Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.12.1981, Blaðsíða 11

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.12.1981, Blaðsíða 11
ALÞÝÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 11 Sportmarkaðurinn Miðvangi 41 opnaði í nóvember $1. Eigandi hans er Guðmundur Hjartarson. Sportmarkaðurinn verslar með skíðavörur og veiðivörur og getur þar margt girniiegt að líta fyrir þá sem iðka þessar íþróttir. Sportmarkaðurinn býður upp á ýmis þekkt vörumerki eins og t.d. Atomicskíði, Salmonbindingar og Caber-skó. Þessi nýja verslun hefur fengið góðar viðtökur hjá Hafnfirðingum og viðskiptin eiga vafalaust eftir að aukast að miklum mun, þegar skíðafólkið kemst á fulla ferð f vetur. Alþýðublað Hafnarfjarðar hvetur Hafnfirðinga til að muna eftir þessari nýju verslun og kynna sér þjónustu hennar og vöruval, áður en þeir fara til Reykjavfkur að gera innkaup. Fiskbúö Nordurbæjar er á Miðvangi 41 og hóf starfsemi sina nú í haust. Eins og nafnið bendir til verslar hún með fisk og hráefni í sambandi við hann. Þarna er oftast mikið úrval fiskmetis á boðstólum, enda þótt stundum sé erfitt með að fá góðan fisk. Fiskbúð Norðurbæjar hefur gert svolitlar tilraunir með að bjóða við- skiptavinum sfnum upp á ýmsar nýjungar. Þannig var hún t.d. með fisk fylltan með rækjum einn daginn og annan daginn var þar að finna fisk fylltan sveppum. Viðskiptavinir Fiskbúðar Norðurbæjar kunnu vel að meta þessar nýj- ungar og hafa færri fengið að njóta þeirra en vilja. Eigandi Fiskbúðar Norðurbæjar er Jónas Árnason. Alþýðublað Hafnarfjarðar óskar Fiskbúð Norðurbæjar góðrar framtíðar og vonar að hún eigi eftir að veita Norðurbæingum og öðrum Hafn- firðingum góða þjónustu um langa framtíð. CARMEN — ný hárgreiðslustofa Föstudaginn 18. sept. sl. var opnuð ný hárgreiðslustofa f verslunarmið- stöðinni Miðvpngi og ber hún heitið CARMEN. Á CARMEN er boðið upp á dömu-, hcrra- og barnaklippingar. Hárgreiðslustofan hefur notið mikilla vinsælda frá því hún tók til starfa en hún er opin alla virka daga frá kl. 9 til 17 nema á föstudögum er opið til kl. 18. Á laugardögum er opið frá 9 til 12. Eigandi CARMENAR er Helga Bjarnadóttir og sagðist hún reyna að fara eins oft á námskeið til að fylgjast með því nýjasta f hártískunni og unnt væri. Myndin er af Helgu (t.h.) og Elfsabetu Einarsdóttur. Alþýðublað Hafnarfjarðar óskar CARMEN allra heilla f framtfðinni og hvetur Hafnfirðinga til að notfæra sér þjónustuna. Snyrtivöruverslunin Dísella cr ein af nýju verslununum á Miðvangi 41. Eigandi hennar er Þórunn Pétursdóttir. f Dfsellu er að finna mikið úrval af snyrtivörum jafnt fyrir konur sem karla. Þar eru einnig á boðstólum gjafavörur f fjölbreyttu úrvali. Þessi verslun hcfur fcngið mjög góðar viðtökur hjá Hafnfirðingum og segir cigandinn að sér Ifki mjög vel við fólkið sem leggur leið sfna þangað og er þess vegna bjartsýnn á framtfðina. Alþýðublað Hafnarfjarðar væntir þess að cigandanum verði að trú sinni og að glæst framtíð bfði þessarar smekklegu og aðlaðandi verslunar. Úr bæjarlífínu Augnlæknír tekur til starfa í Hafnarfiröi Nú þurfa Hafnfirðingar gkki lengur að fara til Reykjavíkur til að hitta augnlækni. Þann 9. nóvember s.l. opnaði Björn Már Ólafsson augnlækningastofu að Strandgötu 34 (apótekshúsinu). Björn Már lauk sérfræðinámi í