Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.12.1981, Blaðsíða 4

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.12.1981, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR Alþýðublað Hafnarfjarðar Útgefandi: Alþýðuflokkurinn í Hafnarfirði. Ritstj. og ábm.: Þorvaldur Jón Viktorsson. Auglýsingar: Elín Harðardóttir. Ljósmyndir: Brynjólfur Jónsson. Setning og prentun: Prentstofa G. Benediktssonar. Enn er vegid að Bæjarútgerðinni Þeir voru ýmsir hér í bænum sem héldu að sjúklegt hatur sumra íhaldsmanna í garð Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar væri nú loksins dautt og grafið. En þeir Einar Þ. Mathiesen og Árni Grétar Finnsson sáu um það nýlega að taka af öll tvímæli þar um. Undanfarið hafa þeir atast um eins og naut í flagi, rótað upp moldviðri í kring um sig og ekki sést fyrir í þeirri viðleitni sinni að slá sjálfa sig til riddara og koma um leið lagi á Bæjarútgerðina og forstjóra hennar og reyna þannig að rýra traust hennar og álit út á við. Enn sem fyrr hefur starfsfólkið í Bæjarútgerðinni risið upp henni til varnar og forusta verkalýðshreyfingarinnar hefur látið í Ijós andúð sína á þessum vinnubrögðum þeirra Einars og Árna. Auðvitað er það svo, að í jafn stórfelldum rekstri og um- svifum sem Bæjarútgerðin hefur, þá verður alltaf eitthvað að finna, sem betur hefði mátt fara og sumt fer öðru vísi en ætlað er. En jafn víst er það, að eðlilegasta leiðin er þá að leiðrétta mistökin, ef um þau er að ræða, og reyna að fyrirbyggja að þau endurtaki sig eða komi fyrir aftur. Það var því sjálfsagt og eðlilegt, að bæjarendurskoðandi gerði ýmsar athugasemdir og fyrirspurnir um reikninga Bæjarútgerðarinnar, þegar hann endurskoðaði þá. Það var skylda hans. Þegar hann svo ýmist hafði fengið skýringar sem honum sýndust fullnægjandi eða gerðar höfðu verið ráðstafanir til að bæta þá þætti sem úrskeiðis höfðu gengið, þá var það jafn eðlilegt að hann teldi málefni Bæjarútgerðarinnar vera í eðlilegum farvegi. Þetta gerði líka bæjarendurskoðandinn, enda bæði samviskusamur og sómakær. Þessu gátu þeir Einar Þ. Mathiesen og Árni Grétar ekki unað. Þeir hafa farið hamförum í ófrægingarherferð sinni og ekki sést fyrir. Þeir hafa kært sjö bæjarfulltrúa til félags- málaráðuneytisins af því að þeir voru annarrar skoðunar en þeir um afgreiðslu þessara mála. Þeir hafa verið geltandi í ýmsum fjölmiðlum, glefsandi í mannorð manna. Þeir hafa skorið upp, svo sem þeir hafa sáð. Og það svíður þeim sárast. Tekjuskiptingin er röng, auömagninu er misskipt Enn líður að jólum og þá finna margir það enn sárar en endranær hvað sorglega lítið er í buddunni þeirra. Þegar farið er að kaupa í jólabaksturinn, hugsa til jólagjafanna, hugsa til þess hvernig megi gleðja nánustu skyldmenni og ástvini, þá finna menn betur og sárar til þess hve lífskjörin hafa rýrnað, hve launin þeirra endast miklu verr en áður. Þá þýðir ekki blekkingameisturunum að fara í neinn hávísindalegan talna- leik, til að sanna láglaunafólkinu hvað það hafi það nú gott. Getum við á þessari hátíð kærleika og mannúðar gengið um með lokuð augun gagnvart ranglætinu sem viðgengst í þjóð- félaginu? Getum við sætt okkur við það launamisrétti sem alls staðar blasir við í samfélaginu, þegar litið er í kring um sig? Er það í anda kærleika Krists og kenninga hans að loka augum fyrir misréttinu, líða það að einn velti sér upp úr vellystingum og óhófslífi, þegar annar á ekki til hnífs og skeiðar? Getum við verið þekkt fyrir að segja: „Þjóðartekjurnar hafa staðið í stað, atvinnuvegirnir berj- ast í bökkum, það er því engu meira að skipta og þess vegna er ekkert hægt að gera, því að auðvitað hefur skiptingin alltaf verið réttlát og jöfn og á henni þarf enga breytingu að gera?