Gamanblaðið - 01.02.1917, Qupperneq 1

Gamanblaðið - 01.02.1917, Qupperneq 1
2. BLAÐ GAMANBLAÐIÐ KEMUR ÚT VIÐ OCi VIÐ MEÐAN SÉST TIL MÁNA 1917 Draugurmn í Tungu og drengirnir úr Reykjavík. það er svo mörgu logiö, aö þaö er ómögulegt aö vita hvaö er satt og hvað er logiö. það skal því látið ósagt, hvort sagan ai draugnum í Tungu og drengj- unum úr Reykjavík er sönn, en hún er hér höfð eftir stúlku sem saumar rúllupilsur í sláturtíðinni fyrir móðir stúlku, sem er vin- stúlka stúlku, sem stúlka, sem er máikunnug stúlkunni minni þekk- ir, og hún var einusinni rétt komin að því, að ráða sig í kaupa- vinnu á næsta bæ við Tungu, svo það er ekki beint ástæða til þess að rengja söguna. <* * Ðraugagangurinn i Tungu var eKkert leyndarmál. Bóndinn 1 Tungu haföi því aldrei reynt að lara þess á leit við drengi úr Reykjavík að þeir færu til sín yfir sumartímann. Enn þettavor var hann í vinnufólkshraki, eins og gerist, og réöi því af að ráða til sín tvo Reykjavíkur-drengi ytir sumartímann. (Hann hafði þá tvo vegna draugagangsins). Annar drengurinn hét Marteinn og var kallaður Lúther, en stund- um Matti, en hinn hét Friðrik og var ýmist kallaður Barbarossa, eða Frikki. Undir kvöld, daginn sem dreng- irnir komu, vaknaði Tungumóri við það að talað var hátt réttvið hlöðugaflnn, þar sem hann svaf á loftinu. Heyrbi hann þá að sagt var að Lúther og Barbar- ossa væru komnir að Tungu. Varð honum mjög bilt við þessa "fregn, því Húsavíkur-Lalli, sem er veí mentaður eins og margir þingeyingar, hafði sagt honum sögur af þeim báðum, einkum þó af Lúther; Hann hélt sig því inni alia nóttina, og auðvitað næsta dag líka, því draugar eru ekki svoleiðis að spankúlera út um hlað um hábjartan dag, þó margir menn séu að draugast úti á nóttinni. Næsta kvöld var Tungu-Móri í mestu vandræðum, því hann átti von á írafellsmóra. 10 kr. verð1au n fyrir að ráða gátu. Nánar í næsta biaði. Hann þorði ekki fyrir sitt auma draugslíf að fara út og á móti honum, til þess að vara hann við, því hann hafði heyrt bónda tvis- var kalla á Martein, og dró af því, að þeir Lúther væru ennþá á bænum. þegar leið að miðnætti fór Móri að verða alvarlega smeikur um að þeir Lúther og Barbar- ossa hefðu kveðið niður írafells nafna hans. En rétt þegar klukk- an var tólf, kom Írafells-Móri upp á hlöðuloftið. Var hann hinn rólegasti og reykti vindil eins og lifandi maður. þótti Tungu-Móra sem hann hefði heimt nafna sinn úr Himnaríki og sagði honum hvílík heljarmenni væru komin að Tungu. þá hló írafells-draugurinn dátt, og sagði honum að þetta værudrenghnokk- ar tveir sem fengnir hefðu verið til þess að vaka yfir túninu* Bauðst hann til þess að hræða þá svo þeir myndu eftir því, og skyldi það vera hefnd fyrir hvernig þeir höfðu — óafvitandi þó — hrætt kunningja hans. Draugarnir átu nú mat, sem íra- fells-Móri kom með, og þegar þeir höfðu lokið snæðingi kveikti Írafells-Móri sér í vindli, (því honum var altaf gefið nóg tóbak) en Tungu-Móri fékk hjá honum í nefopið (því drauga vantar nef). Nóttin er ekki lengi dimm, í Mai. það var því nær albjart þegar Írafells-Móri labbaði reykjandi út á tún til þess að hræða strákana. Hann tók ekki á sig neitt ægi- legan svip, því hann hélt að þeir mundu verða viti sínu fjær óðar og þeir sæju hann, en reyndin varð önnur. Drengirnir sátu á túngarðínum með nokkur hrúts- horn, og mældu með seglgarns- spotta hvert væri lengst. Frikki sem kom fyr auga á drauginn, sló á lærið og sagði: „Hvert þó í eldsúran! Spaugelsi með vindil í kjaftinum! þetta er betra en draugamyndin sem var í bíó!“ Draugurinn nam staðar, svo hverft varð honum við að dreng- irnir skyldu ekki hræðast hann,

x

Gamanblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gamanblaðið
https://timarit.is/publication/423

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.