Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.12.1981, Blaðsíða 6

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.12.1981, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR TIMEX QURTS í fararbroddi skólaúr frá kr. 195,- Versl. ÚR—VAL Magnús Guðlaugsson, úrsm. Strandg. 19, s. 50590 Hafnfirðingar — Hafnfirðingar: Annast alla nýsmíði og viðgerðir á GLERAUGUM. Einnig linsuvökvi fyrir flestar gerðir contactlinsa. glerauchaverslunin AUGNSÝN Reykjavíkurvegi 62, 220 Hafnarfirði - lceland FAGMENNIRNIR VERSLA HJA OKKUR Því að reynslan sannar aö hjá okkur er yfirleitt til mesta úrval af vörum til hita- og vatnslagna. BURSTAFELL byggingavöruverslun Réttarholtsvegi 3 sími 38840 Heilsugæslumál— Frh. af bls. 1 heilsugæslustöð í Hafnarfirði sé ekki í samræmi við þær hugmyndir sem nú eru að ryðja sér til rúms eftir að reynsla er fengin af þessum stóru heilsugæslustöðvum. Bæjarstjórnin lítur svo á að minni heilsugæslustöðvar með fjórum til sex læknum verði manneskjulegri en heilsugæslu- stöðvar sem séu stærri bákn. Heilsugæslustöð af slíkri stærð verður í persónulegri tengslum við hverfið sem hún á að þjóna og þar af leiðandi verður trúnaðarsam- bandið milli læknanna og íbúa hverfisins traustara og þekking læknanna á aðstæðum og heimil- ishögum viðskiptavina sinna betri en á stærri heilsugæslustöð. 2. Með þetta í huga samþykkir bæjarstjórn að stefnt skuli að því að í Hafnarfirði verði a.m.k. tvær heilsugæslustöðvar. Bæjar'stjórn telur æskilegt, að heilsugæslustöð fyrir Norðurbæ- inn verði komið fyrir á Hrafnistu í tengslum við þá heilbrigðisþjón- ustu sem þar er rekin eða fyrir- huguð. Þá skal byggja heilsugæslustöð á Sólvangi og hún rekin í samvinnu við heilbrigðisþjónustuna þar. Að undanteknum Norðurbænum myndi sú heilsugæslustöð þjóna Hafnarfirði og fyrirhugaðri byggð á Setbergssvæðinu, nema ef hag- kvæmt yrði talið að hafa þriðju heilsugæslustöðina í tengslum við St. Jósefsspítalann. Hraða skal athugun á því, hvort sá möguleiki þykir hagkvæmur og ef niðurstaðan af þeim athugunum yrði jákvæð, þá verði teknar tafar- laust upp samningaviðræður við stjórnendur St. Jósefsspítalans um hugsanlegt leiguhúsnæði undir slíka heilsugæslustöð í fyrirhuguð- um nýbyggingum eða endurbygg- ingum spítalans. 3. Heilsugæslustöðvar þessar skulu starfa eins og lög um heil- brigðisþjónustu gera ráð fyrir um heilsugæslustöðvar 2 (H 2). Bæjarstjórn telur þó að þróunin frá númerakerfi heimilislæknanna til algerrar læknisþjónustu heilsu- gæslustöðvalækna taki nokkurn tíma og verði reynslan og tíminn að leiða í ljós, hversu hratt hún gengur fyrir sig. 4. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að leita þegar eftir samningum við forráðamenn DAS um leigu á hús- næði fyrir heilsugæsluá Hrafnistu í Hafnarfirði og leggur áherslu á að það geti orðið sem fyrst, til þess að heilsugæslustöð fyrir Norðurbæ- inn geti tekið til starfa áður en mjög langt um líður. 5. Bæjarstjórn mælist til þess við heilbrigðisráð, stjórn Sólvangs og heimilislækna í Hafnarfirði, að þessir þrír aðilar skili áliti fyrir Hafnfirðingum óskir um Gleðileg jól og farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. Iðnaðarbankinn í Hafnarfirði, Strandgötu 1, s. 50980 næstu áramót, hvort þeir telji hag- kvæmt að komið yrði upp þriðju heilsugæslustöðinni í Hafnarfirði í tengslum við St. Jósefsspítalann. 