Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 02.09.1993, Blaðsíða 2

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 02.09.1993, Blaðsíða 2
2 Alþýðublað Hafnarfjarðar Alþýðublað Hafnarfjarðar Strandgötu 32, 220 Hafnarfirði Útgefandi: Alþýðuflokkurinn í Hafnarfirði Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Tryggvi Harðarson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing; símar 50499 og 54312 Prentun: Steinmark Mikil gróska í skólamálum Það er óhætt að segja að það sé mikil gróska í skóla- málum okkar Hafnfirðinga. Mikið hefur verið byggt af nýju skólahúsnæði hin síðari ár hér í Hafnarfirði eins og allir hafa orðið varir við. Aukið skólahúsnæði hefur lagt grunninn að bættu skólastarfi og verið forsenda margra þeirra hluta sem eru og hafa verið að gerast í skólalífi Hafnfirðinga. Nú verður tekin upp sú nýbreytni að bjóða nemendum upp á heilsdagsskóla gegn rnjög vægu gjaldi. Auk þess tryggir bærinn að allir nemendur grunnskólans geti verið hálfan daginn í skólanum foreldrum að kostnaðarlausu. Þessa daganna er verið að taka í notkun nýjan áfanga í Setbergsskóla. Frá því að Alþýðuflokkurinn tók við stjórn mála í Hafnarfirði árið 1986 má segja að nýir skólar, áfangar eða viðbætur við þá, hafi verið teknir í notkun á hverju ári. Þannig hefur orðið rýmra um allt skólastarf í Hafnarfirði og nýir möguleikar opnast. Fyrst var boðið upp á gæslu yngstu nemendanna þannig að þeir gætu verið samfellt hálfan daginn í skólanum en nú er hægt að bjóða þeim upp á að vera allan daginn. Þar með er komin lausn fyrir lyklabörninn svokölluðu sem þurftu að sjá um sig sjálf meira og minna allan daginn utan hefðbundis skólatíma. Það er gamall draumur margra foreldra að komið verði á hér samfelldum heilsdagsskóla. Þrátt fyrir viðleitni ríkisvaldsins til að lengja skóladag barna hefur minna orðið úr en efni stóðu til. Nú hillir hins vegar undir að grunnskólinn fari alfarið yfir til sveitarfélaganna og binda margir miklar vonir við það. Hér í Hafnarfirði hafa bæjaryfirvöld sýnt þessu máli mikinn skilning og bjóða nú upp á langtum meiri þjónustu en ríkið telur sér vera fært. Það er gert með því að bjóða foreldrum upp á heils-dagsskóla fyrir börn sín á aldrinum 6-9 ára gegn mjög hóflegu gjaldi og er að bjóða upp á meiri og betri þjón-ustu fyrir minna verð en gengur og gerist hjá öðrum sveitarfélögum. Það hefur vart farið fram hjá bæjarbúum að Hafnarfjörður hefur verið mjög í sviðsljósinu á mörgum sviðum hin síðari ár. Bærinn hefur haft frumkvæði að mörgum málum og oft farið nýstárlegar leiðir sem vakið hafa athygli. Reyndar hefur bærinn verið brautryðjandi á mörgum sviðum. Nú er t.d. að koma út kennslubók fyrir grunnskólanemendur um sögu Hafnarfjarðar og ríður Hafnarfjörður þar á vaðið eins og svo oft áður. Attahagafræðinni hefur alls ekki verið gefinn nægur gaumur í skólakerfinu en við Hafnfirðingar viljum kynnast sögu bæjarins okkar og að börnin okkar íai fræðslu um líf og störf fólks í Hafnarfirði fyrr og nú. Alþýðuflokkurinn hefur farið með forystu mála í Hafnarfirði samfellt frá árinu 1986 en á því tímabili hafa oröið stórstígar framfarir og miklar breytingar á flestum sviðum. Skólamálin eru þar ekki undanskilin. Þessi mál verða því best kominn undir áfarmhaldandi stjórn jafnaðarmanna hér í Hafnarfirði. Sjálfstæðismenn loksins fundið sitt kosningamal Vilja samein- ast Garðabæ Renna vonaraugum til íhaldsatkvæða frá nágrannabyggðunum Sjálfstæðisflokkurinn virðist loksins hafa fundið mál til að setja á oddinn fyrir bæjarstjórnarkosn- ingarnar sem fram fara næsta vor. Eins og fram kom í málgagni þeirra, Hamri, vilja þeir sameinast Garðabæ og Itcssastaðahreppi. I’ar með hefur Sjálfstæðisflokkurinn loksins fundið sér inál til að skapa sér sérstöðu á vettvangi hafnflrskra stjórnmála. Sjáifstæðisflokkurinn í Hafnarfirði hefur siglt lygnan sjó það sem af er þessu kjörtímabili bæjarstjórnar í skjóli meirihluta Alþýðuflokksins. Hann hefur samþykkt næstum allt sem frá Alþýðuflokknum hefur komið, þó með semingi stundum. Af þessu hafa ýmsir framámenn Sjálf- stæðisflokksins hér í bæ hafl ærnar áhyggjur og talið nauðsynlegt að llokkurinn skapað sér sérstöðu í einhverju máli. Nú er það l'undið; sameinast Garðabæ og ef til vill Bessastaðahreppi. I uppslætli Hamars, málgagni Klúbbastarf æskulýösráö í skólum Fjölbreytt framboö tómstundagamans - er þaö sem viö leggjum áherslu á, segir Árni