Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.12.1978, Blaðsíða 7

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.12.1978, Blaðsíða 7
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 7 r Arnarnir farnir að þreytast á jafnréttismálunum Nefndin sem stóð fyrir könn- uninni um jafnréttismál í Hafn- arfirði og viðhorfa til þeirra hefur nú lokið þeim störfum sínum og sagt af sér með tilliti til þess. Jafnframt lagði nefndin til að ný jafnréttisnefnd yrði kosin af bæjarstjórn til að stuðla að því að jafnrétti kynjanna væri í heiðri haft í Hafnarfirði. Jafn- réttisráð ríkisins hafði borið fram sömu tilmæli. Heldur var þessurn tilmælum tekið fálega af meirihluta bæjarráðs, þeim Árna Grétari Finnssyni og Árna Gunnlaugssyni. Bæjarfulltrúar minnihluta- flokkanna lögðu til í bæjar- stjórn að kosin yrði fimm manna jafnréttisnefnd. Urðu fjörugar umræður um málið og þótti mörgurn áheyrendum sem voru á fundinum fróðlegt að fylgjast með þessum umræð- um. Þótti þeim ýmsar fárán- legar hugmyndir og skoðanir koma frant hjá sumum bæjar- fulltrúum, eins og þegar Árni Gunnlaugsson lýsti því yfir, að hann hefði kosið kvenfram- bjóðanda í siðustu prestskosn- ingum hér í bæ og gert það af „samúð“. Af því mætti ráða hug hans og afstöðu í jafn- réttismálum. Hörður Zóphaníasson benti á, að ekki sist þessi skilningur bæjarfulltrúans undirstrikaði nauðsyn þess að halda uppi fræðslu um jafnréttismál í bænum. Það væri ekki jafn- rétti að kjósa einn eða annan til einhverra starfa af samúð einni saman, heldur ætti að vega og meta hverju sinni, hver væri hæfastur og taka afstöðu sam- kvæmt því, en láta það ekki ráða afstöðu sinni hvort um- sækjandi væri karl eða kona. Tillaga kom fram um að vísa þessari tillögu um jafnréttis- nefnd til bæjarráðs, en hún var felld, þar sem Andrea Þórðar- dóttir greiddi atkvæði gegn henni ásamt bæjarfulltrúum minnihlutans. Síðan var tillagan borin upp og samþykkt með 7 atkvæðum gegn 1. Bæjarfulltrúar bæjar- stjórnarminnihlutans, Andrea og Guðmundur Guðmundsson greiddu atkvæði með tillög- unni, Árni Grétar á móti en hinir sátu hjá. Á næsta bæjarstjórnarfundi var samþykkt að fækka nefnd- armönnum í þrjá með at- kvæðastyVk þeirra meirihluta- manna og síðan að kjósa þrjá varamenn í nefndina. Nefndin er nú þannig skipuð: Árni Ágústsson, Ást- hildur Ólafsdóttir, Hulda Sig- urðardóttir. Varamenn: Reynir Eyjólfsson, Þórunn Jóhanns- dóttir og Guðmundur Kr. Aðalsteinsson. fyrir hve vel það hefði reynst, — og að hún áskildi sér allan rétt til að endurskoða afstöðu sína, ef í ljós kæmu sérstakar óskir starfsfólksins um ráðn- ingu í starfið. MÁLIÐ FYRIR BÆJAR- STJÓRN. Ráðning forstöðumanns Víðivalla kom til afgreiðslu á bæjarstjórnarfundi hinn 5. des- ember s.l. Þá fluttu allir bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins, Alþýðu- bandalagsins og Framsóknar- flokksins tillögu um að vísa málinu aftur til félagsmálaráðs til nánari athugunar, þar sem tvö bréf hefðu borist um málið frá því að félagsmálaráð hafði fjallað um það. Þessi tillaga var felld að bæjarfulltrúum íhalds og óháðra að viðhöfðu nafna- kalli. Þá lögðu þau Rannveig Traustadóttir, HörðurZóphan- íasson og Ægir Sigurgeirsson fram tillögu um að umsækj- endur yrðu ráðnir í 1/2 starf forstöðumanns hvor, en ef annar hvor þeirra óskaði eftir meira starfi, þá ætti hann kost á fóstrustarfi við dagheimilið sem því næmi. Þessari tillögu var vísað frá samkvæmt tillögu frá Árna Gunnlaugssyni með 6 atkvæðum gegn 4. Þá lét forseti bæjarstjórnar úthluta atkvæðaseðlum til að skera úr um ráðningu í starfið eða réttara sagt staðfesta hana. Hörður Zóphaníasson lýsti kjörseðla óhæfa, þar sem á þeim stæðu tvö nöfn, en bæjar- stjórn hefði nreð samþykkt frá- vísunartillögu Árna Gunn- laugssonar úrskurðað umsókn Þórelfar Jónsdóttur úr leik. Eftir nokkurt þref féllst forseti á þetta sjónarmið og lét útbúa nýja kjörseðla. Á þeim var eitt nafn, nafn Irisar Randvers- dóttur. Var hún því kjörin í starfið með 11 samhljóða at- kvæðum. VALDIÐ, ÞAÐ ER MEIRI- HLUTANS EN