Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 23.06.1956, Blaðsíða 4

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 23.06.1956, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Óhaldsþiónusta ,,Alþýðubandalagsins“ i algUymingi: Kommúnistablaðið „Yegamót“ af- neitar dðmsstaðreyndum í Lýsi og Mjöl-málinu og kallar þær fals! Kr 1111111 að sanna Im'íih- lijjóiiu.sílu síii;i við Fljgeiiriiis? — Italitjaldasanislarl íliuldsiiis og koiiiina í kuisiiiiig'uiiiiiii orðið opiiibci't. Kommúnistar hafa ærzt út af hinni sönnu lýsingu á dóms- staðreyndum í Lýsi og Mjöl-málinu, sem Alþýðublað Hafn- arfjarðar greindi frá á dögunum, og vakti allt hugsandi fólk í þessum bæ til enn gleggri meðvitundar um hið gjörspillta hafnfirzka íhald, sem seldi sér eignir hæjarbúa og græddi 684 þús. krónur. Svo gegndarlaus er umhyggja kommúnist- anna fyrir „heiðri“ Flygenrings, að blað þeirra kallar skrif Alþýðublaðsins, sem voru blákaldar staðreyndir úr dóms- bókunum, „fals og hræsni“, og afneita kommúnistar því enn einu sinni staðreyndum, sönnuðum fyrir rétti. Það hæfir hugsanaheimi kommúnistanna. Kommúnistablaðið ber á Alþýðuflokksmenn þau helberu ósannindi, að þeir hafi staðið saman að fjármálahneykslinu í Lýsi og Mjöl með Sjálfstæðismönnum. Allir Hafnfirðingar vita, að það voru ekki Alþýðuflokksmenn, heldur Sjálfstæð- ismenn, sem seldu sér ldutabréfin. Málshöfðuninni var hins vegar beint gegn allri stjórn Lýsi og Mjöl h.f., eins og lög mæla, en í stjóm þess félags eru 3 Sjálfstæðismenn, en að- eins 2 Alþýðuflokksmenn. Alþýðuflokksmennirnir, í stjórn félagsins, sem blekktir höfðu verið með villandi upplýsingum til að samþykkja í upphafi greindar hlutabréfasölu til Flygenrings og félaga, kröfðust þess, að hlutabréfakaupin gengju til baka, er þeir vissu um hinar röngu forsendur, sem bréfin voru seld á. En íhaldsmennimir vildu ekki sleppa hlutabréfunum. Það var meirihluti Alþýðuflokksmanna í bæjarstjórn undir for- ustu Emils Jónssonar, sem ákvað málshöfðunina gegn Lýsi og Mjöl h.f., en ekki kommúnistar. Það var Alþýðuflokks- maðurinn Arni Gunnlaugsson, lidl., sem flutti málið af hálfu Hafnarfjarðarbæjar og fletti ofan af hinu siðlausa hluta- bréfabraski. Það var íhaldið, en ekki Alþýðuflokksmenn í stjórn félagsins, sem áfrýjuðu málinu til hæstaréttar. Hin lævísu lygaskrif kommúnistablaðsins um Lýsi og Mjöl- málið sanna það aðeins, sem áður hefur verið sagt hér í blaðinu, að kommúnistar þola ekki, að sannleikurinn úr dóms- bókunum um hugarfar Ingólfs Flygenrings til hagsmuna bæjarfélagsins komi fram á prenti. Ekkert sannar betur, að framboð Geirs Gunnarssonar er gert til að reyna að fleyta Flygenring á þing enn einu sinni. Svo tala þessir óheilla- og ódrengskaparmenn um „verkalýðsást“ og þykjast ílialds- andstæðingar!! Hvað er meiri hræsni? Þáttur kommúnistanna í Lýsi og Mjöl-málinu er sá einn að sýna engan áhuga, meðan rannsókn málsins stóð yfir, og gera sem allra minnst úr þessu hneykslismáli í Þjóðviljanum. Hver þarf eftir lcstur síðasta „Vegamóts“ að efast um hlutverk Geirs Gunnarssonar í þessum kosningum? Látum þennan hjálparkokk íhaldsins fá þá hirtingu, sem hann hefur til unnið fyrir allan sinn ódrengskap í þessum kosningum. Það gerum við með því að sameinast öll um Emil Jónsson. Sigur Emils er sigur hafnfirzkrar alþýðu, en ósigur íhaldsins