Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.12.1981, Blaðsíða 13

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.12.1981, Blaðsíða 13
ALÞYÐUBLAÐ HAFNARFJARÐAR 13 Herraríki í Norðurbæ { haust var opnuð ný herrafataverslun að Miðvangi 41. Ber hún heitið HERRARfKI og er þar á boðstólum alhliða karlmannafatnaður t.d. jakkaföt, skyrtur, skór, gallabuxur o.fl. Uppistaðan í vöruvali verslunar- innar er framleiðsla frá Gefjun. Verslunarstjóri er Heimir Bergmann og sagðist hann kappkosta góða þjónustu. Herraríki Miðvangi heyrir undir Iðnaðardeild SÍS sem og Herraríki Snorrabraut og Glæsibæ. Alþýðublað Hafnarfjarðar óskar versluninni velfarnaðar i framtiðinni. Tinna er hannyrða og saumaverslun í vcrslunariniðstöðinni á Miðvangi 41. Þetta er ný verslun sem á alla framtíðina fyrir sér. Eigendur hennar eru Auður Kristinsdóttir og Leiknir Jónsson. Meðal þess sem verslunin Tinna hefur á boðstólum er hið vinsæla norska garn Peer Gynt og Triplex, ásamt prjónamynstrum og Álafosslopa. Þarna má líka fá ýmiskonar smávörur til sauma, nærföt og sokka á börnin og ótal margt fleira sem of langt mál yrði upp að tclja. Þótt stutt sé síðan Tinna opnaði hafa margir Hafnfirðingar lagt þangað leið sína og haft þar erindi sem erfiði. Alþýðublað Ilafnarfjarðar árnar versluninni Tinnu og eigendum hcnnar allra heilla í framtíðinni. Söluturninn Opið frá kl. 9—23.30 í haust var opnaður nýr söluturn að Miðvangi 41. Þar er á boðstólum gos, sælgæti, hreinlætisvörur o.fl. Auk þess fæst þar mjólk og brauð eftir lok- unarti. a Kaupfélagsins og Kökubankans. Söluturninn er opinn frá kl. 9 til 23.30 all adagb. Eigandi söluturnsins er Svanberg Guðmundsson. Eftir viðtökunum að dæma hefur verið full þörf á þessari þjónustu í Norðurbæinn. Alþýðublað Hafnarfjarðar sendir þessum nýja söluturni bestu óskir um góða framtíð. Örkin á Miðvangi 41 er ritfangaverslun og gjafavöruverslun. Eigandi hennar er Elsa Bessadóttir. Örkin hefur til sölu ritföng, gjafavörur svo sem styttur, leikföng og fleira og blöð og timarit. Þá hefur verslunin umboð fyrir Kodak-vörur og tekur filniur til framköllunar. Örk liefnr ekki fengið bóksöluleyfi ennþá, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í þá átt. Er það ckki vansalaust að cngin bókaverslun skuli vera í Norður- bænum og kunua Norðurbæingarþví illa ef cinokunarvcldi bóksalafélagsins kcinur í veg fyrir þessa sjálfsögðu þjónustu, sem örk vill gjarnan af hendi inna. Hafnfirðingar liafa tekið þessari verslun vel og fólkið sem þar kcmur virðist vera ánægt með verslunina. Eramtíðin leggst vel í eiganda, sérstaklega ef bóksöluleyfið fæst. Alþýðuhlað Hafnarfjarðar óskar Örk góðrar framtíðar og að Norðru- bæingum gefist kostur á að kaupa þar bækur sinar, áður en langt um líður. Það myndi spara mörgum Norðurbæingum margt sporið. Hafnfirðingar Gerið full skil fyrir áramót á vangreiddum útsvör- um, aðstöðugjöldum og fasteignagjöldum til Bæj- arsjóðs Hafnarfjarðar. Athygli er vakin á því að 4,5% dráttarvextir reiknast fyrir hvern byrjaðan vanskilamánuð. Innheimta Hafnarfjarðarbæjar. Húsbyggjendur Vekjum athygli ykkar á að öll rör og tengistykki í húsgrunna fást í Skipasmíðastöðinni Dröfn h.f. Góður YÍnnu- andi Oft er rösklega tekið til hendinni í Bæjarútgerð Hafnarfjarðar og þar ríkir góður samhugur og vinnu- andi. Hagnaðurinn á Bæjarútgerð Hafnarfjarðar var tæpar 406 mill- jónir króna á árinu 1980. Það ár var hagnaður Bæjarútgerðar Reykja- víkur tæpar 137 milljónir króna og Útgerðarfélag Akureyringa skilaði hagnaði upp á 35,8 milljónir króna á árinu 1980. Reikningar þessara fyrirtækja voru gerðir upp með svipuðum hætti og niðurstöður því sambærilegar. Fötin sem þiö þurfið til jólanna fást hjá okkur. Kjörorð okkar er: GÓÐ ÞJÓNUSTA Eik Strandgötu 31 sími53534 Barnafatnaður Leikföng Barnavagnar Öryggisstólar Leikgrindur Burðarrúm Rúm O.fl. o.fl. Reykjavíkurvegi 62, Hafnarfirði, © 54255

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.