Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 20.06.1956, Page 3

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 20.06.1956, Page 3
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 3 Inni ;í líiiiinni Ritstjóri Ilamars dæmdur í tjársekt. Ummæli blaðsins dæmd ómerk. Dómur er fallinn í máli því, sem Emil Jónsson höfðaði gegn ritstjóra Hamars Páli V. Daníelssyni, út af^ skrifum hlaðsins 16. jan. fyrra árs, en þar stóð m. a. þessi setning: „Enda er það staðreynd, að enginn einn maður hefir verið eins mikill dragbítur á hafnarframkvæmdir í Hafnarfirði eins og Emil Jónsson, þar hefir hann og hans flokkur unnið bænum tjón svo tugmilljónum króna skiptir að ekki sé meira sagt. Dómsniðurstaðan í málinu varð þessi: „Framangreind ummæli eiga að vera ómerk. Stefnd- ur, Páll V. Daníelsson, greiði 800 kr. sekt í ríkissjóð, en sæti 6 daga varðhaldi verði sektin ekki greidd innan fjögurra vikna frá birtingu dóms þessa. Þá ber stefnd- um að viðlögðum 25 króna dagsektum, að birta auglýs- ingu samkvæmt framanskráðu í 1. eða 2. tbl. blaðsins Hamars, er út kemur eftir að slík krafa um birtingu er fram komin af hálfu stefnanda Emils Jónssonar. Stefnd- ur greiði stefnanda málskostnað með kr. 800.00.“ Af hálfu stefnanda, Emils Jónssonar, flutti málið Árni Gunnlaugsson, hdk, en af háífu stefnda Kristján Guðlaugs- son, hrl. Sagau eiidiirídiiir Þegar litið er yfir síðasta kjör- tímabil má segja, að það hafi verið nokkuð harðsnúið í garð hinna vinnandi stétta. Var þá háð harðsnúið verkfall. Bátaeigendur gerðu tilraun til þessað láta báta sína ganga og halda sig út'an deilunnar, þar sem sjómenn voru ekki við hana riðnir. Einn bátaeigandi var þó undanskilinn. Hver haldið þið, að þessi bátaeigandi hafi verið? Eflaust eitt af smápeðum bæjar- ins, hugsið þið. O-nei, ekki aldeilis. Þessi góði maður var enginn annar en Ingólfur Flygenring. Vitaskuld hefur hann álitið sig hafa sérstöðu, þar sem hann var þingmaður kjördæmisins. Þið, sem kjósið kommúnista eða þjóð- vörn, styðjið Ingólf á þing. Nú vildi svo einkennilega til eftir að ríkisstjórnin skipar sátta- uefnd í vinnudeilunni, þá hafa þeir báðir með málið að gera, ásamt öðrum, Emil og Ingólfur. Ekkert hafði Ingólfur fram aÓ leggja í vinnudeilunni nema nei og aftur nei. Þegar Emil tekur sæti í nefndinni vantar mikið á, að endarnir næðu sam- an. Þú munt nú spyrja, hvort það hafi verið Emil, sem lagði þunga lóðið á vogarskálamar? Já, það var fyrst og fremst hans tillaga, að atvinnuleysis- tryggingarnar voru teknar inn í samningana og ríkisstjórnin lofaði að þeir skyldi lögfestir á síðasta þingi. íhaldið ætlaði samt að koma þar fleyg inn, en tókst ekki. Ég spyr nú, hvor manna þess- arar er nú liæfur til þingsetu fyrir hinar vinnandi stéttir? Segja má að saga sumra manna sé sú að vera sem oftast þversum. Á þeim eiginleika ber mikið í farið IngólfsFlygen- rings og meirá eftir því, sem árin færast yfir hann og áhrif hans verða meiri í Sjálfstæðis- flokknum. Það er varla hægt að skilja svo við þetta mál, að ekki sé minnst á þátt Ingfólfs í vöku- lögum sjómanna. Þar kom fram hin fáheyrða tillaga Ingólfs, að matar- og kaffihlé skyldu bæt- ast við vinnutímann, með öðr- um orðurn, ef matar- eða kaffi- tími félli á vinnutíma, þá skvldu sjómenn vinna það af sér. Það rná segja, að íhaldið ríður ekki við einteyming. Það verður að teljast alveg furðu- legt, ef sjómenn og verkamenn geta lagst svo lágt að gefa Ingólfi og bandamönnum