Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 20.06.1956, Page 4

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 20.06.1956, Page 4
4 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Valið er auðvelt, ef við hugsum um hag fjöldans 24. júní n. k. göngum við til alþingiskosninga og veljum okkur fulltrúa til að gæta þjóðarbúsins næstu 4 ár. Til þessara kosn- inga er gengið einu ári áður en núverandi kjörtímabil átti að ljúka, núverandi stjómarsamstarfi er slitið. Hverjar em þá orsakir þær, sem til þess liggja að þetta hefur gerst? Til þess að gera okkur grein fyrir því, verðum við að líta nokkur ár aftur í tímann, og virða fyrir okkur þróun þjóðfé- lagsmálanna á undangengnum árum. Eins og við öll vitum bafa Sjálfstæðisflokkurinn og Fram- sóknarflokkurinn verið við stjórn og myndað meirihluta á Alþingi. Árið 1950 felldu þessir flokkar gengi islenzku krónunnar í full- kominni andstöðu við verka- lýðshreyfinguna og óþökk allra launþega í landinu. ^ Viðvöiun Alþýðu- ílokksins Alþýðuflokkurinn barðist gegn þessum aðgerðum stjóm- arflokkanna og varaði við afleið- ingum þeirra, hann benti á aðrar leiðir til að leysa þann vanda sem atvinnuvegir þjóðarinnar þá áttu við að etja. Á þær aðvaran- ir og ábendingar var ekki hlust- að af stjómarflokkunum, þetta var barið í gegn af miklu harð- fylgi. Alþýðflokkurinn benti á að gengisfelling væri engin fram- tíðarlausn á vandamálum at- vinnuveganna, þvert á móti myndi gengisfelling hafa þær afleiðingar, að sú dýrtíðaralda skylli yfir þjóðina, að hún vart gæti undir því risið, að með þessum aðgerðum væri verið að binda þá snöm um háls ís- lenzku þjóðarinnar, sem erfitt myndi að leysa hana úr, og að atvinnuvegir yrðu innan skamms tíma enn ver settir en áður. Allt það sem Alþýðuflokkur- inn sagði um þessar ráðstafanir stjórnarflokkanna kom fram og að mörgu leyti fyrr en búast mátti við. Dýrtíðin óx hröðum skrefum og afkoma atvinnuveg- anna fór hraðversnandi, einkum þó bátaútvegsins og var ekki annað sýnna en að hann stöðv- aðist algjörlega. Þá ér enn grip- ið til nýrrar gengisfellingar, að vísu dulbúinnar — hins svokall- aða bátagjaldeyris. Nú átti allt að vera í lagi. Nú var loks fund- in sú leið sem með þurfti og bjarga mundi þjóðarbúinu. Nú gat þjóðin litið björtum augum til framtíðarinnar. Allt í stakasta Jagi. Reynzlan En reynzlan varð allt önnur. Nú fór fyrst fyrir alvöru að síga á ógæfuhliðina. Dýrtíðin óx með enn meiri hraða en áður, töp útvegsins urðu enn stórkost- legri, sparifé þjóðarinnar rýrn- aði með hverjum degi, sem leið og kaup verkamanna og annarra launþega í landinu nægði ekki fyrir brýnustu nauðsynjum. — Verkalýðsfélögin gátu ekki og máttu ekki horfa á þessa þróun málanna aðgerðalaus, þau urðu að freista þess að bæta kjör með- lima sinna annað hvort með beinum kauphækkunum eða verðlækkun á brýnustu nauð- synjum. I desember 1952 eru þau neydd til að hefja verkfall til að ná þessu fram. Þetta verk- fall stóð í 3 vikur. og lauk með því að verkamenn fengu kjör sín bætt í bili í formi verðlækkunar á ýmsum helstu nauðsynjum sín- um. Héldu menn og rómuðu að hér væri verið að marka nýjar leiðir í verðlagsmálum þjóðar- innar og breytta stjórnarstefnu, en svo var þó því miður ekki. Svo að segja allt samkomulag, sem gert var við verkalýðslneyf- inguna var srnátt og smátt svik- ið. Munui ei á mönnum Enn var verkalýðshreyfingin neydd til þess að fara út í kaup- gjaldsbaráttu á síðastliðnu ári og sú barátta stóð í 6 vikur, ströngu