augnlækning- um 1980 í Svíþjóð og starfaði þar uns hann kom til landsins í ár. í stuttu spjalli við Björn Má kom fram, að þörfin fyrir augnlækni í Hafnarfirði hefði verið orðin mjög brýn. Aðsókn hefur verið mjög góð þrátt fyrir litla kynningu á stof- unni. Björn taldi jafnvel, að sumir sem nauðsynlega hefðu þurft að hitta augnlækni hefðu trassað það ískyggilega lengi vegna þess um hve langan veg hefði verið að sækja. Einnig hefði það líka mikið að segja að biðtími hjá augnlækn- um væri mjög langur allt upp í 2 til 3 mánuði. Björn sagðist halda að þetta lagaðist væntanlega á næstu Björn Már sagðist aðspurður ekki vísa á neina ákveðna gler- augnaverslun en vildi taka fram að hann hefði átt gott samstarf við Augsýn, gleraugnaversluna við Reykjavíkurveg. Hann taldi hana standa öðrum gleraugnaverslunum á sporði. Þeir sem hyggjast nýta sér þjón- ustu Björns Más geta pantað tíma í síma 54556 eftir hádegi alla virka daga. Björn sagðist þó taka strax þá er yrðu fyrir því óláni að brjóta eða týna gleraugum ef hinir sömu gætu ekki án þeirra verið. Að lokum vildi Björn Már láta það koma fram að Sverrir Magn- ússon, apótekari hefði reynst sér afskaplega vel við gangsetningu stofunnar. Alþýðublað Hafnarfjarðar óskar hinum nýja augnlækni alls góðs og hvetur Hafnfirðinga til að nýta sér þjónustu hans. Bjöm Már Ólafsson. árum þegar allir þeir er nú væru í námi í augnlækningum erlendis kæmu heim. Bjarkirnar 30 ára Þegar minnst er á íþróttir í Hafnarfirði dettur flestum ósjálf- rátt í hug handknattleikur en fleira er nú íþrótt hér í bæ en handbolt- inn. Fimleikar eru íþróttagrein sem mjög er orðin vinsæl í bænum og eru nú aðallega stundaðar undir merki Fimleikafélagsins Björk. Bjarkirnar eins og þær eru nefndar í daglegu tali urðu 30 ára í sumar eða nánar tiltekið 1. júlí. í tilefni afmælisins brá Brynjólfur ljós- myndari sér á æfingu hjá Björkun- um og smellti af nokkrum mynd- um en við tókum tali nýkjörinn formann Bjarkanna Önnu Kristínu Jóhannesdóttur, kennara í Víði- staðaskóla. „Hver var aðdragandinn að stofnun félagsins?“ „Haustið 1949 hófu um 20 stúlkur á aldrinum 15 til 17 ára að æfa fimleika undir stjórn Þor- gerðar Gísladóttur íþróttakennara. Þegar þær höfðu æft saman í tvö ár var ákveðið að stofna félag og var stofnfundurinn 1. júlí 1951. Þor- gerður varð fyrsti formaður félags- ins og gegndi því starfi samfleytt í 27 ár. Það starf verður seint þakkað sem skyldi.“ „í hverju hefur starfið verið fólgið?“ „í fyrstu var æft af kappi og sýningar haldnar bæði innan bæjar og utan og á fyrstu árunum var t.d. alltaf sýnt 17. júní. 1954 var stofn- aður nýr flokkur sem nefndist frú- arleikfimi, sem er hressingarleik- fimi fyrir konur bæjarins og enn var það Þorgerður sem stjórnaði og var hún ein af brautryðjendum hér á landi á þessu sviði. Þessi þáttur hefur síðan verið mjög vinsæll í félaginu.“ „Einhvern tíma urðu Bjarkirnar íslandsmeistarar í körfubolta?" „Já árið 1958 var stofnaður körfuboltaflokkur vegna þess að fimleikar voru þá í einhverri lægð og árið 1963 varð 2. flokkur kvenna íslandsmeistari og Bjarkirnar því fyrstar Hafnfirðinga að vinna titil í körfubolta.