hans atkvæði sitt í þessum kosning- um. H AFNFIRÐIN G AR! Verum minnug þess, að því stærri sem sigur Emils er, léttum við öðrum Al- þýðuflokksmönnum bar- áttuna og komum fleirum á þing. Kjörorðið er: Umbóta- flokkarnir í hreinan meiri- hluta á Alþingi. X+y ilótun uni atvinmi- missi Ihaldið hefur alltaf gefist upp við að leysa atvinnumálin. Á seinni árum hefur það látið varn- arliðið leysa þessi mál og þá um leið átt sinn þátt í því að flæma vinnuaflið frá framleiðslunni. — Af þessum ástæðum er það byrj- að með atvinnuleysishótanir sín- ar nú fyrir kosningarnar. I þeim herbúðum er ekki hugsað um at- vinnuvegina, aðeins að mala gull í eigin vasa. Verkamenn eru að- eins þarfahlutir, sem gott er að grípa til á kjördegi. Þetta ættu kjósendur að muna 24. júní. Þá launar hver þessa óvirðingu, sem hann er maður Verzlunarírelsi íhalds- ins í algleymingi Allir þeir, sem við verzlun og viðskipti fást, þekkja þrenging- arnar í gjakleyrisin. Engar yfir- færslur eiga sér nú stað, nema fyrir því, sem óhjákvæmilegt er. Hins vegar geta alhr fengið gjaldeyri — eftir vikl — til kaupa á þeim vörum, sem flutt- ar eru inn á bátagjaldeyri, en eins og vitað er, eru það vörur, sem frekar er hægt að vera án og sumar endemis rusl. Það sem þó er verst að í skjóli þessa fyr- irkonmlags fljóta inn ruslvörur, sem telja má hreinasta skran. Er nú svo komið, að flestir eða allir heiðarlegir menn í verzlun- arstéttinni fordæma þessa stefnu og spyrja: Hve lengi á þessi ó- sómi að ganga svona? Ég mundi svara þeim og svara oft: Meðan stefna Sjálfstæðis- flokksins og Olafur Thors ráða ríkjum. Eina ráðið til þess að þurrka þessa heimsku lit úr íslenzkri verzlunarpólitík, er að gefa þess- um herrum frí og það gerir þjóð- in hinn 24. júní í sumar. Er ekki von lieim ^iárni? Sjálfstæðismenn hafa allt á hornurn sér í blaði sínu, Hamri, um þessar mundir. Það er auð- fundið, að mennirnir eru bæði sárir og reiðir. Hvað skyldi valda þessu? Því er auðsvarað. Þegar fvrst var talað um, að alþingiskosning- ar ættu að fara fram í vor, töldu þeir sig hafa miklar líkur fyrir því, að þeir gætu haldið kjör- dæminu og fengið frambjóðanda sinn kosinn. Töldu þeir það að vonum mikla uppbót fyrir sig eftir ófarirnar og vonbrigðin í bæjarstjórnarkosningunum síð- ustu. En eftir því, sem lengra líður, kemur betur og betur í Ijós, að sigurhorfur þeirra í alþingiskosn ingunum eru ákaflega litlar. Þeim hefur ekki tekizt að vekja nokkra „stemmingu" fyrir frarn- bjóðanda sínum, Ingólfi Flygen- ring, og það er raunar varla von. En afleiðingin verður sú, að þeir fá hann ekki kosinn. Af þessu stafar ergelsið í Hamri. Sjálfstæðisflokkurinn sér og finnur, að Ingólfur Flygenring verður ekki kosinn þingmaður Hafnfirðinga að þessu sinni, held ur Ernil Jónsson. Þið, sem viljið vinna á kjöidag eða ljá bíla, látið skiiístoíuna vita það tafailaust. Ncnuiiifli í málaraiðn óskast strax. Upplýsingar í síma 9767 og 9574. Ég hitti roskinn og reyndan verkamann á götunni um dag- inn. Hann bað mig þá fyrir þess- ar línur að koma þeim á fram- færi í Alþýðubl. Hafnarfjarðar. Manni þessum lá hlýtt orð til Péturs Oskarssonar, hann sagð- ist ekki geta trúað nema litlum hluta þess, sem eftir honum væri haft í viðtalinu við Vegamót. Þegar ég las grein Péturs Ósk- arssonar í Vegamótum, virtist mér Pétri vera svipað innan- brjósts og mér og mörgum að- dáendum Héðins Valdimarsson- ar 1938, þegar liann ætlaði að sameina jafnaðarmenn og