og hjálparkokksins. SAMEINUÐ ALÞÝÐAN MYNDAR SKJALDBOR UM EMIL JÓNSSON OG SIGRAR GLÆSILEGA í ÞÁGU HAGSMUNA SINNA. Ingólíur og íþróttahúsid Allir vita, að seinasta kjörtímabil hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft á hendi leyfiveitingar fyrir öllum nýbyggingum þ. á. m. Morg- uriblaðshöllinni frægu. Hvað hefur þingmaðurinn, Ingólfur Flyg- enring, gert til þess að knýja út fjárfestingarleyfi fyrir okkar nýja, ágæta íþróttahúsi? Lóöin er fengin. ■Jt Teikningin er íyrir hendi. Peningar fást úr Félagsheimilasjóöi. 'Jc Fjárfestingarleyfiö??? Hvers vegna komst þú ekki með fjárfestingarleyfið, Ingólfur? Á sunnudaginn kemur munum við, á verðugan hátt, þakka þér fyrir dugleysið í þessu stórmáli hafnfirzkrar íþróttaæsku. íþróttamaöur. ttigui- IJmil* tryffífir fFanitid Fittkiújuversiiis. Því kjoKiim við fyFÍF liagsniBiiii allra lia\jarbúa. Osaiiuimli Yegamóót lirakin Að gefnu tilefni vottum við undirritaðar, að orðsend- ing sú, sem birtist í 11. tbl. Alþýðubl. Hafnarfjarðar frá 16. júní 1956, er skrifuð af föður okkar, Óskari Jónssyni sjálfum og afhent ritstjóra Alþýðublaðs Hafnarfjarðar til birtingar, með okkar vit- und. Hafnarfirði, 22. júní 1956. Margrét Óskarsdóttir. Anna Óskarsdóttir. KJÖRSEÐILL við alþingiskosningarnccr í Hafnaríirði 24. júní 1956. Geir Gunnarsson Frambjóðandi Alþýðubandalagsins Emil Jónsson Frambjóoandi Alþýðuflokksins Ingólfur Flygenring Frambjóðandi SjálfstæðisfIokksins Kári Arnórsson Frambjóðandi Þjóðvarnarflokks Islands A Landlisti Alþýðuflokksins B Landlisti Framsóknarflokksins IJngl fólk kýs Emil D Landlisti Sjálfstæðisflokksins Við, hafnfirzkar konur, urðum ekki lítið undrandi, þegar við lásum grein frú Rósu Stefáns- dóttur í Vegamótum. Rósa segist hafa dvalið hér að- eins 2 ár. Það hlaut að vera! — Hefði hiin dvalið liér lengur hefði hún aldrei látið þann barnaskap frá sér fara, að Geir Gunnarsson leysti þarfir hús- næðisleysingjanna hér í bæ bet- ur en gert hefur verið af fidltrú- um Alþýðuflokksins. Það skyldi enginn halda, að kommar fái unga fólkið með sér. Við, sem hér erum fædd og uppalin, vitund ofur vel, að það er verk Alþýðuflokksins og full- trúa hans, sem hefur gert Hafn- arfjarðarbæ það sem hann er og hefur orðið m. a. til þess, að frú Rósa vildi heldur búa hér en annars staðar. Þetta veit hafnfirzk æska og hún gleymir því ábyggilega ekki á sunnudaginn og kýs Emil Jóns- son. Með sáttanefndastörfum sín- um hefur Emil sýnt hug sinn til sjómanna og verkamanna, hvað svo sem ósannindum kommún- istanna líður. Sigur Emils er sigur æskunn- ar. Við skulum standa vel saman þá verður sigur Emils stór og glæsilegur. Ung Alþýðuflokkskona. F Landlisti Þjóðvarnarflokks íslands G Landlisti Alþýðubandalagsins Þannig lítur kjörseðillinn út eftir að Emil Jónsson, frambjóðandi Alþýðuflokksins hefur verið kosinn. Athugið sérstaklega, að nafn Emils Jónssonar er NÆST EFST á seðlinum, en ekki efst eins og áður. Kosningaskrifstofa Alþýðuflokksins og Framsóknarilokksins er í AlÞýðuhúsinu. Bílasímar: 9499 og 9285 Skrifstofusími . . . 9985 Kjörskrársími . . . 9734 Upplýsingasími . . 9685 Skrifstofan verður opnuð kjördaginn kl. 8 f. h. Starfsfólk er vinsamlegast beðið að mæta þá. Mætum öll og vinnum að glæsilegum sigri Emils Jóns- sonar. KOSNINGANEFNDIN.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.