Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.12.1981, Blaðsíða 3

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.12.1981, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 3 Viðtal viö Kjartan Jóhannsson: Menn verda ad vera ábyrgir gerda sinna Alþýðublað Hafnarfjarðar hitti Kjartan Jóhannsson alþingismann og formann Alþýðuflokksins að máli og lagði fyrir hann nokkrar spurningar. Hér á eftir fara spurningar blaðsins og svör Kjartans við þeim. Er ríkisstjórnin að springa? Það eru margir sem spyrja hvort ríkisstjórnin sé að springa eða fara frá. Það er vitaskuld ekki nema von að mönnum þyki nóg komið og vilji fara að losna við ríkisstjórnina. Hvenær það verður vita þeir helzt sem hana styðja. Hinu er ekki að leyna að nú sjást greinilega ýmis þreytumerki á ríkisstjórninni og meðal stuðningsmanna hennar. Ósamstaðan innan ríkisstjórnar- innar kemur nú betur í ljós en áður. Þessi ósamstaða hefur auðvitað alltaf verið fyrir hendi, en það hef- ur verið breitt yfir hana og vænt- umþykja ráðherrana um stóla sína er og hefur verið öllum stefnu- markmiðum yfirsterkari. Enn er það svo , að árangurinn er látinn liggja í láginni og aðstaðan í ríkis- stjórn tekinn fram yfir raunveru- legan úrangur. Gleggsta dæmið um ósamstöðuna innan ríkisstjórnar- innar eru þær yfirlýsingar sem nú ganga á víxl milli Framsóknar- manna og Alþýðubandalagsins. Svavar Gestsson og félagar hans tala um að nota gjaldeyrisvara- sjóðinn til þess að greiða útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækjum tap- rekstur þeirra, en Steingrímur Hermannsson hefur á hinn bóginn boðað stórfellda gengislækkun um áramótin og lofað því að sjávarút- vegurinn verði þá kominn úr tap- rekstri eða upp á núllið eins og hann orðar það. Hér ganga yfirlýs- ingar þessara tveggja ráðherra því í þveröfugar áttir. Annars eru allar hugmyndir um að nota gjaldeyris- varasjóðinn til þess að fleyta sér í fáeina mánuði stórhættulegar — en þær eru líka til marks um það í hvert óefni er komið. Gjaldeyris- varasjóðurinn er sameign allrar þjóðarinnar. Það er hreint siðleysi að úthluta honum til fáeinna aðila. Gjaldeyrisvarasjóðurinn er sein- asta nauðvörn þjóðarinnar til þess að sjá sér farborða, ef í harðbakka slær og hann er trygging fyrir hin- um miklu erlendu skuldum þjóð- arinnar. Eyðsla hans stefnir sjálf- stæði okkar í voða. Hvað er til ráða? Það er nú að koma æ betur í ljós, sem við Alþýðuflokksmenn höfum sagt aftur og aftur á undanförnum árum, að með þeim skammtíma- ráðstöfunum, sem hér hefur verið beitt næst ekki raunverulegur ár- angur. Menn velkjast úr einni skammtímalausninni í aðra. Hér ríkir sífellt bráðabirgðaástand. Enginn varanlegur árangur næst með þessum hætti. Nú er svo komið að ríkisstjórnin beinlínis lýsir því yfir við gengisfellingu sína í nóvember, að árangurinn af henni muni ejcki endast nema í besta falli til áramóta, eða í ein- ungis tvo mánuði. Það hefur líka komið í ljós að það einhliða krukk í kaupið, sem ríkisstjórnin ákvað hinn 1. mars s.l. skilaði ekki var- anlegum árangri. Skýringin er ein- faldlega sú, að ekkert var hirt um aðra þætti efnahagslífsins og staða þjóðarbúsins hefur verið að veikjast, þrátt fyrir einstaklega góð ytri skilyrði. Það sem þarf að gerast er marg- þætt. í fyrsta lagi verður hugs- unarhátturinn að breytast. Menn verða að vera ábyrgir gerða sinna. Þetta verður að gilda jafnt í stjórn- málunum og í atvinnulífinu. Það þýðir ekki að menn geti sífellt heimtað að ríkið bjargi taprekstri hvers einasta atvinnurekanda. Þessar bakávísanir á ríkið gera at- vinnurekendur gjörsamlega ábyrgðarlausa. Meðan svo er næst ekki árangur. Sama á við í ríkis- stofnunum og í málefnum sem sveitarfélög fara með eins og raf- veitumálum, hitaveitumálum o.fl. Til þess að breyta þessu verður að koma á aukinni valddreifingu. Færa verður meira af ákvarðana- töku til hinna einstöku sveitarfé- laga og stofnana, en gera þær um leið ábyrgar gerða sinna og taka fyrir alla bakreikninga og kröfur um ríkisfyrirgreiðslu. í öðru lagi verður að breyta verðlagskerfinu. Hér er í rauninni ekkert verðlags- Frá jafnréttisnefnd: Jafnréttisnefnd Hafnarfjarðar hefur sent eftirfarandi bréf til bæjarblaðanna í Hafnarfirði. svo og stjórnmálaflokkunum og stjórnmáláfélögunum í bænum: „Jafnréttisnefnd Hafnarfjarðar