGI, FYRIR HAFNFIRÐINGA. Þar hefir hlutverk hans verið allt annað en lofað var. I nýútkom- inni bók hefur „drengskapar- maðurinn“ Flygenring það heiti, að verá líkt við „FYRIRFERÐ- ARLÍTIÐ KERTALJÓS". Finnst ykkur samlíkingin mak- leg, góðir lesendur? En utan þingsalanna hefir ver- ið gustur af „kertaljósinu“, og þar hefir „afreksmaðurinn“ Flyg enring látið ljós sitt skína og breytt dyggilega í anda stefnu síns flokks, eins og við mátti bú- ast af gömlum íhaldsmanni. Af þeim verkum sínum mun hann blekkjast til fylgis við Alþýðu- bandalagið? — Nei, ekki heyrist mér það á fólki. Og ég er alveg viss um það, að ef menn gera sér fyllilega ljóst, um hvað er að tefla og hver er kjarni málsins, þá lætur eng- inn blekkjast til að kjósa Geir. Það er líka erfitt að sjá, hvaða verðleika hann hefur til þess að fá fleiri atkvæði en Magnús Kjartansson fékk á sínum tíma. — Þú heldur þá, að Emil nái kosningu? — Já, ég er alveg viss um Jrað fyrir mitt leyti. Ingólfur hefur stórtapað fylgi síðan seinast. Og framboð Geirs var aldrei gert í þeirri von, að hann næði kosn- ingu, heldur til þess eins að spilla fyrir Aljiýðuflokknum. En honum skal ekki verða kápan úr því klæðinu. Það kemur í ljós 24. júní. Þá verður Emil Jónsson kosinn alþingismaður Hafnfirð- inga. Sveinn Sturluson. hljóta þann dóm, sem hann sjálf- ur hefir til unnið. I kjörklefanum verður hann dæmdur til að faha, m. a. vegna fjandsamlegrar fram komu við verkafólk Jiessa bæjar í síðasta verkfalli, hvernig hann tók í hvíldarfrumvarp sjómanna og hugarfars síns í sambandi við hlutabréfakaupin í Lýsi og Mjöl, o. fl. o. fl. Við næstu kosningar munu engin hreystiyrði um „dreng- skap“, eða annað þess háttar frá íhaldinu, fá blekkt fólk til að kjósa íhaldsmann á þing og þar með vinna gegn hagsmunum fólksins, sem byggir þennan bæ. Flygenring á ekkert erindi á Júng, sem fulltrúi launjrega í Hafnarfirði. Lofum J)ví hinu „fyrirferðalitla kertaljósi" að vera utan við gustinn í þingsöl- unum og njóta friðar og hvíldar eftir 24. júní n. k. Til þess hefir hann unnið. Ráðið til að losa Flygenring við að sitja á þingi er auðvitað aðeins eitt, og það er glæsilegur og stór sigur AlJjýðuflokksins og umbótaaflanna í Hafnarfirði. All ir einlægir íhaldsandstæðingar í Hafnarfirði, sem af heilum huga vilja vinna gegn áhrifum íhald- ins á stjóm landsins, eiga Jjví að standa sameinaðir um Alþýðu- flokkinn í þessum bæ og sigra glæsilega með kosningu Emils Jónssonar. Það á að vera hverj- um íhaldsandstæðing í þessum bæ augljóst mál. Kjósendur Emíls Jónssonnr; Munið, að kosningasknfstoían er opin allan daginn og látið vita um þá, sem ekki verða heima á kjördag. Gefið skrifstofunni allar þær upplýs- ingar, sem þið getið og að gagni mega verða. Leggið peninga í kosningasjóðinn, því að kosn- ingarnar kosta mikið fé. Látið öll eitthvað af mörk- um. Kosningaskrifstofan veitir framlögunum við- töku. Allir eitt og fram til sigurs! Símar skrifstofunnar eru 9985 og 9499. (,■ .... ..............................- ■ . Orðscnding til Hainiirðinga Eg hef orðið þess áskynja, að reynt er að breiða þá fregn út um bæinn, að ég sé fylgis- maður hins svonefnda „Alþýðubandalags" og hafi nú sagt skilið við Alþýðuflokkinn. Ég þykist vita að hér eru miður drenglund- aðir menn að verki, sem lætur bezt að vinna verk sín í skúmaskotum og myrkraveldum. Ég ætlaði eiginlega ekki að fara að skipta mér af þessu slúðri, en af því að þessir myrkra- púkar herða nú róðurinn, þá sé ég mig tilneydd- an að afneita öllu sambandi við þessa dáind- ismenn. Hins verð ég þó að geta, að einn metorða- maður þeirra hér í bæ kom heim til mín s. 1. vetur og bað mig að styðja bandalag þeirra lcomma og Hannibals. Ég vorkenni því fólki, sem hefir gengið til þessa samstarfs og ætlar að láta löfin á kápu Hannibals skýla. En þar mun því skjátlast, því Hannibal mun nú ganga sína síðustu göngu — feigðargöngu — og verður því lítið skjól í kápulöfunum. Annars hló ég að þessum sendimanni komma og hélt að hann væri að gera að gamni sínu, en ég sá að honum var full alvara, og enda þótt afsvar mitt væri afdráttarlaust, hafa sumir fylgifiskar þeirra látið sér sæma, að bendla mig við „samband" þeirra komma og Hannibals. Ég mun aldrei blanda blóði mínu við slík „sambönd". Hafnarfirði 7. júní 1956 ÓSKAR JÓNSSON

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.