Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.12.1981, Blaðsíða 2

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.12.1981, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Greinargerö 7 bæjarfulltrúa vegna villandi frétta HAFA SKAL ÞAÐ SEM SANNARA REYNIST Vegna villandi frásagna í Dag- blaðinu, Vísi og Ríkisútvarpinu frá fundi bæjarstjórnar Hafnar- fjarðar í gær, þar sem fjallað var um Bæjarútgerð Hafnarfjarðar, viljum við eftirtaldir bæjarfull- trúar í Hafnarfirði taka fram um leið og við áteljum harðlega þá fréttamennsku að taka upp alfar- ið og einhliða málflutning frá að- eins öðrum málsaðila, þegar tveir deila. í jafn stóru og umfangsmiklu fyrirtæki og Bæjarútgerð Hafnar- fjarðar er orðin, er eðlilegt að ýmsar fyrirspurnir og beiðnir um skýringar í sambandi við uppgjör reikninga komi fram frá endur- skoðanda. í janúarmánuði sl. barst bréf frá bæjarendurskoðanda til for- stjóra bæjarútgerðarinnar varð- andi endurskoðun ársins 1980. Forstjóri svaraði bréfi bæjar- endurskoðanda lið fyrir lið, með skýringum við alla liði. í maímánuði gekk bæjar- endurskoðandi frá reikningsskil- um, áritaði reikningana ásamt tveimur kjörnum endurskoðend- um án nokkurra athugasemda. Voru reikningarnir síðan sam- þykktir í útgerðarráði og sendir bæjarstjórn. í byrjun ágúst sendi bæjar- endurskoðandi nýja skýrslu til bæjaryfirvalda með ýmsum ábendingum og fyrirspurnum. Hélt bæjarendurskoðandi nokkra fundi með útgerðarráði, þar sem málin voru rædd og skýringar gefnar. Síðasti fundurinn var haldinn 23. október og lýsti bæjarendurskoðandi þá yfir, að hann teldi „að fullnægjandi grein hafi verið gerð við aðfinnslum hans vegna endurskoðunar hans fyrir árið 1980“. Það var því engin ástæða fyrir hann að gera tillögur til bæjarstjórnar um úrskurð um. eitt né neitt. Við viljum ennfremur taka fram, að að fenginni þessari yfir- lýsingu bæjarendurskoðanda er ekkert að okkar dómi því til fyrirstöðu að samþykkja reikn- ingana. Það er hörmulegt, að slíku fjaðrafoki skuli vera þyrlað upp á sama tíma sem rekstur fyrirtæk- isins hefur eftir atvikum gengið mjög vel og það stenst fyllilega samanburð við sambærileg fyrir- tæki. Samstarf innan fyrirtækis- ins og milli stjórnenda og starfs- fólks er til mikillar fyrirmyndar og fyrirtækið stendur í miklum framkvæmdum. Á bæjarstjórnarfundinum kom m.a. fram: Að Bæjarútgerð Hafnarfjarðar skilaði hagnaði upp á tæpar 406 milljónir á árinu 1980. Að samanburður á rekstri Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar við önnur sambærileg útgerðarfyrir- tæki var hagstæður fyrir Bæjar- útgerð Hafnarfjarðar. Að árið 1978 var Bæjarútgerð Hafnarfjarðar í 20. sæti innan Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna hvað framleiðslumagn snertir, á árinu 1980 var Bæjarút- gerð Hafnarfjarðar komin í 11. sæti og á 9 fyrstu mánuðum þessa árs var Bæjarútgerð Hafnarfjarð- ar komin í 4. sæti innan sölumið- stöðvarinnar, með tilliti til fram- leiðslumagns. Að samanburður á fram- leiðsluverðmæti Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar 9 fyrstu mánuði ársins 1981 og ársins 1980 sýnir rúmlega 100% aukningu á árinu 1981. Að aukningin á innvegnu hrá- efni til Bæjarútgerðar Hafnar- fjarðar á sama tíma er 52,7% á árinu 