6. Bæjarstjórn Hafnarfjarðar skilur sjónarmið Sparisjóðs Hafn- arfjarðar og áhuga á því að taka sem fyrst til eigin notkunar hús- næði það sem Heilsugæsla Hafn- arfjarðar leigir nú. Jafnframt treystir bæjarstjórn því, að forráðamenn Sparisjóðs Hafnarfjarðar skilji hversu mikið er í húfi fyrir alla Hafnfirðinga, að heilsugæslan fái enn um sinn að nýta þetta húsnæði undir starfsemi sína meðan undinn er bráður bug- ur að því að koma Heilsugæslu Hafnarfjarðar fyrir í varanlegri framtíðaraðstöðu. Með þetta í huga skorar Bæjar- stjórn Hafnarfjarðar á stjórn Sparisjóðsins að lengja frestinn sem heilsugæslunni hefur verið gefinn til að rýma fyrrgreint leigu- húsnæði, enda leggi bæjarstjórn allt kapp á að koma sem fyrst í framkvæmd þeirri stefnu í heilsu- gæslumálum Hafnfirðinga, sem mótuð er í töluliðum 1 til 5 hér að framan. Það er von og vissa bæjarstjórn- ar, að Sparisjóður Hafnarfjarðar láti sig miklu skipta heilsufarslegt öryggi Hafnfirðinga, — og ekkert síður en það að geta veitt þeim góða fjármálalega þjónustu, og verði hann því við þessari áskorun bæjarstjórnar. Að lokum þakkar bæjarstjórn Hafnarfjarðar Sparisjóðnum góð samskipti á liðnum árum, svo og ómetanlega þjónustu hans við bæjarbúa bæði fyrr og nú og óskar honum allra heilla um langa fram- tíð. Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að koma þessari samþykkt bæjar- stjórnar á framfæri við viðkomandi aðila.“ Kjartan Jóhannsson — Frh. af bls. 3 meiri gengisfellingu. Sérhvert nýtt iðjuver í orkufrekum iðnaði treyst- ir lífsafkomu okkar. Sérhver end- urbót í fiskiðjuveri er ávísun á betri lífskjör. Að undanförnu hefur gengið verið fellt í síbylju með stöðugri aukningu skipastólsins, fiskiðjuverin hafa verið í fjárhags- legu svelti og hvorki gengur né rekur í ákvarðanatöku um ný iðju- ver í orkufrekum iðnaði og til- heyrandi stefnumörkun í virkjana- málum. Það þarf að taka upp þveröfuga stefnu við þá sem fylgt hefur verið. Þá yrði lagður grund- völlur að varanlegum árangri. Stefnubreyting og ný vinnu- brögð í þessum sex liðum, sem ég hef hér rakið er langtum mikil- vægari en það hvort gengið er prósentunni hærra eða lægra. Svo- leiðis ráðstafanir eru bara fram- lenging á ríkjandi ástandi. Hvað um tillöguflutning Alþýðuflokksins á Alþingi? Þingmennirnir hafa verið ötulir og starfssamir, og það meira að segja í svo ríkum mæli, að Þjóð- viljinn sá ástæðu til þess að kvarta undan því nýlega. Ég get nefnt fá- ein mál til marks um þá stefnu- mörkun sem unnin er í þing- flokknum. Þannig hefur verið flutt tillaga um aukið sjálfstæði sveitar- félaga. f henni felst valddreifing og þá um leið aukin ábyrgð sveitarfé- laganna og stofnana þeirra í sam- ræmi við þau markmið sem ég drap á hér á undan. f öðru lagi vil ég nefna frumvarp um byggða- stofnun ríkisins. Samkvæmt henni á byggðastofnunin að verða tæki til þess að jafna aðstöðu fólksins í landinu á grundvelli byggðaáætl- ana, en núverandi kerfi með kommisörum og pólitískum styrk- veitingum út og suður yrði afnum- ið. Þetta er líka liður í því