Alþýðublað Hafnarfjarðar - 25.01.1978, Blaðsíða 6

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 25.01.1978, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Leitið ekki langt yfir skammt gólfteppin eru hjá okkur Reykjavíkurvegi 60, Haf narf irði. Sími 53636. Heilsugæsla Hafnarfjarðar Heilsugæsla Hafnarfjarðar, Strandgötu 8—10. Slmi: 5 37 22. Afgreiðsla opin mánudaga — föstudaga, kl. 8.30—17.00. Laugardaga er læknavarsla milli kl. 10.00—11.00. Helgidaga- og næturvarsla er I sfma 5 11 00. Samband frá skiptiborði: Heimilislæknar Sérfræðingar Bæjarhjúkrun Heilbrigðiseftirlit Meinarannsóknir Héraðsiæknir Framkvæmdastjóri Ungbarnaeftirlit bein lina simi: 5 35 77. Munið simi Heilsugæslunnar er 5 37 22. Bókin Veitingohú/ið GAPi-mn Reykjavikurvegi 68 Hafnarfirði • Simi 5 18 57 Útbúum heitan og kaldan veislumat ó bióöun^Kg aócins þaö besta Réttur dagsins - Grillréttir^ Q Smurt brauö - Samlokur_ Gleðileg jól. Þökkum viðskiptin ú úrinu sem er að Hða. wr jpp'' simi: 52001 vrkur Y BILALEIGA Ttorðurbraui 34a(nar(irði SÍMi 52001 ERIR LOKUN 50046 Fjarðarhús s.f. Nú um áramótin hóf starfsemi sina nýstofnað fyrirtæki Fjarðar- hús s.f. Eigendur fyrirtkisins eru þeir Jón Sigurðsson Blómvangi 10, Björgvin Sigurðsson Hjalla- braut 41 og Grétar Þorleifsson Arnarhrauni 13. Aðspurðir kváðu eigendur fyrirtækisins taka að sér hvers konar þjónustu á sviði húsasmiði, svo sem mótauppslátt, viðgerðir og endurbætur á eldra húsnæði og verkstæðisvinnu. Þeir bentu sérstaklega á að fyrirtækið tæki að sér að panta setja upp álklæðningar utan á hús. en sú klæðning er mjög að ryðja sér til rúms við endurnýjun járnklæðningar á eldri timbur- hús. 100 ára skólastarf i Hafnarfirði eftir ólaf Þ. Kristjánsson er til sölu i bókabúðum i bænum og kostar kr. 1.000.- Hafnarfjarðarbær. Fasteignagjöld Fyrri gjalddagi fasteignagjalda 1978 var 15. janúar s.l. Þeir gjaldendur sem ekki hafa þegar greitt fyrrihluta fasteignagjalda sinna eru hvattir til að gera skil nú þegar og forðast þannig kostnaðarsamar innheimtuað- gerðir. Innheimta Hafnarfjarðarbæjar. Alklæðning þessi er húðuð með sérstaklega sterku lakki sem inn- brennt er i álið og á ekki að þurfa að mála efnið fyrstu 10 til 15 árin a.m.k. Álklæðningin hentar einn- ig mjög vel til þess að klæða utan steinhús, sem illa eru farin vegna sprungna. Einnig er mjög hentugt að einangra hús undir þessa klæðningu til þess að auka hita- gildi þeirra. Eigendur fyrirtækisins eru allir lærðir húsasmiðir og árnar blaðið þeim alls velfarnaðar i störfum við hið nýja fyrirtæki. Fullnægja Framhald af bls. 5 mynd sem er, skili sér margfalt aftur. Til dæmis ætti að efla eftir mætti starfsemi þá, sem siglinga- klúbburinn Þytur hefur, hvort heldur er i formi beinna fram- kvæmda eða hækkunar á fram- lagi þvi, er bærinn leggur sigl- ingaklúbbnum til. Bærinn verður að halda uppi góðri þjónustu við bæjarbúa á mörgum sviðum, einkanlega á sviði dagvistunar- mála, aðstoð við aldraða og bættra strætisvagnaferða um bæ- inn. A sama hátt er til vansæmd- ar að ekki skuli séð fyrir boðleg- um almenningssalernum i bæn- um. Þeir málaflokkar sem ég hef getið hér um og margir fleiri, eins og skólamál, heilbrigðismál, mál um náttúruvernd og skipulags- mál, eru mér að sjálfsögðu ofar- lega i huga, en á hitt ber einnig að lita, aðframangreind atriði finnst mér mest aðkallandi, þó það verði alltaf matsatriði manna á milli hvor málaflokkurinn sé hin- um þýðingarmeiri. En eftir stendur að allir snerta þeir okkur á einn eða annan hátt og allir eru þeir þýðingarmiklir. Auglýsing um umferð og bifreiða*- stöður í Hafnarfirði Að fengnum tillögum bæjarstjórnar Hafnarf jarðar og samkvæmt heimild i 65. gr. umferðarlaga nr. 40/1968 eru hér sett- ar eftirfarandi reglur um umferð og bif- reiðastöður i Hafnarfirði: 1. Umferð: a. Á Garðavegi er einstefnuakstur til vesturs. b. Umferð um óseyrarbraut og Fornu- búðir nýtur forgangs fyrir umferð frá Óseyrarbryggju (biðskilda). c. Umferð um Smyrlahraun nýtur for- gangs fyrir umferð frá Álfaskeiði (bið- skylda). 2. Bifreiðastöður: Bifreiðatöður eru bannaðar við gang- stéttir eftirtalinna gatna: Hellisgötu, Móabarðs, Selvogsgötu, Smyrlahrauns neðan Arnarhrauns og Vesturbrautar. Einnig eru bifreiðastöður bannaðar við gangstéttir Suðurgötu frá Lækjargötu að norðan og Sniðgötu að sunnan, nema þar sem merkingar við gangstéttir gefa annað til kynna. Bifreiðastöður eru leyfðar við framan- taldar götur gegnt gagnstéttum þar sem aðstæður leyfa. Ákvæði auglýsingar þessarar taka gildi þegar i stað. Bæjarfógetinn í Hafnarfirði, 5. des. 1977 Einar Ingimundarson Hafnfirðingar! vanti yður: ★ Mótauppslátt ★ Gluggasmiði ★ Vélavinnuefnis ★ Áklæðningar ★ Viðgerðir ★ Glerisetningar Talið þá við Fjarðarhús s.f. Simar: 50620-52183752678 Söngfólk óskast i kór Viðistaðasóknar i Hafnarfirði strax. Uppl. i sima 50211. Úm útsvör í Hafnarfirði Útsvarsgjaldendum ber að greiða upp i útsvar 1978 fjárhæð jafnháa 70% þess út- svars, sem þeim bar að greiða árið 1977 með 5 jöfnum greiðslum er falla i gjald- daga 1. febr., 1. mars, 1. april, 1. mai og 1. júni. Er skorað á alla útsvarsgjaldendur að inna fyrirframgreiðslur sinar af hendi á réttum gjalddögum samkvæmt framan- sögðu. Dráttarvextir eru 3% fyrir hvern byrjað- an vanskilamánuð. Atvinnurekendur, hvar sem er á landinu, ber að senda bæjarskrifstofunni nöfn þeirra útsvarsgjaldenda i Hafnarfirði, sem þeir hafa í þjónustu sinni, að viðlagðri eigin ábyrgð á útsvarsgreiðslunum. Hafnarfirði, 20. janúar 1978. Bæjarstjórinn i Hafnarfirði

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.