Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 20.06.1956, Blaðsíða 2

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 20.06.1956, Blaðsíða 2
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR ÚTGEFANDI: Alþýðuflokkurinn í Hafnarfirði. RITSTJÓÉI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Eyjólfur Guðmundsson, (sími 9607). AFGREIÐSLA í ALÞÝÐUHÚSINU, SÍMI 9499. PRENTSMIÐJA HAFNARFJARÐAR H.F, ..IKsin við \« ^aaiiófiiii" Furðulegrt framboð A fundi Alþýðu- og Framsóknatjlokksins í Bæjarbíó 14. þ. m. flutti Áki Jakobsson snjalla og merkilega ræðti. Birtist hér kafli úr ræðunni: Framboð hins svonefnda Al- þýðubandalags, sem raunar er ekki annað en kosningaheiti á Sósíalistaflokkknum, eru sum með nokkuð furðulegum hætti. Þegar Hannibal Valdimarsson frétti um framboð Friðfinns Ól- afssonar í Norður-ísaf jarðarsýslu fyrir Alþýðuflokkinn, þá fann hann upp það snjallræði, sem á- reiðanlega enginn annar stjórn- málamaður hefði látið sér til hug ar koma, að senda konu sína gegn Friðfinni. sem er bróðir hennar. Þegar ákveðið er að ég verði í kjöri fyrir Alþýðuflokkinn á Siglufirði, brugðu þeir þegar við, Einar Olgeirsson og Hannibal Valdimarsson, fóru norður á Siglufjörð og reyndu allt, sem þeir gátu, til þess að fá mág minn Þórodd Guðmundsson, til þess að fara fram á móti mér. Svona er offorsið mikið. Virð- ing fyrir fjölskylduböndum og tengdum er engin, Þeir skirrast ekki við að snúa vináttu og frændsemi upp í óvild og kala í þeim eina tilgangi að ná sér niðri á Alþýðuflokknum. Hér í Hafnarfirði er framboð Sósíalista með nokkuð svipuð- um hætti. Að vísu er hér ekki vegið að fjölskylduböndum, heldur er hér gengið á trúnað manna á meðal, og stofnað til framboðs, sem er í senn bæði furðulegt og ódrengilegt. Sós- íalistaflokkurinn býður hér fram Geir Gunnarsson, er starf- ar sem varabæjarstjóri á veg- um sameiginlegs bæjarstjórn armeirihluta Alþýðuflokksins og Sósíalistaflokksins. Hið svo- nefnda Alþýðubandalag, sem þykist vera að sameina verka- lýðinn, skeytir því engu, þó að með þessu sé stórspillt bæjar- stjórnarsamstarfi Alþýðuflokks ins og Sósíalistaflokksins. Þetta lýsir bezt einingarviljanum. Auk þess er hér um svo einstakt drengskaparleysi að ræða, að mér finnst það ekki mega liggja í láginni. Geir Gunnarsson er hér ráðinn varabæjarstjóri af fjorum Alþýðuflokksmönnum og einum Sósíalista. I starfinu er hann trúnaðarmaður bæjar- fulltrúanna og því tengiliður milli þeirra og hinna f jölmörgu íbúa bæjarins, sem hann þarf að hafa samskipti við í starfi sínu. Það lendir í hans verka- hring, fyrir hönd bæjarstjórnar- innar að greiða úr fyrir mönn- um á ýmsan hátt. Af þeim afl- ar hann sér vinsælda, sem hafa gert hann sérstaklega eftirsótt- an frambjóðanda fyrir Alþýðu- bandalagið. Vegna vinsælda, sem Geir Gunnarsson aflar sér í starfi, sem fjórir Alþýðuflokks menn og einn Sósíalisti ráða hann í, er hann svo látinn bjóða sig fram til þings; og það á meðan hann ennþá gegnir starf inu, í þeim eina tilgangi, að reyna að fella frambjóðanda Al þýðuflokksins, sem hefur verið þingmaður staðarins um árabil, og tryggja kosningu íhalds- mannsins. Þetta er svo einstæð- ur ódrengskapur og brot á öllu velsæmi, að furðu sætir. Eg var um fjögra ára bil bæj- arstjóri á Siglufirði, ráðinn af þrem Alþýðuflokksmönnum og tveim kommúnistum. Ég hef því kynnst því, hvílíkan trúnað bæj- arfulltrúar þurfa að fela bæjar- stjóra eða þeim, er gegnir svip- uðum störfum. Ég neitaði alger- lega að nota mér þessa aðstöðu gegn samstarfsflokknum. Ég lýsti því yfir, að ég ímmdi ekki gefa kost á mér til framboðs gegn samstarfsflokknum á með- an ég gegndi starfinu. Ég þekki ekki Geir Gunnars- son persónulega, og vil því ekki bera á hann, að hann sé ódreng ur. En hann hefur látið hafa sig til þess ódrengskapar að misnota trúnað, sem honum hefir verið sýndur. Hann er ungur