Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.08.1983, Blaðsíða 5

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.08.1983, Blaðsíða 5
Alþýðublaö Hafnarfjarðar 5 Saga Hafnarfjarðar er vandað verk sem verður höfundi og bæjarfélaginu til sóma Eins og flestum bæjarbúum mun vera kunnugt hefur Ásgeir Guðmundsson sagnfræðingur unnið að því á síðastliðnum árum að rita sögu Hafnarfjarðarkaup- staðar. Ætlunin var að bókin kæmi út á afmæli bæjarins á síðastliðnu vori en þegar til átti að taka rqyndist það ekki hægt. Hins vegar er ekki langt í land að ritið komi út. Fyrir þremur árum kaus bæjar- stjórn sérstaka nefnd til að fylgj- ast með og aðstoða höfund við útgáfu bókarinnar. í nefndinni eiga sæti Páll Daníelsson formað- ur, Snorri Jónsson og Stefán Júlíusson. Alþýðublað Hafnarfjarðar hitti Stefán að máli nýlega og spurði hann hvernig verkinu miðaði áfram og hvað væri um útgáfutíma að segja. Er von á bókinni innan skamms, Stefán? Já, þetta fer nú að styttast. Annars er Skuggsjá eða Oliver Steinn útgefandinn. Hann tekur við öllu efni, rituðu máli og myndum, og sér um prentun, frá- gang, dreifingu og sölu. Hann hefur unnið með höfundi og út- gáfunefnd undanfarna mánuði eða allt frá því að bæjarstjórn samþykkti samkvæmt tillögu nefndarinnar að hann gæfi bók- ina út. Það var frá upphafi metnaðarmál nefndarinnar að bókin yrði unnin og gefin út af Hafnfirðingum. Því var fljótlega samið við Prentsmiðju Hafnar- fjarðar um prentun og bókband. Þetta verður mikið rit? Já, allt ritið mun verða 12-1300 blaðsíður og skiptist það í 3 bindi. Nafn þess verður: Saga Hafnar- fjarðar 1908-1983. Segir nafnið til um efnið, þetta er saga bæjarins frá því að hann fékk kaupstaðar- réttindi og allt til þessa dags. Þetta er sjötíu og fimm ára saga og út- gáfan bundin afmæli bæjarins. Og efnið er þá að vonum marg- breytilegt? Efnið er fjölbreytt og reynt að gera öllum þáttum í bæjarlífinu nokkur skil, atvinnuháttum, félagslífi, skólum, íþróttum, — segir Stefán Júlíusson, rithöfundur Stefán Júliusson Elstu hús Hafnarfjarðar, Bryde-pakkhús og hús Bjarna riddara. bæjarstofnunum, frístunda- iðkunum o.s.frv., o.s.frv. Atriðin skipta hundruðum og margir koma við sögu. Þriðja bindið end- ar á bæjarfulltrúatali, æviágripi og mynd, og síðan nafnaskrá. En hvað um myndir? Myndir verða fjölmargar, vafa- . laust nær þúsund. Víða hefur ver- ið leitað fanga til að afla mynda í öllum tiltækum söfnum innan bæjar og utan, og eins hefur sér- stakur ljósmyndari verið að störf- um síðustu vikurnar. Myndasöfn- un hefur verið mikið starf og oft kostað mikla fyrirhöfn en vonast er til að allt umstangið svari kostnaði. Og hvenær er svo von á bók- inni? Sjálfsagt væri nú nær að spyrja útgefandann að því. En ég held mér sé óhætt að segja að 1. bindið komi út í september, sennilega upp úr 20. mánaðarins. Bindið er í prentun, bókband í undirbún- ingi og kápan er fullhönnuð. Þetta verður mikil bók, 450 bls. með 350 myndum, kortum og uppdráttum. Síðan er gert ráð fyr- ir að 2. bindið komi út um tveimur mánuðum seinna — eða einhvern tíma í nóvember. Þriðja bindið mun svo að líkindum koma út á fyrsta ársfjórðungi næsta árs. Þið nefndarmennirnir hafið vafalaust lesið handritið. Hvað viltu segja um verkið? Við höfum lesið handritið vandalega, stundum úr penna höfundar. Sjálfsagt hafa fæst orð minnsta ábyrgð í þessum efnum. Lesendur .dæma fyrir sig. Hjáþví verður varla sneitt í svona yfir- gripsmiklu riti að einhverja agnúa sé að finna og sumum finnist of eða van. En það er skoðun mín að hér sé á ferðinni vandað verk sem verði höfundi og bæjarfélaginu til sóma. Elsti skóli bæjarins, reistur 1927. Jóna Ósk Guðjónsdóttir: „Það verður ekki aftur tekið,ef eitt- hvað fer úrskeiðis“ Jóna Ósk Guðjónsdóttir, vara- bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins í Hafnarfirði, flutti eftirfarandi ávarp til göngumanna í friðargöng- unni sem fram fór s.l. laugardag undir kjörorðinu: „Aldrei aftur Hiroshiina". Ávarpið var flutt, þegar friðargöngumenn áðu í Hafnarfirði. Ágæta göngufólk. Hafnarfjörður er fallegur og friðsæll bær, eins og þið sjáið. Og nú hefur sólin brotist í gegn um ský- in og gleður okkur með nærveru sinni. Hafnarfjörður tekur því á móti Friðargöngunni 1983 með sól- skinsbrosi. Mér þykir vænt um þennan bæ og á þá ósk besta honum til