Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.12.1978, Blaðsíða 12

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.12.1978, Blaðsíða 12
12 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Góðgœti á jólaborðið Síld í ediki. 2 síldar 2 dl edik 1 dl vatn 11/2 dlsykur I lárviðarlauf 1 tsk allrahanda 2 piparkorn 1—2 laukar Síldin afvötnuð og þerruð. Sykurinn hrœrður í vatninu og edikinu, þegar hann er bráðinn er kryddið sett í. Síldarflökin lögð heil og þerruð í löginn. Biði minnst 6 tíma á köldum stað. Síld í rauðvínslegi. 2 síldar 1/2 dlpúðursykur 2 msk volgt vatn 3/4 dledik 1 msk olía 2 msk rauðvín 2 msk tómatkraftur 1 msk saxaður laukur Síldin hreinsuð, flökuð, afvötnuð og þerruð. Púðursykurinn leystur upp í volgu vatninu, öllu blandað í, hellt yfir síldarflökin. Látið bíða í 2 sólarhringa. Síld í tómat. 1 bolli tómatsósa 1 bolli edik 1 boili sykur 8 negulnaglar 8 piparkorn 4 lárviðarlauf 2 laukar 8 síldarflök Soðið í 10 mín, kœlt og hellt yfir síldar- flökin. Síldarsalat með karrý. 3—4 síldarflök 2 harðsoðin egg 1 stór laukur 2 súr epli 1 paprika steinselja eða dill Allt skorið smátt og látið í lögum í faltega skál, sósunni hellt yfir, skreytt með steinselju, papriku og eggjabitum. Borið fram með rúgbrauðssamlokum. 150 g olíusósa (majones) 2 tsk karrý 3 msk rjómi salt, pipar sítrónusafi sinnep Sósan, öllu blandað saman. Skánskt síldarsalat. 2 síldarflök 2—300 g soðið eða steikt kjöt 150 g soðnar kartöflur 100 gsýrðarrauðrófur 100 g sultaðar agúrkur eða pikles 1—2 saxaðir laukar 150 g olíusósa og/eða sýrður rjómi. Skerið síld, kjöt, kartöflur og rauð- rófur í smáa bita. Blandið því ásamt söxuðum lauk og gúrkum (pikles) saman við olíusósuna og/eða sýrðan rjóma. Kryddið með sinnepi salti og pipar. Berið fram vel kalt. Kínverskur kjötréttur 2 laukar 50 g smjörlíki 400—500 g kálfa- svina- eða kindakjöt 1 tsk salt 4 dl vatn sósulitur 30—40g hveiti 1/2 dlrúsínur 2 epli 15 möndlur karrý, paprika, múskat, engifer Skerið laukinn í sneiðar. Brúnið hann í potti og takið hann upp úr. Skerið kjöt- ið í teninga. Brúnið það og látið lauk- inn hjá. Látið salt, sjóðandi vatn og sósulit í. Látið réttinn sjóða í um 40 mín. og þykkið sósuna með hveitinu. Látið rúsínur, flysjuð, sundurskorin epli og afhýddar möndlur út í pottinn og sjóðið það í 5 mín. til viðbótar. Kryddið með karrý, papriku, múskati og engifer eftir smekk. Rétturinn er borinn fram með soðnum hrísgrjónum eða spaghetti. Þennan rétt er ágœtt að hálfelda ogfrysta, þá ersósan þykkt og kryddið lútið í þegar á að bera hann fram. Samansoðinn kjúklingaréttur 2 kjúklingar 100 gsmjörlíki salt og pipar 2—3 laukar 100 gsveppir 2 dlrjómi 2 dl rifinn ostur 1/2 tsk paprikuduft Kjúklingarnir hreinsaðir, hlutaðir í sundur og brúnaðir, raðað ieldfast mót ogsalti ogpiparstráðyfir. Sneiðið lauk ogsveppi, brúnið og /átiðyfir kjúkling- ana. Rjóma og tómatkraft hellt yfir og bakað í 30 mín. við 200 °C. Síðast er rifnum osti og paprikudufti stráð yfir og bakað áfram í5—10 mín. Frysta má réttinn tilbúinn, en osturinn er þá settur þegar hita á réttinn upp. Fylltur kalkún. 21/2—4 kg kalkún 4 þykkar sneiðar hveitibrauð eða heilhveitibrauð 1 dl rjómi eða mjólk 1—2 laukar 1 tsk salt 1/4 tskpipar 1. Brjótið brauðið í skál. Hellið mjólk eða rjómayfir. 2. Hreisnið og þerrið fóarn, hjarta og lifur. Saxið það smátt og einnig lauk og blandið saman við brauðið ásamt salti og pipar. 3. Hreinsið og þerrið fuglinn, látið brauðfyllinguna í hann og saumið eða nœlið með kjötprjóni fyrir öll op. Brauðfyllingin bólgnar út við steikingu. Nuddið fuglinn utan með sítrónusneið og salti. Steikið í ofni við 160°C í um tvœr klst. (40—50 mín á hvert kg) Ef fuglinn verður of dökkur má láta álþunnu yfir og ausa 1—2 msk af vatniyfir bringuna. 4. Skolið kraftinn úr ofnskúffunni með 2 dl af heitu vatni. Jafnið soðið með hveitijafningi. Kryddið og bragðbcetið með madeiravíni. Borðið fuglinn með brauðfylling- unni úr fuglinum, soðnum kartöfl- um, grœnmeti og hráu salati. R D •1 _____ FLUTTIR AÐ DALSHRAUN113 G/æsi/egt húsnæði — Nýtízku vé/ar Nýtt símanúmer 54444 Verslunarhúsnæði Mjólkurbúðin aó Suðurgötu 71, veróur laus til leigu frá og meó næstu áramótum. Upplýsingar gefnar í síma 51871 Sendumöllum Hafnfirðingum óskir um Gleðileg jól og farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á árinu sem erað iíða. Iðnaðarbankinn í Hafnarfirði Strandgötu 1 - Sími 50980

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.