vill vekja athygli stjórnmálaflokka og stjórnmálafélaga í Hafnarfirði á því hve hlutur kvenna er lítill við stjórn Hafnarfjarðarbæjar. Aðeins 2 konur sitja í bæjar- stjórn og af 264 nefndamönnum á vegum bæjarstjórnar eru 46 konur. Jafnréttisnefnd Hafnarfjarðar telur að með þessu ástandi kornist illa til skila viðhorf og skoðanir stórs hluta bæjarbúa. Jafnréttisnefndin vill hvetja stjórnmálaflokkana og stjórnmála- félögin til að taka þessi mál til al- varlegrar athugunar nú við vænt- eftirlit eða verðlagsaðhald. Það sem við höfum er einungis ríkis- uppáskrift á verðhækkanir. Verð- bólgan er þannig staðfest og uppá- skrifuð af ríkisstjórninni. Sjálf- virkar útreikningsformúlur eru notaðar til þess að framlengja verðbólguna með ríkisforsjá og hver tapkróna er endurheimt með sérstakri blessun ríkisins. Þar sem samkeppni er næg á að breyta kerfinu í frjálsræðisátt, en í mörg- um tilvikum verður að breyta kerfinu þannig að almannaaðhald fái að njóta sín. Hlutverk ríkisins á að vera að skapa skilyrði til að- halds, en ekki að skrifa upp á tap- reikningana og velta þeim svo yfir á almenning. í þriðja lagi verður að gerbreyta ríkisbúskapnum. Núna eru tekjurnar og þar með álögurnar ákveðnar eftir að óskalistinn hjá ráðherrunum hefur verið lagður saman. í þess stað á að nota ríkis- fjármálin og þá sérstaklega skatt- kerfið til þess að jafna kjörin og treysta kaupmáttinn hjá heimilun- um. Skattaálögurnar eiga að mið- ast við það að ná árangri í verð- lagsmálum og treysta afkomu heimilanna. Það er mesta blekking, sem hver fjármálaráðherrann étur upp eftir öðrum, að einhver meira og minna misvísandi jákvæð af- Kjartan Jóhannsson koma ríkissjóðs, sem a.m.k. núna er fengin með bellibrögðum, hafi afgerandi áhrif til þess að halda aftur af verðbólgunni. Reynslan hefur líka afsannað þetta raus svo kyrfilega, að ekki verður um villst. í fjórða lagi verður að vera ör- yggi og festa í peningamálastjórn og erlendar lántökur eiga að tak- markast við arðbærar fram- kvæmdir og fjárfestingar, sem geta staðið undir þessum lánurn. Það verður að hætta að taka cyðslulán crlcndis eins og nú er gert I sívax- andi mæli. I fimmta lagi verður að koma til móts við ungt fólk, þannig að það geti komið sér fyrir með eðlilegum hætti og þurfi ekki á verðbólgunni að halda til þess. Lán til húsnæðis- mála verða að vera um 80% af íbúðarverði og greiðslutíminn svo langur að ekki sé ofþyngt í greiðslubygði. í sjötta lagi verður að taka upp nýja atvinnustefnu. Hver nýr tog- ari, sérhver stækkun skipastólsins við ríkjaandi aðstæður þýðir bara Frh. á bls. 6 Rýr hlutur kvenna Flýtið ykkur mest sem má mat að kaupa í búið. í Allabúð þar allt má fá ágætlega tilbúið. Allabúð Vesturbraut 12 Sími51632 anlegar bæjarstjórnarkosningar og síðan við nefndakosningar. Jafnframt skorar Jafnréttis- nefndin á konur að vera ódeigar við að gefa kost á sér í væntanleg- um prófkjörum flokkanna og nýta sérhvert tækifæri sem þeim býðst til að gegna áhrifastöðum og störf- um hvort heldur er á sviði sveitar- stjórnarmála eða þjóðmála.“ LÁRA Gullsmíðaverslun Austurgötu 3 Sími53784 Gísli Kristjánsson: SEXTÁN KONUR Hér er rakinn ferill og framtak sextén kvenna í nútímahlutverkum. Starfsvett- vangur kvenna er alltaf að stækka. Á æ fleiri sviðum, sem áður voru talin sér- sviö karla, hafa konur haslað sér völl. Hér segja frá menntun sinni og störfum: Veðurfræöingur, rithöfundur, læknir, ioftskeytamaður, deildarstjóri í ráðu- neyti, safnvörður, alþingismaður, fiski- fræöingur, Ijósmóöir, jaröfræöingur, íþróttakennari, oddviti, gaiöyrkjukandi- dat, féiagsráögjafi og arkitekt. Frásagn- ir þeirra geisla af starfsáhuga og lífs- gleöi og fjölbreytni efnis er einstök. Benedikt Gröndal: RIT I 3L Sígílt og skemmtilegt safnrit. Benedikt Gröndal er meðal afkasta- mestu rithöfunda íslenskra aö fomu og nýju og einna fjölhæfastur og fyndnast- ur þeirra allra. Þetta fyrsta bindi rita hans hefur aö geyma kvæöi, leikrit og sögur, m.a. er hér .Sagan af Heljarslóö- arorrustu" og .Þóröar saga Geirmunds- sonar“, báöar bráðfyndnar og stór- skemmtilegar. f síöari bindum þessa safns veröa blaöagreinar hans og rit- gerðir og sjálfsævisagan Dægradvöl. SKUGGSJÁ BÓKABÚÐ OUVERS STEINS SE SKUGGSJÁ BÓKABÚD OUVERS STEINS SE

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.