Guömundsson æskulýðsfulltrúi Æskulýðsráð og skólarnir eiga gott samstarf á sriði œsku- lýðs- og tómstundamála. vaxið, segir Árni, og meðal vinsælla verkefna séu útvarpsklúbbar sem sjá um og flytja dag- skráþætti í Utvarp Hafnárfjörður. ,,Þá heillar fatasaumur marga, þolfimi, er vinsæl svo og íþrótt- aklúbburinn, þar sem farið er í ýmsar óhefðbundnar íþróttir svo sem innibandý og pílukast. Eins má nefna myndbanda- gcrð. snyrtingu, gönguklúbb, tölvu- klúbb, fjallaklifur, badminton, hlut- verkalciki (play role) og svo mætti lcngi telja”, scgir Árni. „Ekki er að efa að æskulýðsstarf skól- anna muni blómstra í vetur eins og verið „Grunnskólarnir og nemendafé- lög þeirra standa fyrir fjölbreyttu og góðu félagsstarfi yfir vetrar- mánuðina”, segir Árni Guðmunds- son, æskulýðs- og tómstunda- f u 111 r ú i H a f n a r fj a r ð a r b æ j a r. Starfið fer að mestu fram að þeirra frumkvæði í samráði við umsjón- arkennara félagsstarfs í viðkom- andi skóla. Árni segir það einkennandi fyrir bæinn okkar hve kröftugt og grósku- mikiö æskulýðsstarf hefur verið undanfarin ár í skólunum. Það sé sífellt að aukast enda sé brýnt að geta boðið upp á æskulýðs- og tómstunda- starf sem hæfi hverjum og einum. „Æskulýðs og tómstundarráð Hafnarfjarðar, ÆTH. hefur jafnframt um margra ára skeið séð um klúbba- starf í grunnskólunum,” segir Árni. „Starfið er ætlað elstu ágöngunum, þ.e. 8,-10. bekk. I hverjum skóla starfar svokallaður tengill sem sér um klúbbastarfið fyrir liönd ÆTH. Klúbbarnir eru margvíslegir og viðfangsefnin mörg. Starfsemin er yfirleitt einu sinni í viku um tveggja mánaða skeið á hvorri önn fyrir sig.” Sígild viðfangsefni eru greinar eins og borðtennis, Ijósmyndun og leiklist. Með árunum liefur fjölbreytileikinn hefur. Það byggist á góðri samvinnu skólanna og bæjarins og síðast en ekki síst nemendunum sjálfum. Heilbrigt tómstundalíf er það sem við viljum fyrir jafnt unga sem aldna og leggjum því áherslu á fjölbreytt úrval tómstundagamans”, sagði Árni Guðmundsson að lokum. Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði, á forsíðu um þetta nýja baráttumál kemur glöggt í Ijós hvað býr að baki þessum skyndilega áhuga á því að sameinast Garðabæ. Sjálfstæðismenn telja vonlaust að komast aftur til valda í Háfnarfirði nema með tilstyrk íhaldsins í Garðabæ. Virðast þeir í barnslegri einfeldni telja sér trú um að atkvæði sem greidd hafa verið Sjálfstæðisflokknum í Garðabæ myndu skila sér í samciginlegu sveitarfélági Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Reyndar er framsetning á þessu nýja baráttumáli Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði nokkuð kostuleg. Þar er ráðist á bæjarfulltrúa Alþýðuflokks- ins, þá Guðmund Árna og Árna Hjörleifsson, fyrir að hafa sýnt ná- grönnum sínum lítilsvirðingu í þessu „brýna hagsmunamáli” íhaldsins í Hafnarfirði. Þcir hafa greinlega ekki hugsað út í það að þeirn sjálfstæð- ismönnum í Garðabæ hefur eflaust hrosið hugur við því að sameinast kratabænum Hafnarfirði. Það liggur alveg ljóst fyrir að jafnaðarmenn hefðu orðið leiðandi afl í nýju sameinuðu sveitarfélag þessara tveggja nágrannabæja. Sameining sveitarfélaga hefur það megin markmið að tryggja lág- marksstærð sveitarfélaga þannig að þau verði í stakk búin að takast á við margvísleg verkefni sem rfkisvaldið hefur sinnt með mjög umdeildum árangri og ráðdeild. Reyndar uppfylla þessi umræddu þrjú sveitarfélög öll viömiðunarmörk um lágmarksíbúatölu og vel það. Hafnarfjörður er orðinn þriðja stærsta sveitarfélag landsins og að mörgu leyti mjög heppileg stjórnsýslu- eining. Sameining við önnur sveit- arfélög, hvort heldur cr í norður eða suður, er vel hugsanlegur mögulciki en út frá stærð Hafnarfjarðar og íbúa- fjölda er ekkert sem kallar á slíkt. Flótti sjálfstæðismanna í Hafnarfirði frá málefnum bæjarins og íbúa hans sýnir öðru fremur hvernig þeir meta stöðu sína fyrir komandi kosningar. Þeir vilja snúa umræðunni frá þcirri grósku og uppbyggingu sem átt hefur sér stað í Hafnarfirði yfir í ímyndaða eða raunverulega möguleika á sameiningu við önnur sveitarfélög. En eins og í öðru hefur lítið farið fyrir þessu nýja baráttumáli Sjálf- stæðisflokksins í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. FASTEIGNASALA STRANDGÖTU 33 - SÍMI 652790 Ingvar Guömunds. lögg. fasteignas. Hs. 50992 Jónas Hólmgeirsson sölum. Hs: 641152

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.