Alþýðublað Hafnarfjarðar


Alþýðublað Hafnarfjarðar - 02.09.1993, Blaðsíða 6

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 02.09.1993, Blaðsíða 6
6 Alþýðublað Hafnarfjarðar íslandsmeistarar í golfi Islandsmeistarar karla i sveitakeppni (ioll'sambands Islands, frá vinstri: Lol'tur Eyjólfsson, Björgvin Sigurbergson, Björn Knútsson sem hampar íslands- bikarnum, Sveinn Sigurbergsson og Úlfar Jónsson. Frá grunnskólum Hafnarfjaröar Skólabyrjun Föstudaginn 3. september mæti nemendur sem hér segir: kl. 09:00 7. og 10. bekkir (fœdd '81 og 78) kl. 10:00 5. og 9. bekkir (fœdd '83 og 79) kl. 11:00 6. og 8. bekkir (fœdd '82 og '80) kl. 13:00 l.og 4. bekkir (fœdd '87 og '84) kl. 14:00 2. og 3. bekkir (fœdd '86 og '85) Þeir sem ekki mæta á ofangreindum tímum geri skrifstofu viðkomandi skóla grein fyrir fjarveru sinni. Skólafulltrúinn í Hafnarfirði HAFNFIRÐINGAR ATHUGIÐ! Nú stendur yfir innheimtuátak vegna vangreiddra bifreiðagjalda og er lögreglan þegar farinn aö taka númeraplötur af bifreiðum. Vinsamlegast gerið skil hið allra fyrsta svo komast megi hjá óþægilegum innheimtuaðgerðum og kostnaði. Sýslumaðurinn í Hafnarfirði Strandgötu 31 -Sími: 652400 ORLOFSHUS I HAUST OG VETUR Félagsmenn, nú er rétti tíminn til að panta orlofshús í haust og vetur. Pantanir verða afgreiddar um leið og þær berast. VERSLUNARMANNAFÉLAG HAFNARFJARÐAR Lækjargötu 34 D - Sími 65 11 50 Keilir Golfklúbburinn Keilir sýndi og sannaði einu sinni cnn að hann cr besti golf’klúbbur landsins. Karla- liðið vann með yfirburðum sveita- kcppni Golfsambands Islands, A- svcit Kcilis-kvcnna varð í öðru sæti í kvennaflokki og B-sveitin í því þriðja. Segja má að karlasveit Keilis hafi rúllað andstæðingunum upp. Hún lék samtals á 830 höggum eða tuttugu og tveimur færri höggurn en B-sveit GR sem lenti í öðru sæti á undan A-sveit GR. Keiliskonur urðu hins vegar að láta sér nægja 2. og 3. sætið í kvenna- keppninni. GR-konur unnu á 603 höggum, A-sveit Keilis varð í öðru sæti á 623 höggum og B-sveil Keilis lék á 668 höggum. Úlfar Jónsson lék mjög vel í keppninni, samtals á 269 höggum eða þremur höggum undir pari vallarins en þetta var hans síðast keppni fyrir Keili þar sem hann er í þann mund að gerast atvinnumaður í Golfi. Þá náði Úlfar þeim frábæra árangri að verða í 9. sæti á Evrópumeistaramóti áhugamanna í golfi á dögunum en það var hans síðasta keppni sem áhugamanns. Hafnfirðingar geta verið stoltir af golfmönnum sínum, sent hampa nú íslandmeistaratitlinúm í karlaflokki og náðu öðru og þriðja sæti í kvenna- flokki. Við óskum því Goin<Iúbbnum Keili til hamingju með árangurinn. á toppnum A-sveil Keilis í kvennaflokki lenti í ööru sœti. Frá vinstri: Hálfdán Karlsson, formaður Keilis, Guðbrandur Sigurbergson liðsstjóri, Anna Jórdts Sigurbergdóttir,, Óliif María Jónsdóttir, Þórdís Geirsdóttir og Hannes Guðmundsson forseti GSÍ. B-sveit Keilis í kvennaflokki lenti í þriðja sceti. Frá vinstri: llálfdán Karlsson form. Keilis, Helga Gunnarsdóttir, Guðbjörg Sigurðardóttir, Guðbjartur Þormóðsson liðstjóri, Kristín Pálsdóttir og Hannes Guðmundsson forseti GSÍ. Fimleikafélagið Björk Innritun fyrir næsta starfsár verður í Bjarkarsal 2. og 3. september n.k. milli kl. 17:00 og 19:00 og laugardaginn 4. september frá kl. 10:00 til 12:00 í síma: 652311. bæði fyrir byr jendur og þá sem eru lengra komnir. Innritun fer einnig fram í síma: 54707 (Björk) fyrir hádegi. Aldurslágmark er 5 ára. Boðið verður upp á áhaldafimleika, almenna fimleika, danshópa og sérhópa fyrir drengi. Einnig er í boði námskeið fyrir leikskólabörn á aldrinum 3-5 ára, einn tími í hverri viku. Laugardaginn 4. september verður í boði prufutími fyrir byrjendur sem vilja kynna sér fimleika; frá 10:00 til 11:00 fyrir 6-8 ára börn og 9:00 til 10:00 fyrir eldri. Hringið og leitið upplýsinga Skrifstofa Alþýðuflokksins í Hafnarfirði Fyrst um sinn verður skrifstofa Alþýðuflokksins í Hafnarfirði, að Strandgötu 32,opin: mánudaga og miðvikudaga frá kl: 15:00 til 18:00 Lítið við Heitt á könnunni Sími: 50499 Alþýöuflokkurinn í Hafnarfiröi

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.