“ Alþýðublað Hafnarfjarðar segir nei og Alþýðuflokkurinn segir nei. Ranglátu þjóðfélagi þarf að breyta. Tekjuskiptingin er röng, auðmagninu er misskipt og ranglega. Ranglátt verð- mætamat ræður ríkjum í samfélaginu og þjóðfélagið ber of mörg merki frumskógarins, þar sem sá sterki ræður en hinn vanmáttugi og veiki er fótum troðinn og útskúfaður. Þessu verður að breyta. Fyrir því verður að berjast. Með frelsi, jafnrétti og bræðralag allra manna í huga óskar Al- þýðublað Hafnarfjarðar Hafnfirðingum og reyndar öllum öðrum mönnum gleðilegra jóla og gæfu og árangri í barátt- unni fyrir betra þjóðfélagi á árinu sem senn gengur í garð. Heflast alvöruvið- ræður í mars? Aiþýðublað Hafnarfjarðar hitti Grétar Þorleifsson, formann Félags byggingariðnaðarmanna í Hafnarfirði og lagði fyrir hann tvær spurningar, sem hann góðfúslega svaraði. Fer viðtalið við hann hér á eftir. Hvernig eru atvinnuhorfur í byggingariðnaði? Eins og stendur er ekkert at- vinnuleysi í byggingariðnaðinum. en þó eru ýmsar biikur á lofti. Nú eru starfandi um 300 menn í þessari starfsgrein í Hafnarfirði og hefur sá fjöldi reyndar lítið breyst síðastliðin ár. Til þess að næg atvinna haldist hjá byggingarmönnum hér í bæn- um. þarf að byggja 100 til 130 íbúðir árlega og virðist það íbúða- magn falla mjög vel að eftirspurn eftir íbúðum í Hafnarfirði. Nýlega hefur verið úthlutað til byggingarverktaka í Hafnarfirði nokkrum fjölbýlis- og raðhúsum í Hvammáhverfinu, en slíkar húsa- byggingar skapa langmesta og jafnasta vinnu. Byggingu einbýlis- húsa í Hvammahverfi er langt komið. í Norðurbænum er nýlega lokið úthlutun á lóðum fyrir um 40 ein- býlishús og munu byggingarfram- kvæmdir þar hefjast að einhverju marki í vor. Næsta byggingasvæði. Setbergs- landið. er í skipulagsvinnu og er reiknað með því að byggingafram- kvæmdir á því svæði geti hafist á árinu 1983. Opinberar framkvæmdir eru í lágmarki, aðeins verið að reisa eitt hús, þ.e. húsnæði skattstofunnar. Af þessu má ráða að allnokkur verkefni bíða byggingarmanna á næsta vori og sumri og er vonandi að ekki komi til atvinnuleysis vegna verkefnaskorts í þessari mikilvægu atvinnugrein. Hvert er álit þitt á nýgerðum kjarasamningum? Það er Ijóst. að með þessum stutta samningi er verið að fresta því að taka á vandamálunum og leysa þau. Viðræður deiluaðila höfðu leitt í ljós verulegan og djúpstæðan ágreining, sem ekki virðist vera hægt að leysa nema með miklum átökum. Verkalýðshreyfingin stóð frammi fyrir tveimur kostum. Annar var sá að knýja á urn samn- inga með víðtækum og að öllum líkindum löngum verkföllum. Hinn kosturinn var að gera skammtímasamning og komast þannig hjá átökum í bili. Og sá kosturinn var valinn. Ég tel að leiðin sem valin var hafi verið rétt. því að ég held að fáir hafi verið reiðubúnir til verkfalla. Samningurinn sem gerður var inniheldur bæði góð og slæm ákvæði. Þau jákvæðustu að mínu niati eru annars vegar ákvæðið um lágmarkslaun. sem færir hinum lægst launuðu talsvert meiri hækk- un en almennt var samið um. Hins vegar er ákvæðið um afturvirkni samningsins, sem kennir mönnum það. að nýir samningar eiga að taka við strax að loknum eldri samningi. Lakasta samningsákvæðið er Ólafslagavísitalan svokallaða, því að sú vísitala mælir enganveginn hækkun á framfærslukostnaði. Enn fremur er mikil hætta á því, að það geti kostað veruleg átök næst að fá inn betri vísitöluákvæði. Ég sagði í upphafi að vanda- málunum væri slegið á frest, öllum sérkröfum var lagt í bili. en samið um að hefja viðræður að nýju eigi síðar en 15. mars. Ég get því spurt að lokum: Hefjast alvöruviðræður í mars og verður samkomulagsviljinn þá meiri? Ef sú yrði ekki raunin á, verða menn þá reiðubúnari til átaka 15. maí 