Alþýðublaðið - 24.04.1923, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.04.1923, Blaðsíða 2
2 ALÞYÐUBLAÐIÐ Sparsemi vegamáiastjóra. Eins og ölium er kunuugt, befir vegamálástjóri alla umsjón með vegum og brúm þessa lands, og ræður hann því alt það 'ólk, sem þarf til vinnu við það. Einnigf kaupir vegamála- stjóri alt það e'ni og áhöld, sem siik vinna útheimtir. Þegar maður kemur til vega- málastjóra að falast eftir viunu, til dæmis við vegagerð, þá er vanalega fyrsta svarið, að hann geti ekki borgað hátt kaup; landið hafi í svo mörg horn að líta, að þ&ð verði að fara spar- lega með fó þess, og hann geti ekki forsvarað fyrir ríkisstjórn- inni þetta háa kaupgjald, ekki einu sinni hid almenna verka- mannakaup, sem er kr. 1,20 á tíma. Því var það, að í fyrra eins og að undanförnu var í vega- vinnu borgáð lægra kaup. Hæsta kaup í fyrra. við vegaviunu var 95 aurar á kl.st. og sums staðar ettir sögn ekki nema 50 aurar á kl.st. Þetta 95 aura kaup var víst borgað hérna megiu við Hellisheiði. En íyrir þetta kaup fengust ekki til að vinna aðrir en óvaningar, en það er með vegavinnu eins og svo marga aðra vinnu, að því vanari sem maðurinn er, því meira afkastar hann og gerir verkið miklu betur. Eins og að framan sést, þá hefir vcgamáiastjóri sparað land- sjóði þarna 25 aura á kl.st. á hvern mann. í augum vegamála- stjóra er þetta að sjáifsögðu ekki svo [ítill sparnaður. En með dæmi ætla ég að sýna, að þetta er að eins að hlunnfæra íands- sjóðinn. Þegar borið er ofan í veg, þá er haíður maður á veginum til úrmokfsturs, og það er vanda- verk og helzt ekki fáandi í hendur öðrum en þeim, sem bæði .er vandvirkur 0g vanur. Við þann starfa er að eins einn maður, ef vanur er, og kaup hans væri því með almennu kaupi 12 kr. á dag. En þar som að eins er um óvaninga að ræða og því iægra kaupið, þá væri það kr. 9:50 á dag. • Nú verða mennirnir að vera tveir sökum vankunnáttu sinnar, og verður því kaup þeirra beggja 19 kr. á dag. Landssjóður verð- ur því að borga þarna 7 kr. meira á dag, heldur en hann hefði þurft að gera, ef hærra kaupið hefði verið greitt og vönu mennirnir teknir, að því óuleymdu, að verkið hefði þá líka verið miklu betur gert. Þetta tel ég heldur dýra til- raun á kostnað landssjóðs til þess að setja niður kaup verka- manna, já, engu ódýrari en sandþurkunarkassinn forðum. Tilgangurinn er auðsær. Hann er vitanlega sá að sýna vinnu- kaupendum frám á. að það sé óþarfi að borga svona hátt kaup, að hann (vegamálastjóri) geti fengið menn fyrir miklu minna kaup en aðrir, en hitt er ekki talað um, hvað miklu fleiri menn þurfi af hinum kauplægri til þess, að hægt sé að afkasta jafnmiklu verki og ef vanir væru. Vitamálastjóri vildi í fyrra fá menn fyrir sama kaup og vega- málastjóri við vitabyggingar eystra og sagðist ekki geta for- svarað það við landsstjórnina að borga meira en vegamálastjóri. En vitamálastjóri gat ekki frem- ur en hinn fengið nema óvant fólk og tók þá heldur þann kostitin, sem og sjálfsagt var, að borga hærra kaup og hafa sitt vana fólk, Sparnaðarviðleitni vegamála- stjóra kemur vfðar fram en hér að framan er ságt, enda væri það dálítið skringilegt, et svo væri ekki, því að stöðu sinnar vegna ber honurn skylda til þess að ausa ekki fé úr lands- sjóði að óþörfu, og þvf var það, að vegamáfastjóri keypti í fyrra benzín at mági sínum, Hallgrími Benediktssyni, fyrir 1 kr. pr. kg., er Landsverzl.seldi þaðá 93 au. kg. og í júní eða júlí, þegar Lands- verzlun selur á 70 aura hvert kg., kaupir vegamálastjóri áfram af sama manni á 1 kr. pr. kg. Þá er mismunurinn þó orðinn 30 aurar pr. kg. Alt er þetta gert af eintómri sparnaðarvið- leitni fyrir landssjóðinn. En þess verður þó að geta, að heiði vegamálastjóri ekki keypt af Hallgrfmi beozínið, þá heíði Hallgrímur ekki getað selt það nema með stórkostlegu tapi, og slíkt mátti vitanlega ekki koma tyrir, þar sem vegamálastjóri var mágur hans og gat bjargað þessu við svona í kyrþeí, Slík ósvinna, sem. þessi, að setja niður kanp verkamanna landssjóði og þeim sjálfum til stórskaða, má alis ekki líðast vegamálastjóra lengur. Verklýðs- félögin verða að taka hér í taumana. Heldur ma landsstjórn- in ekki líða vegamálastjóra þuð að kaupa beozfn og smurnings- olíur annars staðar en hjá Lands- verzlun svo Iengi sem Lands- verziun hefir þær vörur til og það með miklu lægra verði. Heyrst hefir, að vegamála- stjóri ætli ckki að borga nema 60 aura á klst, í sumár áustur ( Holtavegi, og ættu verkiýðsíé- lögtn að spyrjast fyrir um, hvað hæft væri í þessu, og ef satt rpyndist, þá ætti að senda mann þangað austur til þess að koma vitinu fyrir þá menn, ef nokkrir væru, sem ætluðu sér áð vinna íyrir þetta kaup. Vega gerð armaðu r. tslaodsbanki. Bréf hr. Eggerts CíaeKsens bankastjóra hið síðara, er getið var í gær, hljóðar svo: >Til ritstjóra Alþýðublaðsins. Ég þarf aftur að biðja yður, herra ritstjóri, að taka af mér nokkrar línur í blað yðar út af átramhaldandi át ácum >Dufþaks< á íslard^banka í Alþýðublaðinu, sem kom út í gær. Það er ósatt, að ég hafi á fundi Gunnars Sigurðssonar í Nýja Bíó í vetur sagt nokkurt oið í þá átt, að íslandsbanki skoðaði sér það óviðlcomandi, hvert gengi væri á íslenzku krónunni. Eu ég sagði, að sú bjálp, sem aíþingi og stjórn kynui að veita til þess að bæta gengið, væri ekki hjálp handa íslandsbanka — og heldur ekki handa Landsbankanum —, heldur væri sú hjálp veitt vegna hags- muna almenuings til þess að

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.