handa, að friðsæld hans verði aldrei rofin af ógnum ófriðar. Stundum setur að mér ugg Er ástæða til að ætla annað? Vitaskuld vona ég að slíkt hendi aldrei. En stundum setur að mér ugg, sérstaklega á gráum og drungalegum dögum rigningar og kaldrana. Heimsmyndin er ekki traustvekjandi. Stundum finnst mér jafnvel sem heimsfriðurinn hangi á bláþræði, og það geti skipt sköpum, hvort ein- hver þessara háu herra úti í heimi, vakni illa fyrirkallaður einhvern morguninn. Afl, sem taka verður tillit til En að sitja með hendur í skauti og bíða og vona, er haldlítið. Við sem viljum varanlegan frið — eng- an vopnvæddan gervifrið — verð- um að hækka róminn og gera öllum ljóst, að við erum afl, sem taka verður tillit til. Við viljum sjá sólina koma upp og grasið grænka, heyra fuglasöng „Börn morgundagsins lifa í ótta. En skilja þau þá friðinn? Mega þau eilíft eiga von á því, að kjarnorku- sprengja tortími jörðinni? Munu þau berjast fyrir friði, eða örvænta 'þau? Öll heimsins börn hlustið nú á mig. Ef þið viljið eignast lifvæn- legan bústað á jörðu, verðið þið að berjast fyrir því. Ég held mig vita, að þið viljið alltaf fá að sjá sólina komu upp og grasið grænka. Alltaf heyra fuglasöng og sjá glaðvært fólk. • Ég held ekkert um það, — ég veit það. En ef sprengjan springur er öllu lokiðí‘ Þannig skrifar 14 ára sænskur unglingur. Og þessi hræðsla við sprengjuna er ekkert einsdæmi, hvorki þar né annars staðar.Hennar gætir jafnvel hjá ungum börnum, sem ekki ættu að þurfa að leiða hugann að slíkum ógnum. Hvað er verst í heiminum? „Veistu hvað er verst í heimin- um?“ spurði ungur snáði mig á dögunum. Hann svaraði sér síðan sjálfur og sagði: „Að það skuli vera til kjarnorku- og nifteindasprengj- urí‘ Hversslags framtíð er það eigin- lega, sem við bjóðum börnunum okkar upp á? Án friðar, engin framtíð Við skulum ekki gera lítið úr þessari hræðslu. Hún er raunveru- leg. Ég og jafnaldrar mínir vorum helst hrædd við óraunverulega hluti á þessum aldri, drauga, „ljóta karl- inn“ og fleira slíkt. Sá sem aldrei hræðist er heimsk- ur. Hræddur maður er varkár og ^s' reynir að varast hættuna. En búi maður við stöðugan ótta, angist og framtíðaróvissu er voðinn vís. Án raunverulegs friðar er engin framtíð. Það eru 38 ár síðan í dag, 6. ágúst, eru 38 ár liðin frá því að kjarnorkusprengju var varp- að á Hiroshima. Kraftur þeirra sprengju var ógurlegur, — svo geig- vænlegur, að okkur skortir ímyndunarafl til að gera okkur hann í hugarlund. Fórnarlömb sprengjunnar skipta tugum þúsunda, og hver veit hvort öll kurl eru komin til grafar í þeim efnum. Kóróna sköpunarverks- ins??? Máttur þeirra sprengja, sem til eru í heiminum í dag, er mörgum sinnum meiri og eyðingarmátturinn í samræmi við það. Enn skortir venjulegt fólk ímyndunarafl til að setja þær tölur sem nefndar eru í raunhæft sam- hengi. Við hugsum einfaldlega í svo smáum einingum, að slíkar tölur eiga sér enga fótfestu í okkar veru- leika. Maðurinn stærir sig gjarnan af því að vera kóróna sköpunarverks- ins. Hvílík kóróna — sem eyðir vits- munum og gríðarlegu fjármagni í vígbúnað til tortímingar eigin til- veru. Vopnaður friður? Við fáum gjarnan að heyra það, að hernaðarbandalög hafi tryggt okkur frið. Er það nú svo? Er ein- hver eðlismunur á vopnuðum friði og vopnahléi? Höfum við búið við frið frá lokum seinni heimsstyrjald- ar eins og sagt er? Svo langt sem það nær og ef menn láta sér nægja að einblína á eigin nafla. Gleymum ekki að jörðin er ein heild Við hérna höfum verið lánsöm, en við erum ekki nema örlítið brot heildarinnar. Gleymum því ekki, að jörðin er ein heild. Látum okkur annt um sérhvern blett hennar. Það verður ekki aftur tekið, ef eitthvað fer úrskeiðis. Jafnvel þótt við slyppum við sjálfa sprengjuna, gætum við átt von á „svörtu regni“ eins og því sem féll í Hiroshima. Jafnvel hafinu get- um við ekki treyst lengur. Það er bara ein lausn Sýnum nú þessum körlum i austri, vestri og alls staðar annars staðar, að okkur sé ekki sama. Veit- um þeim aðhald og látum þá sjá að fylgst sé með þeim. Það er bara ein lausn: Afvopnun — burt með kjarnorkuvopnin. Ein- hver verður að stíga fyrsta skrefið, einhvers staðar. Byrjum á kjarn- orkuvopnalausum svæðum. Takmarkið er og verður að vera: Aldrei aftur Hiroshima. Lifið heil!

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.