LÍTIÐ FER FYRIR DÝRÐINNI. Þetta er lítil en lærdómsrík saga um vinnubrögð íhaldsins og óháðra borgara hér í bæ. Óskir starfsfólks bæjarins eru að engu hafðar, gott starf í þágu bæjarins að engu metið og ekkert tækifæri gefið til þess að leita leiða til farsælla lausna með samvinnu og samráði við þá sem hlut eiga að máli. En Alþýðublað Hafnar- fjarðar óskar Iris Randvers- dóttur hamingju og farsældar í starfi. Nýr forstöðumaður ráðinn að Víðiyöllum íhaldið og óháðir höfnuðu um- sókn frá þeirri konu sem gegnt hefur starfinu frá því að dag- heimilið á Víðivöllum var opn- að þangað til í vor. Eins og mörgum bæjarbúum er kunnugt var Þórelfur Jóns- dóttir ráðin forstöðumaður dagheimilisins á Víðivöllum, þegar það tók til starfa. Þórelf- ur leysti þetta starf af höndum með einstakri prýði og átti stór- an þátt í því hve giftursamlega starf dagheimilisins tókst allt frá upphafi. Naut hún ágætra samstarfsmanna við mótun og myndun dagheimilisins og var öll samvinna hennar og starfs- fólksins með mestu ágætum. Síðastliðið sumar fór Þórelf- ur í barnsburðarleyfi og þar sem hún hafði nú ungbarn að annast ásamt stærra heimili, auk þess sem hún fann sig ekki fullfríska eftir barnsburðinn, þá sagði hún upp starfi sínu. STARFIÐ AUGLÝST. Tvívegis var starfið auglýst laust til umsóknar, án þess að nokkur sækti um starfið. Enn var starfið auglýst í þriðja sinn eftir að hafa verið metið til launa einurn launaflokki hærra en áður. Jafnframt var auglýst eftir umsækjendum í hálfa eða fulla stöðu eftir atvikum. TVÆR SÓTTU UM STARFIÐ Þá bárust tvær umsóknir. Önnur frá Iris Randversdóttur, sem sótti um hálft eða fullt starf. Hin umsóknin var frá Þórelfi Jónsdóttur fyrrverandi forstöðumanni heimilisins og sótti hún um hálfa stöðu eða meira, þó ekki fulla stöðu. Þór- elfur sóttu m.a. vegna eindreg- inna óska starfsfólksins á Víði- völlum, sem gjarnan vildi fá að njóta starfskrafta hennar áfram. FÉLAGSMÁLARÁÐ FJALLAR UM MÁLIÐ. Næst gerðist það að umsagn- irnar komu til umsagnar í fé- lagsmálaráði 23. nóvember s.l. Fulltrúar íhaldsins og óháðra í ráðinu mæltu með Iris Rand- versdóttur í starfið, en þær Erna Fríða Berg og Rannveig Traustadóttir mæltu með því að ráða Þórelfi Jónsdóttur í 1/2 starfið og Iris Randvers- dóttur í 1/2. Jafnframt bókuðu þær m.a. að þær teldu hæpið að hafna alfarið Þórelfi Jóns- dóttur vegna þeirrar reynslu sem hún hefði þegar aflað sér í starfi forstöðumanns Viðivalla. ÞÁ SKYLDI ÞÖGNIN GILDA Nokkra furðu vakti það á þessu stigi málsins, að fulltrúar óháðra og íhaldsins lögðu á það mikla áherslu, að af- greiðsla félagamálaráðs á þessu máli væri algjört trúnaðarmál sem þegja ætti vandlega yfir og fara með eins og mannsmorð, enda þótt afgreiðslan væri þegar skráð í opinbera fundargerð félagsmálaráðs. TILMÆLI FRÁ STARFS- FÓLKI Eitthvað hefur þó kvissast út frá þessum fundi, því að á bæjarráðsfundi viku seinna er lagt fram bréf frá Iris Rand- versdóttur, dagsett 28. nóvem- ber, fimm dögum eftir fundinn í félagsmálaráði, þar sem hún tekur fram, að umsókn hennar um forstöðumannsstarfið sé bundið við fullt starf. Jafnframt var á þessum sama bæjarráðsfundi lagt fram bréf frá 19 starfsmönnum á víðivöllum, þar sem mælt var með því að Þórelfur Jónsdóttir verði ráðin í 1/2 starf sem forstöðumaður heimilisins. STARFSFÓLKIÐ HAFÐI BJARGAÐ REKSTRI HEIM- ILISINS. Þess skal getið hér, að starfs- fólk Víðivalla hafði mjög lagt sig fram þetta tímabil, sem enginn umsækjandi fékkst um starfið, til þess að rekstur heim- ilisins gæti verið með sem eðli- legustum hætti. Þannig höfðu t.d. fóstrur á heimilinu skipt starfinu á milli sín til bráða- brigða, tvær í senn. FALLEG ORÐ FORMANNS FÉLAGSMÁLARÁÐS. Þá upplýstist það á bæjar- stjórnarfundinum, þar sem mál þetta var afgreitt, að Andrea Þórðardóttir bæjarfulltrúi og formaður félagsmálaráðs, hefði á fundinum í félagsmála- ráði þegar fjallað var um þessar ráðningar látið þau orð falla, að hún væri starfsfólkinu á Víðivöllum ákaflega þakklát

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.