“ „Hvenær er það svo sem endur- vakning fimleikanna hefst hér á landi?" „í kringum 1970 verða fimleikar mjög vinsælir hér og er þá aftur tekið til hendinni og 1971 fékk fé- lagið til starfa Hlín Árnadóttur og hún endurvakti félagið aftur si m fimleikafélag og verða störf hennar seint metin. Flokkar frá félaginu fóru nú að sýna aftur og m.a. hafa stúlkur úr Björkunum sýnt í Dan- mörku, Noregi og Finnlandi." „Hvernig hefur árangurinn verið í keppni hér heima?“ „Ekki er hægt að segja annað en að hann hafi verið mjög góður. Árið 1976 urðum við Islands- og Bikarmeistarar og aftur Islands- Afli og aflabrögð Apríl er nú farinn á veiðar á ný en hann hefur verið frá veiðum allan nóvembermánuð vegna við- gerða, sem farið hafa fram á hon- um. Afli Bæjarútgerðartogaranna hefur verið sæmilegur á árinu og skiptist hann þannig milli skipa eftir tonnatölu og verðmæti: April 4389 tonn 12.893.000 kr. Júní 4458 tonn 11.900.000 kr. Maí 3800 tonn 11.465.000 kr. Aflinn hefur verið unninn þannig, að 9813 tonn hafa farið í frystingu, 2879 tonn hafa verið unnin í skreið og 567 tonn í salt. Forvitnilegt getur verið að skoða aflaskiptinguna og eru hér tölur yfir hana síðustu tvo mánuðina. Þorskur hefur verið 17,25%, karfi 52%, ufsi tæp 20% og ýsa rúm 8%. Annar fiskur er innan við 3%. Skrapdagar hafa verið margir hjá togurunum á þessum tíma og karfi þvi óvenjulega mikill í aflanum. Bæjarútgerðin er nú að láta reisa skreiðarverkunarhús uppi á holti, við Melabraut, og mun aðstaðan til þeirrar verkunar að sjálfsögðu batna mjög þegar það verður tekið í notkun. Tveir aðrir togarar eru gerðir út frá Hafnarfirði, Ýmir og Otur, og er það af Otri að frétta, að hann seldi nú á dögunum í Cuxhaven í Þýskalandi 180tonn fyrir 1.278.000 kr. Þetta var þriðja sala hans er- lendis á árinu en að öðru leyti leggur hann aðallega upp hjá Kirkjusandi í Reykjavík og Ishúsi Hafnarfjarðar. Einhvern afla mun Bæjarútgerðin einnig hafa fengið. meistarar 1977. Þá hafa þær Karó- lína Valtýsdóttir og Brynhildur Skarphéðinsdóttir báðar orðið Is- landsmeistarar, Karólína 1976 og 1977 og Brynhildur í vetur sem leið, en hún varð einnig unglinga- meistari þá og Bjarkirnar urðu svo Bikarmeistarar sl. vetur.“ „Hvernig er það á þessum jafn- réttistímum, eru engir karlmenn í Björkunum?“ „Jú, jú, árið 1979 var lögum fé- lagsins breytt þannig að ákveðið var að gefa drengjum kost á því að æfa hjá félaginu og er nú einn drengjaflokkur við æfingar. Ann- ars vildum við gjarnan fá fleiri karlmenn til starfa fyrir félagið.“ „Hvað eru þátttakendur margir hjá ykkur?“ „Alls æfa um 200 manns hjá okkur í fimm stúlknaflokkum og frúarleikfimi auk drengjaflokksins og eru leiðbeinendur alls 9.“ „Eitthvað að lokurn?" „Ekki annað en það að við erum mjög ánægð með áhuga á fimleik- um hér í bænum en ekki komast nærri allir að og þar er um að kenna húsnæðisskorti, en við horf- um vongóð fram á veginn, þar sem nú hyllir undir nýja íþróttahúsið við Víðistaðaskóla og er mér tjáð að það henti mjög vel fyrir fim- leika. Að lokum vil ég koma á framfæri þakklæti til allra þeirra einstaklinga og stofnana hér í bæ sem stutt hafa Starf okkar undan- farin ár.“ Um leið og við þökkum spjallið er ekki úr vegi að geta þeirra sem setið hafa sem formenn félagsins, en þeir eru: Þorgerður Gísladóttir, 1951—1978, Hjördís Guðbjörns- dóttir 1978, Margrét Finnboga- dóttir 1979—1980, Anna Kristín Jóhannesdóttir, 1981.

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.