1981. Að ekkert heyrist um samdrátt í rekstri Bæjarútgerðar Hafnar- fjarðar á sama tíma og ýmis frystihús annars staðar á landinu loka húsum sínum og togurum er lagt. Ekkert af þessum atriðum þótti áðurnefndum fjölmiðlum frá- sagnarefni, enda öll þess eðlis að þau bera vitni um farsæla stjórn forstjóra og útgerðarráðs á Bæjarútgerð Hafnarfjarðar og góð störf fólksins, sem við bæjar- útgerðina vinnur. Með vísan til þess sem að framan greinir, er það skoðun okkar, að afstaða þeirra Árna Grétars Finnssonar og Einars Mathiesens sé á misskilningi byggð og hafi orðið til þess að vekja óþarfa tortryggni og geti skaðað Bæjarútgerð Hafnarfjarð- ar. Hafnarfirði, 28. október 1981 Hörður Zóphaníasson Þorbjörg Samúelsdóttir Árni Gunnlaugsson Andrea Þórðardóttir Rannveig Traustadóttir Stefán Jónsson Jón Bergsson Hafnfirðingar Allt í jólamatinn Þaó er alltaf hægt aó gera góö kaup í Holtanausti. íbúar í Holtinu og Hvömmunum, leitið ekki langt yfir skammt. Munið aó: Vetur, sumar, vor og haust velkominn í Holtanaust. Gleóileg jól. Maturinn hjá Maríasi svíkur engan. Holtanaust Smárahvammi 2, sími 54120 Nýjar verslanir í Hafnarfiröi Myndaramminn s.f. heitir ný verslun hér í bænum og er til húsa á Reykjavíkurvegi 60. Mynda- ramminn s.f. opnaði þjónustu sína hinn 16. október sl., en hún er fyrst og fremst á því sviði, sem nafngiftin bendir til. Eigendur Myndarammans s.f. eru þeir Ólafur Ólafsson og Ármann Eiríksson. Þeir félagar sögðust hafa fengið geysilega góðar viðtökur hjá Hafnfirð- ingum og annríki verið svo mikið, að þeir hafi orðið að vinna bæði nótt og dag. Gert er ráð fyrir, að í framtíðinni verði aðstaða í versluninni fyrir mynd- listarmenn til sýninga. Alþýðublað Hafnarfjarðar óskar þessu nýja þjónustufyrirtæki gæfu og gengis í framtíðinni. BIMM BAMM — Allt á börnin Fimmtudaginn 1. okt. s.l. opnaði ný verslun að Reykjavíkurvegi 62. Hún ber heitið BIMM BAMM og verslar með alls kyns vörur fyrir börn t.d. barnavagna, barnastóla, barnarúm og vöggur, leikföng, leikgrindur og fatnað. BIMM BAMM-eigendur stefna að því að í versluninni fáist í framtíðinni allt það besta sem völ er á fyrir yngstu kynslóðina. Eigendur BIMM BAMM eru hjónin Gunnlaugur F. Gunnlaugsson og Steinunn Bjarnadóttir, Magnús Gunuarsson og Elísabet Karlsdóttir. Félagarnir Magnús og Gunnlaugur tjáðu tíðindamanni blaðsins að við- brögð fólks við versluninni hefðu verið einstaklega góð og að þeir litu björtum augum til framtíðarinnar. Alþýðublað Hafnarfjarðar sendir þessari nýju verslun bestu árnaðaróskir og hvetur Hafnfirðinga til að kynna sér gott vöruval hennar. AUGNSÝN — Ný gleraugnaverslun í júlí sl. var opnuð fyrsta gleraugnaverslun bæjarins að Reykjavíkurvegi 62. Ber hún heitið AUGNSÝN og hefur alhliða gleraugnavörur á boðstól- um m.a. linsuvökva fyrir flestar gerðir contact-linsna. Myndin er af eiganda verslunarinnar, Haraldi Stefánssyni. Hann er menntaður gleraugna- og sjóntækjasmiður og sagðist hann ánægður með þær móttökur er verslunin hefði fengið. Alþýðublað Hafnarfjarðar fagnar því að Hafnfirðingar þurfi ekki lengur að sækja þessa nauðsynlegu þjónustu til Reykjavíkur og hvetur bæjarbúa til að kynna sér ágæta þjónustu þessarar verslunar.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.