og miskunnarlausu verkfalli við íslenzku auðmannastéttina og meðal annars hér í Hafnarfirði. Var þessari miskunnarlausu baráttu atvinnurekendavalds- ins gegn ykkur, verkamenn og konur, stjórnað af alþingis- manni Hafnfirðinga hr. Ingólfi Flygenring, þáverandi for- manni Atvinnurekendafélags Hafnarfjarðar. En jafnframt því að við minnumst þáttar hr. Flygenrings í þessari deilu, þá skulum við líka minnast hins, góðir Hafnfirðingar, hver það var sem átti drýgstan þáttinn í því að leysa þessa alvarlegu deilu. Það var Emil Jónsson al- þingismaður og núverandi frambjóðandi Alþýðuflokksins hér í Hafnarfirði. Hann kom með þá tillögu til lausnar deil- unni, sem öðru framar leysti hana, á ég þar við atvinnuleys- istryggingamar. Þetta eigum við og skulum muna 24. júní n. k. Sporin hiæða Valdaaðstaða Sjálfstæðis- flokksins hefur nú algjörlega siglt þjóðarfleytunni í strand. — Helstu atvinnuvegum þjóðar- innar er haldið uppi með styrkj- um af opinberu fé eða með gíf- urlegum toll- og skattaálögum á neyzluvörur almennings. Jafn- hliða þessu er milliliðum látið haldast uppi að féfletta almenn- ing með óhóflegri álagningu á þessar vörur. Þjóðin býr nú við svo mik- inn gjaldeyrisskort að stöðva hefur orðið að miklu leyti inn- flutning á brýnustu nauðsynj- um. Þrátt fyrir vaxandi fram- leiðsu og greiða sölu á frarn- leiðslu þjóðarinnar og miklar gjaldeyristekjur af varnarliðs- framkvæmdum safnar þjóðin skuldum erlendis, og þjóðin býr við sívaxandi lánsfjárskort. Alþýðuflokknum og Fram- sóknarflokknum eru Ijósar þær staðreyndir að þessa óheilla og öfugþróun verður að stöðva og brjóta á bak aftur ofurvald milli- liða og gróðastétta. Þeim er það enn fremur ljóst að tryggja verð- ur öllu vinnandi fólki fullan af- rekstur vinnu sinnar. Alþýðu- flokknum og Framsóknarflokkn- um er líka Ijóst að tryggja verð- ur atvinnuvegum þjóðarinnar öruggan starfsgrundvöll, og að tryggja verður það í samvinnu við verkalýðshreyfinguna að framleiðslustéttir þjóðarinnar séu öruggar um það að þær beri úr bítum sannviðri vinnu sinnar. ■ýc Samvinna Alþýðu- og Fiamsóknaifl. Fyrir því hafa Alþýðu- og Framsóknarflokkurinn efnt til víðtæks samstarfs í þessum kosn- ingum og þeir munu að kosn- ingunr loknum mynda sameigin- lega stjórn, ef íslenzka þjóðin ber gæfu til þess að veita þeim þann stuðning, sem þarf til að ná ör- uggum meirihluta á Alþingi. Til ykkar sem þetta lesið leita þess- ir flokkar stuðnings um að svo rnegi verða og heita á ykkur að láta einskis ófreistað til þess að það megi takast. Það er á ykkar valdi hvort þingmaður Hafnfirðinga næsta kjörtíma verður víðsýnn og frjálslyndur umbótamaður, eða þröngsýnn afturhaldsmaður. Valið er auðvelt. Ég veit að þið gerið allt, sem í ykkar valdi stendur til þess að Emil Jóns- son, frambjóðandi Alþýðu- flokksins, nái kosningu 24. júní n. k. og ekki aðeins að bann nái kosningu, heldur með meiri og glæsilegri sigri en nokkru sinni áður. Keppinautainii veiða ekki kosnii Hér hefur ekki verið talað um aðra flokka eða frambjóðendur, sem til ykkar leita um kjiirfylgi í þessum kosningum. Ef til vill gefst tækifæri síðar, til að ræða þá sérstaklega. Að lokum þetta: Við kjósurn ekki frambjóð- anda Þjóðvarnarflokksins vegna þess, að hvert atkvæði, sem sá frambjóðandi fær, fell- ur dautt og ómerkt, þar sem sá flokkur hefir ekki möguleika á að fá mann kjörinn í þessum kosningum. Þjóðvarnarflokk- urinn verður strikaður út af skrá um pólitíska flokka á Is- landi í þessum kosningum. Við