1982? Ný atvinnu- fyrirtæki tryggja atvinnuna Guðríður Eliasdóttir er formað- ur Verkakvennafélagsins Framtíð- in, eins og raunar flestir Hafnfirð- ingar vita. Alþýðublað Hafnar- fjarðar hitti Guðríði að máli og spurði hana um nýgerða kjara- samninga og um útlit og horfur í atvinnumálum. Hér fer á eftir það sem Guðríður vildi scgja í stuttu máli utn þessi efni. Það voru mjög skiptar skoðanir innan félagsins hvort samþykkja skyldi þessa samninga. Fundurinn sem tók ákvörðun um að all- fjölmennur. þar sem fundarmenn voru 106. Samningarnir voru sam- þykktir þar með 7 atkvæða meiri- hluta. Kannski var enginn ánægður með þessa samninga, en mat okkar flestra var það, að eins og staðan væri þá væru þeir þó skásti kostur- inn sem við ættum völ á. Það er ekkert gamanmál fyrir fátækar verkakonur að fara í verkfall svona rétt fyrir jólin. Það sem mér fannst best við þessa samninga var það. að einu sinni kom þó að því, að lægst- launaða fólkið sat ekki eftir með verri hlut en aðrir. Þvert á móti fékk það betri úrlausn en aðrir, því að það fékk verulega láglauna- uppbót til viðbótar þessum 3.25% sem almennt var samið um. Og því veitti svo sannarlega ekki af þessari uppbót þessu fólki og þó meiri hefði verið. Nú horfir verkalýðshreyfingin fram til nýrra samningaviðræðna 15. mars næstkomandi. Við skulum vona að þá verði meiri velvilji og skilningur fyrir hendi hjá viðsemj- endurn okkar en var núna. svo að ekki þurfi að korna til átaka eða verkfalla. En verkafólk hvorki get- ur né vill bíða lengi enn eftir raun- hæfu mati og launum á störfum sínum. Sem betur fer hefur ekkert at- vinnuleysi verið hér í Hafnarfirði í haust og er það fremur óvenjulegt. Oft hafa verið 6 til 8 konur at- vinnulausar á þessum tíma. en nú hefur engin verið sem betur fer. Það verður að gera allt til þess að laða ný atvinnufyrirtæki í bæinn til að tryggja atvinnuna og treysta afkomuna. Á þetta ekki hvað síst við um að fjölga störfum fyrir konur þannig að þær hafi úr fleir- um störfum að velja en nú er. Fjölbreytnin í atvinnumöguleikuni kvenna er afar fátækleg. Ég get ekki hugsað mér verri vágest hér í Hafnarfirði en atvinnuleysi og það verða allir að leggjast á eitt til að halda honum utan dyra Hafnfirð- inga og sem allra lengst frá þeim. Aðgerðir ríkisstjórnar- innar geta haft úrslita áhrif Alþýðublað Hafnarfjarðar hitti Hallgrím Pétursson að máli, en liann er eins og flestir Hafnfirðing- ar vita, formaður Verkamannafé- lagsins Hlífar. Alþýðublaðinu var forvitni á að heyra hvað Hallgrímur hefði að segja um atvinnuástand og horfur og einnig hvert viðhorf hans væri gagnvart nýgerðum kjara- samningum. Hallgrími fórust orð á þessa leið: Atvinnuástandið hefur verið gott í haust og um þessar mundir er enginn á atvinnuleysisbótum. Hins vegar verð ég því miður að segja, að atvinnuhorfur eru óljósar og lítið hægt að segja í dag. hvernig þau mál muni þróast. Hvað gerir t.d. ríkisstjórnin nú um áramótin í efnahagsmálunum? Þær aðgerðir skipta miklu máli fyrir vinnumarkaðinn og geta haft úrslitaáhrif á atvinnuástandið. Þá er það vitað mál. að virkj- unarframkvæmdum á hálendinu er að ljúka og þeirri spurningu er enn ósvarað hvar eigi að finna at- vinnu fyrir allt það fólk. sem þar hefur starfað. En vonandi er að það takist að halda fullri atvinnu í landinu, því að atvinnuleysi er það versta. sem komið getur fyrir nokkurn mann. Mér hefur alltaf fundist, að réttur- inn á tækifærum til þess að fá vinnu. séu almenn mannréttindi. sem öllum beri að kappkosta að hafa í heiðri. Um kjarasamningana er það að segja, að þeir leiddu ekki af sér eins mikla kjarabót og þurft hefði til þess að halda í við verðbólguna. En

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.