að gera menn ábyrga gerða sinna og af- nema þá áráttu sem upp hefur verið alin um að ávísa öllum tap- rekstri á ríkið og stofnanir þess. Þá hafa verið flutt frumvarp um þjóð- areign á landi og breyttar reglur á mati á landi, sem tekið er eignar- námi í almannaþágu, þannig að girt verði fyrir að landverð sé sprengt upp úr öllu valdi, þegar á því þarf að halda undir byggð eða opinberar framkvæmdir. Þetta er mikið réttlætismál. Við höfum líka flutt lagafrumvörp, sem miða að því að hætt sé að stækka skipastól- inn, svo og tillögur og frumvörp um flugmálaáætlun, um greiðslu tannlækninga, um greiðslu al- mannatrygginga, kostnaði af sjúkraflutningum og um videómál- in, svo að nokkur dæmi séu tekin. Nú fara sveitarstjórnar- kosningar að nálgast. Hvað viltu segja um þá ákvörðun Alþýðuflokksins að lög- binda, einn allra flokka opið prófkjör? Það er vitaskuld til marks um það að flokkurinn er opnari og lýðræðislegri en hinir stjórnmála- flokkarnir. Þetta þarf ekki að koma neinum á óvart. Lýðræði er grundvallarþáttur jafnaðarstefn- unnar. Með því að lögbinda opið prófkjör er verið að tryggja rétt fólksins til þess að ráða því hverjir veljast til trúnaðarstarfa í sveitar- stjórnum eða á landsvísu. Alþýðu- flokkurinn var brautryðjandi í opnum prófkjörum. Það ætlar líka að sannast að hann er trúr þessu réttlætismáli, meðan aðrir hverfa nú frá því. Ég vil hvetja fólk til þess að notfæra sér þennan rétt, sem Alþýðuflokkurinn býður upp á. Við skulum — Frh. af bls. 5 virkar vinnuvélar í gangi við upp- byggingu nýrra íbúðahverfa. Þá gleymist umhverfið alltof oft — því miður. Hvernig er t.d. með svæðið í kringum lækinn? Væri ekki kom- inn tími til að snurfusa það svæði, allt frá Reykjanesbrautinni og niður úr meðfram læknum og gera þar úr garði viðkunnanlegt útivist- arsvæði fyrir bæjarbúa? Jú, myndu flestir svara. En þá þarf aðra til stjórnunar en óháða íhaldið, það er borðliggjandi. Meirihlutinn í Hafnarfirði hefur hreykt sér af því hve duglegur hann hefur verið í malbikun gatna. Ekki skrifa nú allir undiy þá staðhæf- ingu, þegar þeir hossast á bílunum sínum í holum og ójöfnum yfir leðjukennda malarvegina, sem víða er að finna í gatnakerfi bæjarins. Og svo er það hitt, að ekki nægir að malbika götur fyrir bílana, því það er einnig til fólk hér í bænum sem þarf að komast ferða sinna fótgangandi. Og hvernig skyldi svo búið að því fólki? Illa. — Lítum t.d. uppí Norðurbæ. Mesta umferðargatan í Norðurbænum er Hjallabrautin. Það er aðeins gang- stétt meðfram litlum hluta Hjalla- brautarinnar og þá aðeins öðrum megin götunnar. Á stærstum hluta er algjörlega gangstéttarlaust. Það er t.d. ekkert áhlaupaverk fyrir smábörnin þegar þau vilja tölta sig úr Norðurbænum og niður í Sund- höll að komast leiðar sinnar, gang- andi á hálfmyrkri Hjallabrautinni. En það verður auðvitað svo að vera, því meirihluti óháða íhalds- ins vill hafa þetta svona. Nei, það er kominn tími til að stokka upp og breyta til við stjórn Hafnarfjarðarbæjar. Þeir menn sem þar hafa farið með stjórnar- taumana síðustu ár eru orðnir þreyttir, eru orðnir sinnulausir um hag bæjarbúa. Það á að gefa þeim hvíld næsta vor.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.