kjósum ekki frambjóð- anda sósíalista (Alþýðubanda- lagsins) vegna þess að hann hefir ekki neinn möguleika á að komast á þing. Stuðningur við hann á kjördegi eykur að- eins möguleika á því að höfuð- andstæðingur okkar Ingólfur Flygenring frambjóðandi í- haldsins nái kosningu. Þess vegna kemur frambjóðandi sós íalista ekki til álita hjá hafn- firzkum kjósendum. Við kjósum ekki frambjóð- anda Sjálfstæðisflokksins, vegna þess að hann hefir með stuðningi sínum við hrunstefnu íhaldsins unnið sér til óhelgi og á ekki á Alþingi íslendinga að vera. Hann sýndi Hafnfirzkum verkalýð þann fjandskap í síð- ustu ,-vinnucleiIu, að enginn hafnfirzkur verkamaður eða kona, getur sóma síns vegna falið honum umboð sitt á Al- þingi. Hatntiiðinqai kjósa Emil Hafnfirðingar kjósa þann fram bjóðanda, sem með áratuga starfi sínu fyrir þetta bæjarfélag bæði á Alþingi og utan þess, hefur sýnt og sannað, að bonum einum er treystandi til að vinna að hagsmunamálum okkar og þjóðarinnar í heild af drengskap, festu og skilningi. Við kjósum frambjóðanda Alþýðuflokksins Emil Jónsson. I bans höndum er umboði okkar vel borgið. Fyrir því fylkjum við Hafnfirðingar liði 24. júní n. k. og sendum Emil Jóns- son á þing, með meiri glæsibrag en nokkru sinni áður, og þurrkum út hér í bæ öll öfgaöfl, bæði til hægri og vinstri, um alla framtíð. Það er sómi okkar Hafn firðinga. Munum þetta 24. júní n. k. Yfirlýsing, að gefnu tileíni Á síðasta bæjarstjórnarfundi gerði Stefán Jónsson bæj- | 1 arfulltrúi, lævíslega tilraun til að framkalla deilur milli full- | | trúa Alþýðuflokksins og fulltrúa Sósíalistaflokksins í bæjar- i | stjórn. Honum hefir sjálfsagt verið kunnugt um að sumir | I Alþýðuflokksmenn eru ekki ánægðir með framkomu sam- i I starfsflokksins í þessum yfirstandandi kosningum, enda hafa i | komið fram raddir um það í Alþýðublaði Hafnarfjarðar. Án | I þess að taka á nokkurn hátt afstöðu til þess máls lýsti ég i i því yfir á fundinum, að það væri hvorki á mínu færi, né \ | Alþýðublaðs Hafnarfjarðar að ségja síðasta orð í því máli. i | Það mundi stjórn Alþýðuflokksins í Hafnarfirði gera af sinni 1 | hálfu, þegar henni þætti það tímabært i Allt tal um að ég hafi með þessu verið að ómerkja Al- | | þýðublað Hafnarfjarðar og það sem í því stóð, er gersam- \ | lega úr lausu lofti gripið. Stjórn Alþýðuflokksins í Hafnar- | i firði tók á sínum tíma þá ákvörðun að freista samstarfs við I 1 Sósíalistaflokkinn, um bæjarmál Hafnarfjarðar, fyrst og I | fremst til að koma í veg fyrir það að íhaldsmönnunum með i | „Lýsi og Mjöls“-hugsunarháttinn yrði falin forsjá mála bæj- i | arins og eigna hans. Samvinnumöguleikar flokkanna hljóta | | svo, að eðlilegum hætti, að mótast af þeim samstarfsvilja, I i sem flokkarnir sýna í verki. | Emil Jónsson. f lll■llll■llllll•llIIIII■llllllllllllllllllllllllllllllllIIII111111111||||||IIIIIIIIIIIIIIIIIII■I■IIIII|II|||I■IIIIIIIIII■IIIIIIII■IIIII■II■I■MII Hjóseodur Emíls Jónssonur: Munið, að kosningaskiifstoían ei opin allan daqinn og látið vita um þá, sem ekki veiða heima á kjöidag. Getið skrifstofunni allar þær upplýs- ingar, sem þið getið og að gagni mega verða. Leggið peninga í kosningasjóðinn, því að kosn- ingarnar kosta mikið fé. Látið öll eitthvað at möik- um. Kosningaskiifstofan veitii fiamlögunum við- töku. Allii eitt og fiam til siguis! Símai skiifstofunnai eiu 9985 og 9499. Kjörorðið er: Umbótaflokkarnir fái meirihluta á Alþingi

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.