maður og hefur ef til vill ekki varað sig á því, er honum verri menn hvöttu hann til þessa verks. Það er eitt af því, sem ungir menn þurfa að vara sig á, að láta ekki espa sig til verka, sem þeir síðar sjá eftir alla ævi og fylgir þeim eins og skugginn þeirra. Ég skorcc á Haínfirð- inga að láta ekki þetta ódrengilega framboð verða til þess að fella Emil Jónsson og tryggja íhaldinu þingsætið á- fram. Það er hollt fyrir Geir Gunnarsson að fá hirt- ing fyrir brögð þau, sem hann hefur í frammi. Sameinist um að fella íhaldið. Tryggið alþýð- unni þingsætið í Haf nar- fírði með því að senda foringja hafnfirzkrar al- þýðu Emil Jónsson á þing þann 24. júní. Áki Jakobsson. Eins og margir munu hafa heyrt eða lesið um, urðu oft öm- urleg endalok margra ógæfu- manna, sem fyrir ýmiss óhöpp urðu að fara huldu höfði og er þeir náðust, voru þeir látnir lífi týna og að lokum dysjaðir utan- garðs og þá helzt við vegamót. Að ég rifja þetta upp kemur til af því, að ein óhappastefna, er kommúnismi nefnist, varð á út- mánuðum fyrir því einstæða óhappi, sennilega mesta óhappi allra alda.. sem nokkur stjórn- málastefna hefur nokkurn tíma orðið fyrir, að vipp komst um þá óheyrilegustu spillingu og grimmd í höfuðstöðvum þessar ar stefnu Moskvu, og að sjálfur foringinn hefði verið óðsjúkur fjöldamorðingi, sem einskis sveifst. Eðlilega hafði þetta af- drifaríkar afleiðingar fyrir kommúnistaflokka margra landa og þá einnig hér á okkar landi. Ni'i t. d. þora þeir hvergí að bjóða fram, fela sig og fara huldu höfði. Hér hefur starfað flokk- ur komma um nokkur ár við lít- inn orðstír, helzt þann að kljúfa verkalýðshreyfinguna, og mætti líkja honum við plóg íhaldsins, sem hefur haft það hlutverk að plægja í sundur samtök hins vinnandi fólks og gera þau að eins konar notadrjúgum kosn- ingaakri fyrir íhaldið. Margir hafa sjálfsagt veitt því athygli hvað skeði, er kommar komust fyrst á Alþing. Jú, einmitt þá, með þeirri tunglkomu og þeim rosabaug, sem þeirri tunglkomu fylgdi, hefst valdatímabil íhalds ins. Þetta er ærið íhugunarefni fyrir vinnandi fólk til sjávar og sveita, ekki sízt núna, er það sameinast um tilraun að ýta þessum flokkum, íhaldi og kommum frá valdaaðstöðu í landinu. Eins og áður er getið eru kommar svo hræddir núna að þeir þora hvergi að bjóða fram. En í stað þess hafa þeir skipt um nafn eins og afbrota- menn og fela sig, en reyna jafn- framt að gera bandalag við sjálfa sig. Hér í Hafnarf irði haf a nokkr- ir nytsamir sakleysingjar orðið til að skjóta skjólshúsi yfir þenn- an óhappaflokk. Ekki er vitað hvort það er til- viljun eða kaldhæðni örlaganna, að þessir sakleysingjar hafa nefnt málgagn sitt Vegamót. En margur mun ætía, að vel færi á því að nafn og áhrif þessa ó- happa-feluflokks væri einmitt dysjað við þessi vegamót til æ- varandi viðvörunar fyrir aldna og óborna. Og við ykkur, sem standið ráðvilltir á þessum vega- mótum vil ég segja þetta; hrist- ið af ykkur álagaham kommún- isma og kastið honum eins og steini á dysina,þá verðiðþið sem nýir menn, og þá mun birta yfir svip mannsins, sem myndin er af í blaðinu Vegamót. Þá munuð þið sjá meira t. d. það að Alþýðu- bandalagið er aðeins stundarfyr- irbrigði, sem Brynjólfi hefur þótt henta að blása upp eins og sápu- kúlu í vandræðum sínum og láta þá Hannibal og Alfreð spegla sig í. Og ekki verða þeir öfunds- verðir ef Bxynjólfi dytti í hug einhvern daginn að blása á kúl- una, þá væri Alþýðubandalagið búíð að vera. Kunnugir telja að hann þyrfti ekki svo mikið fyrir að hafa ,heldur aðeins að anda á listann þeirra á kjördegi, þá myndi röðin á listanum ruglást þeír efri færast niður og þeir neðri færast upp. „Illt er að eiga þræl að einkavini," var einu sinni sagt, en kannske er ekki betra að eiga mikið undir kommum. Eða hvað segja atburðirnir frá Moskvu um það? En svo ég snúi máli mínu aftur til ykkar Vegamótamenn