komm- únista. Við, sem þekktum Héð- inn frá gömlu heitu árunum, með sinn eldlega viljakraft og sigur- vissu, töldum því ekkert til fyr- irstöðu, að hann, foringinn, væri sá, sem hefði vilja og mátt til þess að sameina hinn sundraða verkalýð. En hvað skeði? I stuttu máli, að þegar Héðinn var búinn að vinna sitt hlutverk fyrir kommana, var hann ein- angraður, enda mun Héðinn aldrei hafa ætlað að vinna sem kommúnisti, heldur sem verka- lýðssinni, óháður Rússadekri og undirlægjuhætti. Það var stór hópur, sem dáði Héðinn, einkum á árunum upp úr 1930. Því meiri urðu von- brigðin er hann hvarf svo skyndi- lega af hinu pólitíska sviði. Nú skiptust aðdáendur Héð- ins. Annar armurinn hélt áfram inn í Kommúnistaflokkinn, en ég og margir aðrir hurfum aftur til Alþýðuflokksins. Ég get viðurkennt að um tíma fylgdi ég Hannibal, en ég fvlgi honum ekki nema að vissu marki, ég fylgi hvorki honum né öðr- um inn í Kommúnistaflokkinn. Ég veit vel að sú leið, sem þeir Héðinn og Hannibal hafa farið er ekki aðferðin til þess að sam- eina verkalýðinn. Dugir í því efni að vísa til leiksloka Héðins. I allri vinsemd vil ég segja vini mínum Pétri, að tilraun Hanni- bals mun fá sömu örlög og Héð- ins. Þá ætla ég að spyrja þig eins Pétur: Hvert heldur þú að leið þín liggi, þegar kommar hafa rekið rítinginn í bak vinar okkar Hannibals? Ég vildi óska að þú snerir þá til baka. Ég get ekki trúað því að seinni hluti fyrirsagnarinnar á grein- inni, sé frá vini mínum, Pétri. Hún er áður margtuggin í Þjóð- viljanum. Ég trúi ekki heldur áð orðalagið sé hans, til þess hefur hann verið of gætinn og skyn- samur hingað til. Sagt er þar, að Hannibal hafi verið rekinn úr flokknum. Ég trúi ekki að Pétur sé svo blindur, að hann sjái ekki að Hannibal var farinn að vinna fyrir annan stjórnmálaflokk. — Margt fleira er í viðtalinu, sem mér finnst rnjög ólíkt Pétri. Ég skal vinðurkenna, að ég er ekki rnikill mannþekkjari ef viðtalið er allt orð Péturs og hef ég þó verið í nábýli við hann í tuttugu ár. Að endingu vil ég spyrja Pét- ur, Gerði Sjómannafélagi enga hjartnæma ályktun til handa Hannibal og af hverju? U. til. Skfrskotað til ilóingrreinilar kjósriula Ólíkt haíast þeir að Emil Jónsson vann manna bezt og mest að lausn síðasta verkfallsins, og átti hugmyndina að atvinnuleysistrygging- unum, sem fyrst og fremst varð til að binda endi á hið langa verkfall. Ingólfur Flygenring sýndi verkalýðnum fullan fjandskap í kjaradeilunni og hreina móðgun bæði með verkfallsbrot- um með því að binda einn allra bát sinn við festar út á höfn og loka íshúsinu fyrir íssölu. Emil Jónsson hafði forustu um lánsútvegun til byggingu nýja Fiskiðjuversins og vann manna dyggilegast að því máli með öðrum Alþýðuflokksmönnum. Ingólfur Flygenring gerði ekkert til að greiða fyrir láns- útvegun til Fiskiðjuversins. Flokkur hans vildi hafa rekstr- arform Fiskiðjuversins í sama formi og Lýsi og Mjöl h. f., líklegast langað í annað „Lýsi og Mjöl-ævintýri.“ Á að vera nokkur vandi fyrir fólk að velja á milli Emils og Ingólfs sem þingmanns fyrir Hafnarfjörð? Hagsmunir verkalýðsins mæla eindregið með kosningu Emils. Framtíð Fiskiðjuversins er háð sigri Emils. Því kjósa allir frjálshuga Hafnfirðingar Emils Jónsson og sigra glæsi- lega. Alþýðufólk! Vcrzlið I yitkni' eigin biiðuiu Kanpfélag Haínfirðingá >iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiilliiiiiiiiiiiiiiiiiiii»liiii

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.