Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.08.1983, Blaðsíða 8

Alþýðublað Hafnarfjarðar - 01.08.1983, Blaðsíða 8
Höfðingleg gjöf Forseti bæjarstjórnar, Árni Grétar Finnsson, ásamt gefendum, Sverri Magnússyni og Ingibjörgu Sigurjónsdóttur. Eins og kunnugt er barst Hafnar- fjarðarbæ á afmælisdaginn 1. júní s.l. stórhöfðingleg gjöf frá hjón- unum Sverri Magnússyni, lyfsala og Ingibjörgu Sigurjónsdóttur. Gjöfin er til stofnunar og starfrækslu lista- og menningar- stöðvar, er beri heitið Hafnarborg og verði til húsa að Strandgötu 34 í Hafnarfirði. Stofn að lista- og menningarmiðstöðinni er fasteign- in Strandgata 34 og stórt málverka- og bókasafn hjónanna. Hlutverk stofnunarinnar er að efla alhliða lista- og menningarlíf í Hafnarfirði og verkefni hennar verður m.a. rekstur listasafns, vinnustofu, og sýningarsals. Þessi stórhöfðinglega gjöf þeirra hjóna verður án efa til þess að efla menningar- og listalíf í Hafnarfirði. Stjórn Hafnarborgar skipa fjórir menn: Sverrir Magnússon, til- nefndur af gefendum, Ellert Borgar Þorvaldsson og Rannveig Trausta- dóttir, tilnefnd af bæjarstjórn og Einar I. Halldórsson, bæjarstjóri, sem er sjálfskipaður. Stjórnin hefur þegar hafið störf og stendur til að halda sýningu á málverkum í eigu stofnunarinnar. Aðalfundur Kvenfélags Alþýðu- flokksins 19. maí sl. var haldinn aðalfundur í Kvenfélagi Alþýðuflokksins í Hafnarfirði. Þær breytingar urðu á stjórn félagsins að Ásthildur Ólafsdótt- ir, sem gengt hefur stöðu for- manns síðastliðin 8 ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Formað- ur var kosinn Guðfinna Vigfús- dóttir. Aðrir í stjórn voru kjörnir: Valgerður Guðmundsdóttir vara- formaður, María Ásgeirsdóttir ritari, og Guðrún Guðmunds- dóttir gjaldkeri, Meðstjórnandi er Sigríður Magnúsdóttir. Um leið og Kvenfélag Alþýðu- flokksins býður nýjan formann velkominn til starfa, þökkum við Ásthildi sérstaklega góða hand- leiðslu undanfarin ár. Við vonum' Ásthildur Ólafsdóttir að við fáum að njóta áfram ósér- hlífni hennar og eldmóðs í starfi sem almenns félagsmanns. Vetrarstarfið verður hafið að Guðfinna Vigfúsdóttir fullu nú eftir ráðstefnuna í Munaðarnesi. Vonum við að Alþýðuflokkskonur mæti hressar eftir sumarið. Ný fyrirtæki Nýlega var opnað sérstæð versl- •un að Dalshrauni 13 og heitir hún .Myndin. Myndin hefur á boðstól- um yfir 500 eftirprentanir og pla- köt eftir þekkta erlenda listmálara og ljósmyndara. Myndirnar eru af margs konar stærðum og myndefnið fjölbreytt, allt frá fjör- legum teikningum upp í fagrar landslagsmyndir. Verslunin er með umboð fyrir Scandecor, sem er stærsta plakatfyrirtæki heims. Auk venjulegra plakata er hægt að fá 5-10 m2 veggmyndir sem límdar eru á vegg eins og veggfóð- ur. Einnig er hægt að fá hurðar- myndir. Innan tíðar koma í Myndina eftirprentanir eftir íslenska mál- ara s.s. eftir Kjarval og fleiri. Verslunin er opin frá kl. 9-18 alla daga (lokað í hádeginu) og laugard. og sunnud. frá kl. 13-16. í sumar var opnuð ný bókaversl- un að Reykjavíkurvegi 60 (í sama húsnæði og blómabúðin Dögg). Ber hún heitið Bókbær. Eigendur eru Eggert Ólafsson og Guðjón Sigurðsson. Bókbær hefur að bjóða erlendar og innlendar bækur og er sérstök áhersla lögð á barnabækur. Einnig er þar mikið úrval af blöðum og tímaritum, ritföngum og gjafavör- um. Skólafólk ætti að fá allt við sitt hæfi í Bókbæ. Bókbær er Norðbæingum kær- kominn því þeir hafa Iengi þurft að sækja þessa þjónustu langt út fyrir hverfið. Bókbær hefur fengið ágætar við- tökur bæjarbúa og margir lagt þangað leið sína. gcandecor •galerie Alþýöublaö Hafnarffarðar jafnadarstefnunnar Togaraafli í júlí Viðar Þórðarson, hafnsögumaður, veitti blaðinu eftirfarandi upp- lýsingar um togaraafla í júlí. í fyrsta dálk er afli togaranna í tonnum, síðan verðmæti aflans og loks skipting hans i þorsk og karfa. Afli Verðmæti Þorskur karfi Otur: 135.015 900.783 59.841 3.068 Apríl: 139.130 1.412.786 76.548 36.334 Sjóli: 128.432 831.820 13.069 94.274 Júní: 228.926 1.530.412 1.264 215.323 Otur: 171.988 1.181.295 5.461 158.190 Apríl: 147.661 1.715.106 26.520 16.730 Sjóli: 64.936 723.780 46.522 10.764 Júní: 116.528 1.269.902 10.335 562 Otur: 141.171 1.145.980 34.243 75.508 Maí: 114.543 1.522.264 113.985 294 alls: 1.388.330 12.214.128 587.788 611.047 ■4' Frá höfninni. Gjafavörur í úrvali Lítið inn Opnunartími 9-18 lokað í hádeginu laugardr- sunnud. 13—16 Myndin Dalshrauni 13 Seikó Seikó-gæði Seikó-ending Tryggvi Ólafsson Úrsmiður Strandgata 25. 5.3530

x

Alþýðublað Hafnarfjarðar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublað Hafnarfjarðar
https://timarit.is/publication/411

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.