í Hafn- arfirði þá má telja að þið séuð ljónheppnir. Svo er mál með vexti, að einn stálgreinur frjáls- lyndur og mikilhæfur maður, hefur nýlega markað stefnuna fyrir ykkur frá þeim vegamótum, sem þið standið núna ráðvilltir á. Ég veit að margir ykkar verða fúsir að fylgja honum á betri og f arsælli braut. Hann skorti ekki reynslu og þekkingu, og farið að dæmi Áka Jakobssonar og fylgið honum ásamt óteljandi öðrum mönnum inn í raðir hins vinn- andi fólks til sjávar og sveita, og fólksstraumurinn mun aft- ur liggja til Alþýðuflokksins, gamla og góða flokksins, sem aldei hefur brugðist og aldrei skipt um nafn, en hefur ætíð staðið trúan vörð um rétt hins veikari og þeirra er höllum fæti standa í þjóðfélaginu. Hafn- firðingar, nú er tækifæri að skipta um stjórnarstefnu, fylkj- um okkur um umbótaflokkana kjósum Emil Jónsson, og hjálpum þar með að gera sigur umbótaflokkanna algjöran þannig, að þeir nái meirihluta á Alþingi. F. 25 ARA UTLEGÐ Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að hafa hafnarmálin á heilanum síðan hann missti hér meirihlut- ann, hvort heldur verið hafa bæjarstjórnar- eða alþingiskosn- ingar. I þeirra augum hefur Emil Jónsson verið hinn illi andi þess máls, alltaf fyrir og þaðan af verra. En hvernig var saga hafnar- innar áður en Emil fór að skipta sér af þeim málum? Það mun hafa verið 191.3 eða 14 að fyrsta hafnfirzka konan steig í ræðustól í þessum bæ Það var þegar vígð var hér ný hafskipabryggja, sem nú geng- ur almennt undir nafninu: „Gamla bryggjan". Þetta var mikið mannvirki og sannarlega taísverð tekjulind fyrir hafnar- sjóð. Blómatími virtist fram- undan og vafalaust hefur þá verið margt gert og ekki óvit- urlegt. En timarnir liðu og ekki bólaði á neinu hafnarmann- virki. En 1914 er stofnað hluta félag hér í bænum af nokkrum vel efnuðum bæjarbúum. Mark mið þess félags var að kaupa hafnarbryggjuna og hefur það líklega verið fyrsta hlutafélag- ið hér í bæ, sem hafði það að markmiði að skaða bæjarfélag- ið. Þetta félag hirti síðan hin- ar daglegu tekjur hafnarsjóðs- ins. Þetta var áhugi Sjálfstæðis- mannanna í hafnarmálum Hafn firðinga þá. Væri nú vel gert og elskulegt, ef Hamar vildi gera svo vel og upplýsa hvað varð um andvirði bryggju þessarar. Það mun hafa gengið illa að finna andvirðið i hafnar- eða bæjarsjóði og ekki var það lagt í hafnargarða. Nú liðu ár og dagar. íhaldið tapaði meirihlutanum. Þessi ó- lukkufugl íhaldsins, hann Emil kemur fram á sjónarsviðið og sér allt með öðrum augum en íhald- ið. Hann lætur byrja á norður- garðinum. Nú hefur víst íhald- ið orðið ánægt, þegar það sá óskadraum sinn rætast. En þá ærðist íhaldið fyrir alvöru,, því að garðurin var á bandvitlausum stað, eins og allt, sem Emil kom nærri. Voru nú góð ráð dýr og dugði hvorki læknisfræði né lög- fræði, og var nú fenginn verk- fræðingur og boðað til borgara- fundar. Verkfræðingurinn skrif- aði upp á vottorðið, höfnin var allt of stór, því stór og góð höfn var í Beykjavík. Eftir þeirra tillögum átti garð- urinn að koma rétt við sporðinn á „Gömlu bryggjunni". Þá hef- ur það og komið í ljós, að botn- lagið þar var enn ver fallið til þess að bera hafnargarðinn en það, sem hann stendur nú á. Þetta var nú ekki aðalatriðið, heldur hitt að vera á móti fram- kvæmd hafnargerðarinnar. Þetta var og er nefnilega allur áhugi íhaldsins fyrir hafnargerðinni. Um gömlu bryggjuna er það að segja, að hafnarsjóður fékk hana keypta aftur eftir 25 ár, þá lélega og illa farna og kost- aði mikið að gera við hana. Eftir að hafa kynnt sér sögu hafnargerðarinnar er ljóst, að það þarf alveg eindæma hreysti til þess af Sjálfstæðisflokknum að láta nokkuð sjást frá sér um það mál og það á prenti. Þessi fávitaháttur á skrifum Hamars um hafnarmálin hlýtur að koma af ókunnugleika ritstjór- ans. — x+y X EMIL JÓNSSON

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.