Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.12.1981, Side 1

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.12.1981, Side 1
Bæjarfulltrúar Alþýduflokksins flytja tillögu að stefnumótun í heilsugæslumálum Hafnfirðinga Bæjarstjórnarmeirihlutinn hefur flotiö sofandi aö feigdarósi í þessum málum Margir Hafnfirðingar hafa haft miklar áhyggjur af heilsugæslu- málum Hafnarfjarðar og því meiri sem þeir hafa þekkt betur tii. Lengi var talað um að byggja upp myndarlega heilsugæslustöð á Sólvangi og nefnd sett til að undir- búa þá byggingu. Snemma á þessu ári lágu fyrir teikningar af stórri og mikilli byggingu á Sólvangi sem átti að þjóna Hafnarfirði sem heilsu- gæslustöð. Þessar teikningar voru þó fljót- lega lagðar til hliðar af bæjaryfir- völdum, þar sem sýnilegt þótti að bæjarfélagið réði ekki við að fjár- magna svo stóra byggingu. Að vísu á ríkið að greiða 85% kostnaðar við byggingu heilsugæslustöðva, eti reynslan út um land allt sýnir að seint gengur að fá hlut ríkisins greiddan og mörg sveitarfélög stynja undan skuldum og vaxta- súpu, sem þau verða að standa undir. þar sem ríkið hefur ekki greitt sinn hlut. Jafnframt því sem teikningarnar voru lagðar til hliðar var upplýst að Sparisjóður Hafnarfjarðar vildi ekki leigja lengur það húsnæði, sem heimilislæknaþjónustan hefur haft lil umráða á Strandgötu 8—10. Það var því fyrirsjáanlegt að heilsugæslan í Hafnarfirði yrði á götunni á næsta ári, ef ekkert yrði að gert. Þá voru bæjarstjóri, bæjarverk- fræðingur og heilbrigðisfulltrúi settir til að athuga hvaða valkostir væru fyrir hendi og skiluðu þeir álitsgerð um það. Kom þá helst til urnræðu að kaupa húsnæði í Dverg við Brekkugötu 2 og breyta því svo að hægt yrði að nota það til bráða- birgða fyrir heilsugæslustöð. I júnímánuði var greinargerð þeirra þremenninganna send til heilbrigðisráðherra og hann beð- inn um álit um þann valkost að setja upp heilsugæslustöð í hús- næðinu i Dverg og láta starfsmenn sína meta það bæði hvernig hús- næðið hentaði fyrir heilsugæslu- stöð og hve mikill kostnaður fylgdi þeim breytingum sem óhjákvæmi- lega þyrfti að gera, ef þar ætti að reka heilsugæslustöð. Síðan hefur ekkert gerst, ekkert heyrst frá heilbrigðisráðuneytinu, ekkert heyrst frá bæjarstjórnar- meirihluta Sjálfstæðisflokksins og Félags óháðra borgara, ekki hósti eða stuna. Á sama tíma eru læknarnir hér í bænum að vonum óánægðir með gang þessara mála, óánægðir með það algera stefnuleysi, sem ríkt hefur í þessum málum um langan tíma og má raunar segja, að ör- yggisleysi heilsugæslunnar í Hafn- arfirði hafi hvílt eins og þungt farg á öllu starfsfólki hennar. Það hefur verið sótt uni fjárveit- ingar til alþingis til þess að leysa þessi mál, en sóknin á þeim víg- stöðvum hefur ekki verið beitt, þar sem ekki liggur þar fyrir skýr og afdráttarlaus stefna hvað gera skuli. hvert skuli stefna. Það var því ekki vonum fyrr, að bæjarfulltrúar Alþýðuflókksins fluttu á síðasta bæjarstjórnarfundi langa og ítarléga tillögu um heilsugæslumálin og gerðu þannig tilraun til að hrista upp í þessum málum og koma þeim á hreyfingu á ný. I þessum tillögum felst ákveðin og greinargóð stefnumótun og vilji til að takast á við þetta vandamál í stað þess að stinga höfðinu í sand- inn og sofa á verðinum. Alþýðublað Hafnarfjarðar mun gera seinna betri grein fyrir þessum málum, en birtir hér tillögur bæj- arfulltrúa Alþýðuflokksins, en til- lögurnar skýra sig að mestu sjálfar. Tillagan var svohljóðandi: ,,Með tilliti til þess hve knýjandi nauðsyn ber til að ekki dragist lengur að marka skýra og afdrátt- arlausa stefnu í heilsugæslumálum Hafnfirðinga, þá samþykkir Bæj- arstjórn Hafnarfjarðar eftirfarandi 1. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar atriði. sem verða þá um leið telur að hugmyndin um eina stefnumótandi í þessum málum. Frh. á bls. 6 Alþýðuflokkurinn hefur tekið af sk'arið hvað varðar stefnumótun í heilsu- gæslumálum. Seinkun framkvæmda viö HaftiarQardar- veginn hefur skapaö ýmis vandræði: Aðstæður til aksturs eru erfiðar um þessar mundir á Hafnarfjarðarvegi og það á versta tima ársins. Svavar og Alþýðu- bandalagsmenn ábvrgir Bæjarbúar hafa velflestir vafalaust orðið varir við þær stórfelldu framkvæmdir sem nú standa yfir við Hafnar- fjarðarveginn. Hillir nú loks undir það, að vegurinn milli Hafnarfjarðar og Reykjavfkur verði boðlegur ökumönnum. Það er löng saga að baki hinum nýja Hafnarfjarðarvegi og alltof lengi hefur það dreg- ist úr hömlu að fá hina nýju vegalagningu í gang. Nú á þessu ári lá fyrir fjárveiting vegna veg agerðarinnar og allt til reiðu. En fyrirstaða bæjar- yfirvalda í Garðabæ tafði framkvæmdir. En það voru fleiri sem settust á fram- kvæmdirnar. Svavar Gestsson félags- málaráðherra tók það upp hjá sér um mitt sumar að stoppa framkvæmdir og bar við óskiljanlegum skýringum. Og það var ekki fyrr en nú í vetur að hann féll frá fyrri ákvörðun og gaf grænt Ijós á áframhald- andi framkvæmdir. En þessi tregða Svavars hefur hins veg- ar orðið til þess, að nú eru f gangi miklar framkvæmdir við veginn á versta tíma ársins, þegar allra veðra er von og dagsbirtan varir aðeins lítinn hluta sólarhringsins. Framkvæmdirnar hafa því valdið ökumönnum miklum vandræðum og orsakað slysa- hættu — slysahættu sem hefði verið hægt að komast hjá, ef drifið hefði verið í fram- kvæmdum i sumar, eins og til stóð. Ekki má heldur gleyma því, að allar framkvæmdir af þessu tagi eru að sjálfsögðu mun dýrari við þessar erfiðu ástæður en ella. Alþýðubandalagsmenn hér i Hafnarfirði hafa verið fáorðir um afskipti flokksbróður síns f þessu máli og undrar engan. En skyldleikinn er öllum Ijós og Alþýðubandalagsmenn hér í Hafnarfirði geta ekki varpað frá sér ábyrgðinni á þessa fáránlegu töf, sem á fram- kvæmdum hefur orðið. Þeir eru samábyrgir flokksbróður sinum — Svavari ráðherra og hefðu eflaust getað haft vit fyrir honum nú í sumar, ef áhugi hefði verið fyrir hendi í þeirra herbúðum. —GÁS

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.