Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 02.09.1993, Blaðsíða 1

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 02.09.1993, Blaðsíða 1
Málgagn jafnaðarmanna 8. tbl. 51.árg. 2. sept. 1993 Alfabyggð í Hafnarfiröi kortlögö Ég lék mér eflaust við álfana sem barn - segir Páll Pálsson, formaður ferðamálanefndar sem er fæddur og uppalinn í fjörlegri álfabyggð við Mánastíginn „Álfakortið hefur vakið geysi- mikla athygli og áhuga manna og þar með á huliðsheimum okkar hér í Hafnarfirði", sagði Páll Pálsson, formaður ferða- málanefndar, í samtali við Al- þýðublað Hafnarfjarðar. „Hingað flykkist fólk frá Reykjavík og nágrannabyggðunum til að skoða álfabyggðina í bænum en það hefur verið uppselt í allar skoðanaferðirnar hingað til." Það er óhætt að segja að nýst- árlegar aðferðir og frumlegar hug- myndir ferðamálanefndar hér í bæ hafa vakið gífurlega athygli fjöl- miðla og fólks um allt land. Hafnarfjörður hefur vaxið mjög sem ferðamannabær hin síðari ar og er enn í mikilli sókn á því sviði. Vinir Hafnarfjarðar, Gaflarínn og nýtt huliðsheimakort er til marks um það lifandi kynningarstarf sem unnið er á vegum ferðamálanefndar bæjarins. Páll Pálsson, formaður nei'nd- arinnar, segir að farnar hafi verið álfaskoðunarferði hvern fimmludag undanfarið undir leiðsögn Erlu Stefánsdóttur og hafi færri komist þar að en vildu. Hún sé ein um leiðsögn enda ekki á hvers manns færi að sjá hulda vætti. Því tak- markist þátttakendafjöldi hverju sinni við rútustærð og vissara sé að panta tíma fyrirfram hjá upplýs- ingaskrifstofu ferðamála í Hafnar- firði, sem sé í Riddaranum gegnt byggðasafninu. En raska þessar ferðir ró álfa, hludufólks og annara vætta? „Það er lítil hætta á því enda eru svona ferðir til þess fallnar að auka skilning og virÖingu fólks fyrir nállúrunni í kringum sig," segir Páll. „Reyndar segir Erla að álfarnir séu bara ánægðir með þessa athygli sem við dauðlegir mennirnir sýnum þeim." Við kostlagningu Erlu álfabyggð- ar í Hafnarfirði kemur í Ijós að Páll sjálfur er fæddur og alinn upp í einni mestu álfabyggð bæjarins við Mánastíginn. „Ég hef sjálfsagt leikið mér við álfana sem barn", segir Páll, „enda fullyrðir Erla að svo hafi verið. Áll'arnir hérna fyrir utan hjá mér eru glaðlyndir og góðir og eflaust bý ég enn að góðum samskiptum við þá. Alla vega trúi ég því, að þeir standi með mér og séu mér hjálpsamir í lífsins ólgu sjó". Þá segir Páll að enn séu ekki allar álfabyggðir í Hafnarfirði komnar a kort. Að lokum vildi P;íll benda á að skoðunarl'erðirnar um álfabyggðir Hafnarfjarðar l'æru frá Riddaranum PállPálsson ásaml syni sínum l'áli Arnari á fimmtudögum og hægt væri að Ferðin kostar 350 kr. fyrir full- panta þær í síma; 650661 hjá orðnaog 100 kr. fyrir börn. upplýsingaþjónustu ferðamála. Heilsdagsskóli í Hafnarfirði Núna í vetur verður í fyrsta skipti boðið upp á heildagsskóla í grunnskólum Hafnafjarðar. IVleð honum verður nemendum í 1. til 4. bekk boðið upp á að vera allan daginn í skólanum ef þess er óskað. Öflugt átak í skólamáluni umliðina ára gerir það kleift að bjóða upp á þessa auknu þjónustu sem bærinn stendur fyrir. Tekið hefur verið í notkun nýtt skólahúsnæði á hverju ári frá því að Alþýðuflokkurinn tók l'orystuna í bæjarmálum í Hafnarfirði. Núna þess vikuna er verið að taka nýja áfanga í Setbergsskóla í notkun með pompi og pragt. Alþýðuflokkurinn hefur lagt áherslu á að vel sé búið að æsku þessa bæjar og þar skipta skólarnir ekki litlu máli. A það jafnt við um hina ytri umgjörð og hið innra starf skólanna. Skólarnir eru nú að hefjast en Alþýðublað Hafnarfjarðar er eink- um helgað skólamálum að þessu sinni. I því er að finna margvfsleg- an fróðleik um skólamál í Hafnar- firði, heilsdagsskólann, nýjungar í skólastarfi og uppbyggingu liðina ára. Setbergskóli stækkar í þessari viku verður síðari áfangi Setbergsskóla tekinn í notkun Lengri vistun leikskólabarna Sá tími sem börum er almennt boðið upp á að vcra á lcikskólum bæjarins hefur verið að lengjast. I>annig hafa börn átt þess kost að vera samfellt í sex tíma á þeim leikskólum sem til þcss hafa aðstöðu. Þegar hafa fjórir leik- skólar boðið upp á þessa þjónustu, Amarberg. Garðavellir, Hlíðarberg og nú síðast Hvammur. Nú geta því börn á þessum leikskólum ver- ið samfellt í vistun frá klukkan 8 á morgnana til klukkan tvö á daginn. Foreldrar þurfa að greiða aukalega fyrir þann tíma sem börn þeirra eru í leikskólanum umfram fjóra tímana. Blaðsíða 5 Heilsdagsskólinn: Viðtal við Gísla Agúst Gunnlaugsson, formann skólanefndar Hafnarfjarðar Blaðsíða 2 Sameining við Garðabæ kosningmál s j álf stæðismanna Blaðsíða 3 Harf narf j örður, bærinn minn Kennslubók fyrir grunskólanemendur Blaðsíða 4 Öflug uPPbYggin8 skólamála í Hafnarfirði Blaðsíða 6 Keilir á toppnum íslandsmeistarar í sveitakeppni í Golfi Blaðsíða 3 Sundurlyndi sjálfstæðismanna og óeining í minnihluta bæjarstjórnar Þorgils Óttar vill velta Jóa Begg

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.