Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 07.07.1956, Blaðsíða 1

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 07.07.1956, Blaðsíða 1
Hafnfirðingar! Stuðlið að útbreiðslu Álþýðublaðsins. ALÞÝÐUBLAD Grein um útsvör- in eru a 4. síðu. IHI/^IF^/^lffilFJJAJRHD)/2\IRt XV. ARGANGUR HAFNARFIRÐI, 7. JULI 1956 14. TÖLUBLAÐ Emil Jónsson kosinn þingmaður Hafnfirðinga með yfirburðum Þingmenn Alþýðuíl. llmbótaflokkarnir unnu glæsilegan kosninga- sigur iilan Reykjavíkur. Unnu 5 nv kjördæmi. Álþýðuflokkurinn vann Hafnarfjörð, Ákureyri og Siglufjörð. - Framsóknarflokkurinn vann Seyðisfjörð og Barðastrandarsýslu. Umbótaflokkarnir unnu glæsi- legan kosningasigur utan Rvík- ur. Unnu 5 ný kjördæmi. Alþýðu- flokkurinn vann Hafnarfjörð, Akureyri og Sighifjörð. Fram- sóknarflokkurinn vann Seyðis- fjörð og Barðastrandarsýslu. Alþýðuflokkurinn hefur nú 4 kjördæma kosna þingmenn: Har- ald Guðmundsson, Reykjavík, Emil Jónsson, Hafnarfirði, Frið- jón Skarphéðinsson, Akureyri, Aka Jakobsson, Siglufirði. Auk þess fær hann 4 uppbótarþing- menn: Gylfa Þ. Gíslason frambjóð- anda í Reykjavík. Guðmund I Guðmundsson frambjóðanda í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Benedikt Gröndal frambjóð- anda í Borgarfjarðarsýslu, og Pétur Pétursson frambjóðanda í Snæfellsness- og Hnappadals- sýslu. Alþýðuflokkurinn hefur nú 8 þingmenn í stað 6 áður eða rétt- ara sagt í staðinn fyrir 5 áður, eftir að Hannibal Valdimarsson hljóp úr flokknum. Framsóknarflokkurinu fékk nú 17 þingmenn kjörna, en hafði áður 16. Vann Seyðisfjörð og Barðastrandarsýsla^, eii tapaði hins vegar 2. þingsætinu í Suð- ur-Múlasýslu. Bandalag umbótaflokkanna hefur þannig nú 25 þingsæti. Alþýðubandalagið fékk 3 þingmenn kjördæmakosna og auk þeirra 5 uppbótar þingmenn, eða samtals 8. Sósíalistaflokkur- inn hafði áður 7, en sé Hannibal talinn með er þingmannatalan óbreytt. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 17 kjördæmakosna og 2 uppbótar þingmenn, samtals 19, en hafði áður 21 kjördæmakosinn. Sjálf- stæðisflokkurinn tapaði 5 kjör- dæmum: Hafnarfirði, Akureyri, Siglufirði, Seyðisfirði og Barða- stradarsýslu, en vann 1 þingsæti í Reykjavík. Niðurstaða kosninganna er því þessi: Alþýðuflokkurinn 8 þingm. Framsóknarfl. 17 — Alþýðubandalagið 8 — Sjálfstæðisflokkurinn 19 — (Framhald á bls. 3) m Pétur Pétursson Friðjón Skarphéðinsson Guðmundur í. Guðmundsson Benedikt Gröndal Gylfi Þ. Gíslason 1

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.