Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.08.1983, Blaðsíða 1

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.08.1983, Blaðsíða 1
A Iþýðublað Hafnarffarðar Málgagn jafnaðarstefnunnar 3. tbl. 42. árgangur Agúst1983 íhaldið, Óháðir og framsókn samþykktu auknar álögur á fólk með hœkkun á gjaldskrá Rafveitunnar: _________________________ Alþýðuflokkurinn neitar hækkunum á meðan þræla- lögin eru í gildi — Harðar deilur á aukabæjarstjórnarfundi Bæjarfullrúar Alþýðu- flokksins, Hörður Zóphanías- son og Guðmundur Árni Stef- ánsson, lýstu því yfir á auka- bæjarstjórnarfundi, sem hald- inn var í lok júlí, að þeir myndu greiða atkvæði gegn öllum tillögum um hækkanir til opinberra aðila og stof nana á sama tíma og þrælalög ríkis- stjórnarinnar giltu í landinu. Áðurnefndur fundur bæjar- stjórnar var haldinn vegna hækkunarbeiðni frá Rafveitu Hafnarfjarðar og hækkun á gjaldskrá Sundhallar Hafnar- fjarðar. í samræmi við yfirlýs- ingu bæjarfulltrúa Alþýðu- f lokksins greiddu þeir atkvæði gegn tillögum til hækkunar á gjaldskrá Rafveitunnar og Sundhallarinnar. Tillögurnar voru samþykktar með átta at- kvæðum bæjarfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins, Óháðra borgara og bæjarfulltrúa Framsóknarflokksins, sem hefur þótt réttast að lúta vilja flokksforystunnar í ríkis- stjórn. Auk bæjarfulltrúa AI- þýðuflokksins, greiddi bæjar- fulltrúi Alþýðubandalagsins atkvæði gegn tillögum um gjaldskrárhækkanirnar. „Það er alveg á hreinu, að við bæjarfulltrúar Alþýðuflokksins í Sundhöllin40ára Frá opnun sundlaugarinnar 29. ágúst Árið 1943, þann 29. ágúst, var vígð útisundlaug í Hafnarfirði. Var hún starfrækt mánuðina apríl til október ár hvert til ársins 1951. Þá var byggt yfir sundlaugina og hefur hún verið opin allt árið síðan 1952. Á þessum 40 árum er fjöldi bað- gesta samtals 3.491.500. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á sundhöllinni á undanförnum árum, 1943. bæði í tækjabúnaði og bættri að- stöðu fyrir starfsfólk og baðgesti. Nú er unnið að stækkun búningsherbergja við sundhöllina og ætla má að því verki ljúki á næsta ári. Hönnun á nýrri útisundlaug í suðurbæ Hafnarfjarðar er nú að mestu lokið og er áætlað að fram- kvæmdir hefjist fljótlega. Hafnarfirði styðjum engar hækk- anir til opinberra aðila á þjón- ustugjöldum meðan þrælalög rík- isstjórnarinnar eru í gildi. Það er mikil kröfugerð í gangi fyrir opin- ber fyrirtæki, en ekki er spurt á sama tíma um þarfir verkamanna og fjölskyldna þeirra, sem flestar berjast í bökkum þessa dagana og sjá ekki fram úr ástandinu. Með- an Iöggjöf ríkisstjórnarinnar stendur munum því engar hækk- anir styðja. Hins vegar má skoða málin á ný, þegar fullt frelsi til að semja um afkomu verkamanna verður komið á að nýju" Þetta sagði Hörður Zophaníasson, ann- ar bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins. Hækkunarbeiðni Rafveitunnar var upp á 8%, en hún kemur til viðbótar stórhækkun á útsölu- verði raforku frá Landsvirkjun. Mun þá raforka í Hafnarfirði hækka um fjórðung í einu. „Verkafólk hefur ekki lengur rétt til að semja um afkomu sína. Sá réttur hefur með þrælalögum verið af því tekinn. Við getum ekki staðið að baki stórhækkun- um á fólk um leið og réttur þess til að semja um afkomu sína hefur verið fráþví tekinn" sagði Hörður Zophaníasson. í bókun sem Hörður og Guðmundur Árni Stefánsson bæjarfulltrúar Al- þýðuflokksins lögðu fram segir m.a. að frjálsum samningsrétti verkafólks