Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 02.09.1993, Blaðsíða 5

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 02.09.1993, Blaðsíða 5
Alþýðublað Hafnarfjarðar 5 Heilsdagsskóli í Hafnarfirði Leggur grunn að vel- farnaði barna okkar Viðtal við Gísla Ágúst Gunnlaugsson, formann skólanefndar Gísli Agúst ásamt Helgu Friðfinnsdóttur skólastjóra og Magnúsi Baldurssyni skólafulltrúa fyrirframan nýjasta skóia bæjarins, H valeyrarskóla Kins og fram hefur koniið verður boðið upp á heilsdagsskóla í fjórum fyrstu bekkjum grunnskólanna í Hafnarfirði í vetur. Til að forvitn-ast nánar um þessa nýbreytni í skólastarfi hér í bæ, fengum við (íísla Agúst Gunnlaugsson, for-mann skóianefndar og sagn-fræðing, í stutt viðtal. Við byrjuðum á því að inna Gísla eftir því hvernig undirbúningurinn hefði gengið. Undirbúningurinn hefur gengið prýðilega og undirtektir foreldra voru mjög góðar þegar liugur þeirra til heilsdagsskóla var kannaður í vor. Það hefur gengið vel að ráða fólk í skólana til að mæta þessari auknu þjónustu sem bærinn er að bjóða upp á. Það er allt fólk með uppeldis- menntun, kennarapróf eða annað en það ætti að tryggja faglega umsjón með börnunum utan hins hefðbundna skólatíma. Það á hins vegar eftir að koma endanlega í ijós hversu margir þeir verða sem nýta sér þessa nýju þjón- ustu í skólunum og þá í hversu ríkum mæli. - Hvað er það sem veriö er að hjóöa upp á? Nemendum 1. til 4. bekkjar grunn- skólanna gefst með þessu kostur á að vera í skólanum samfellt frá kl. 7:45 á morgnana til 17:15. Þá geta þeir, eða foreldrar þeirra, valið sér styttri tíma í skólanum, allt eftir þörfum hvers og eins. Þann tíma sem nent- endur verða ekki í hinni hefðbundnu kennslu verður ýmislegt í boði fyrir þá, þeim hjálpað með heimanám auk þess sem þeir verða látnir fást við ýmis uppbyggjandi viðfangsefni sem miða að því að auka þroska þeirra og vellíðan. Þá verður þess gætt að þau börn sem kunna að dvelja langan tíma í skólanum fái eðlilega hvíld frá nárríi, leik og starfí. Komið til móts við mismunadi þarfir Það mun koma í hlut foreldranna að ákveða Itversu lengi þau vilja hafa börn sín í skólanum en þau geta valið um að hafa þau einn, tvo eða fleiri tíma fram yfir hinn hefðbundna skólatíma. Með þessu er veriö að koma til móts við mismunandi þarfir barnanna og foreldra þeirra. - Hvað mun þetta kosta, bæði fyrir foreldra og bæjarfélagið? Kostnaður fyrir foreldra er 100 krónur á tímann umfram hinn hefðbundna skóladag. Það þýðir 500 krónur á viku sé barnið aukalega einn tíma í skólanum á dag, 1.000 krónur sé það tvo tíma auklega og svo framvegis. Aldrei þarf þó að greiða meira en 6.000 krónur fyrir eitt barn á ntánuði. Séu fleiri en eitt barn frá sömu fjölskyldu sem nýta sér þessa þjónutu borga foreldrar hálft gjald fyrir þau börn sem eru umfram eitt. Eflaust verða margir til að nýta sér þessa þjónustu. Bærinn bætir upp skerta stundatöflu Það er rétt að taka það sérstaklega fram að bærinn tryggir öllum nem- endum á þessum aldri lágmarks- skólavist hálfan daginn. Þ.e. annað hvort frá kl. 8 til hádegis eða frá 13:00 til rúmlega fimm. Mun bærinn greiða það sem upp á vantar því enn hefur ríkið Irestað gildistöku laga sem gera ráð fyrir lengri stundaskrá þessara nemenda. Þannig geta börnin verið hálfan daginn í skólanum foreldrum að kostnaðarlausu þó siundatafla þeirra sé styttri. Foreldrar þurfa aðeins að greiða fyrir þá tíma sem börnin eru umfram hálfan daginn í skólanum. Það er þjónusta sem t.d. Reykjavík og fleiri sveitar- félög hafa látið foreldra greiða fyrir. Alls er áætlaö að þessi viðbót og heilsdagsskólinn kosti bæjarfélagið rúmlega 10 milljónir króna. Loksins lausn fyrir lyklabörnin Er mikil þörf fyrir heilsdagsskóla? Já, því ég held að meginn vandi foreldra barna á þessum aldri sé umönnum þeirra utan hins hel'ð- bundna skólatíma sem hefur verið nokkuð stuttur. Það hefur almennt ekki verið boðið upp á neina gælsu- möguleika fyrir börn á aldrinum 6 til 10 ára. Því hafa of mörg börn á þessum aldri verið meira og minna eftirlitslaus hluta dags og sjálfala, stundum kölluð lyklabörn. Þá verða foreldrar oft að vera á þeytingi með börn sín út og suöur til að koma þeim í pössum hjá vinum og/eða ættingjum meðan þeir eru að vinna. Það er ljóst að ríki og sveitarfélög hafa ekki komið nægilega til móts við þarl'ir fjölskyldunar í þessum efnum en nú viljunt við bæta þar úr. Það er orðið rnjög algengt að báðir foreldrar vinni úti allan daginn enda veitir ekki af til endar nái saman. Hvernig hafa skólarnir og stjórnendur þeirra tekið þessum breytingum? Heildsdagsskólinn hefur að sjálf- sögðu aukiö mikið vinnu skólastjórn- enda. Skólastjórar og aðrir hafa hins vegar tekið þessari nýjung mjög vel. Annars hefði þetta aldrei getað gengið upp þvt heilsdagsskólinn hefur kallað á mikið og óeigingjarnt starl'. Eg tel hins vegar að þetta sýni glöggt þann metnað og þann vilja sent bæði skóla-stjórnendur og bæjaryfirvöld hafa til að búa æsku |iessa bæjar sem best skilyröi til að læra og þroskast. Eg tel að heilsdagsskólinn sé eitt brýnasta hagsmunamál Hafnfirðinga og hann eigi eftir að etlasi eftir að sveitarfélögin taka við honum. Alltént höfum við Hafnfitðingar sýnt að viljann til að byggja hér upp góða skóla og leggja þannig grunn að velfarnaði barna okkar í framtíðinni. Það þótti tíóindiun sœta þegar Hvaleyrarskóli var tekinn í notkun að hann var tilbúinn um þaB leyti scm fyrstu íbúarnir voru aS flytja í nýtt hverfi á H valeyrarholtinu NEWCA5TLE - NEWCA5TLE VERSLUNARBORG MENNINGARBORG SLÁÐU TIL OG KOMDU TIL NEWCASTLE FYRSTA FLOKKS GISTING Á COUNTY EÐA CREST HÓTELINU 25.300* 3ja nátta ferð 129.900* 4ra nátta ferði 37.900* 7 nátta ferð FERÐASKRIFSTOFAN *Bókað og greitt fyrir 10. september. Irmifalið: Fiug, gisting, flugvallagjöld, flug til og frá flugvelli. SÍMI652266

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.