hafi nú verið rift í veigamiklum atriðum og launþeg- ar sviptir almennum lýðréttindum og samningsrétti. Þetta sé gert undir því yfirskini að eigi að stöðva verðbólguna í landinu. Þar sitji ekki allir við sama borð, ekki sé spurt um efna- hag og afkomumöguleika fjöl- skyldna og einstaklinga. „Það hlýtur að vera lágmarks siðgæðiskrafa til allra opinberra aðila, sem verðleggja opinber þjónustugjöld, að þeir gæti þess vandlega á þessu kaupbindingar- tímabili að afkomu heimilanna sé ekki stefnt í enn meira óefni en komið er með auknum álögum og hækkandi verðlagi Sé raunhæfur vilji fyrir hendi í því að stemma stigu við óðaverðbólgu í landinu, verður fleira að koma til en kaup- binding ein... Við þær aðstæður sem ríkja í þjóðfélaginu er um- rædd hækkun á raforku til Raf- veitu Hafnarfjarðar siðlaus og ó- svífin atlaga að hafnfirskum heimilum, en vitað er að mörg þeirra berjast nú í bökkum við það að láta tekjur sínar duga fyrir nauðþurftum — meðan kaup- gjald er bundið í landinu með lög- um og almenn lýðréttindi verka- lýðshreyfingarinnar fótum troð- in" segir í bókun alþýðuflokks- manna. Á bæjarstjórnarfundinum urðu harðar deilur um þessi mál og almennt um stöðu launafólks í landinu sérstaklega i kjölfar bráðabirgðalagaríkisstjórnarinn- ar. Guðmundur Árni Stefánsson bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins sagði það skyldu bæjarstjórnar- innar, að standa vörð um hags- muni og afkomumóguleika bæj- arbúa. Það væri gjörsamlega ó- þolandi að bæjarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins og Framsóknar- flokksins, hneigðu sig og beygðu aðeins vegna þess að broddar þessara flokka í ríkisstjórn kipptu í spottana. „Það er ósvífni ef bæj- arstjórn Hafnarfjarðar ætlar að ganga á eftir og hnykkja enn frek- ar á óhæfuverkum ríkisstjórnar- innar með því að samþykkja auknar álögur á bæjarbúa" sagði Guðmundur Árni. Bæjarfulltrúar stjórnarflokk- anna bergmáluðu algjörlega sjón- armið flokksforingjanna, Geirs Hallgrímssonar og Steingríms Hermannssonar. Andrea Þórðar- dóttir annar bæjarfulltrúi Ó- háðra borgara tók undir flest það, sem fulltrúar íhaldsins mæltu á fundinum, eins og oft áður. Snorri Jónsson, sem einnig sat þerinan fund fyrir Óháða í fjar- Framh. á 3. síðu Mikið fjölmenni var á hátíðarfundi bæjarstjórnar í íþróttahúsinu sem haldinn var á 75. af mælisdegi bæjarins 1. júní s.l. og meðal gesta var f orseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir. Á fundinum tilkynnti forsetinn að hann gæf i til gróðurreits í Hamrinum þrjár birkihríslur, sem helgaðar verði þeim, sem taka munu í arf uppbyggingu umhverfisins: ein drengjum og önnur stúlkum, sem nú eru að vaxa upp i Hafnarfirði, og hin þriðja þeim óbornu, sem þau í framtíðinni eignast saman og annast. Hinn 17. júní s.I. kom forsetinn í heimsókn til Hafnarfjarðar og afhenti gjöf sina til bæjarbúa við athöfn á Hamarssvæðinu. Trém, sem valinn var staður í námunda við Flensborgarskóla, gróðursetti forsetinn með að- stoð nokkurra hafnfirskra barna. Bæjarstjóri, Einar I. Halldórsson, þakk- aði forseta fyrir þessa táknrænu gjöf og þann heiður sem Hafnfiröingum væri sýndur með þátttöku forseta í hátiðarhöldum á þjóðhátíðardaginn. Athöfninni við Hamarinn lauk með helgistund, sem sr. Bernharður Guð- mundsson annaðist með aðstoð kórs Víðistaðasóknar. Matvara Fatnaður AT TTAF T T FTTWNM Gjafavara f r ^mSWNARMWSIÖÐ HAFNARMRÐI

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.