Gamanblaðið - 01.02.1917, Blaðsíða 2

Gamanblaðið - 01.02.1917, Blaðsíða 2
GAMANBLAÐIÐ jafnframt því sem honum sár- gramdist, hve óvirðuglega var tal- að til hans, Írafells-Móri — lands- þektsdraugs. „Ég er Írafells-Móri“ sagði draugurinn þóttalega. Frikki stóð upp og tók ofan. „Eg heiti Friðrik Pálsson, er stundum í gamni kallaður Bar- barossa. þessi sómamaður sem þarna situr er Marteinn Pétursson — kallaður Luther. þú ert nú ekki sem bölvuðust afturganga® bætti hann við. „því eruð þið ekki hræddir“ spurði drangurinn og lét glamra tennurnar. „Ha! Kannske við ættum að vera hræddir við þig? þú ert aumi fjandinn! Hefur ekki einu sinni horn! Eg held eg verði að hjálpa þér um þetta hérna" sagði Matti, og um leið senti hann hrútshornínu beintframan í draug- inn, sem misti vindilinn og tók til fótanna heim á hlöðuloft. Tungu-Móri heyrðl háværan drengjahlátur, og komst í gott skap við það. (það væri aumi bölvaður draugurinn sem ekki gleddist við glaðværan drengjahlátur!) En rétt á eftir kom Írafells-Móri þjótandi inn spreng-móður og bálvondur; og sagði stnar farir ekki sléttar. Kom þeim nú saman um það draugunum að þessarar svívirð- ingar yrði að hefna. Bjuggu þeir til glóðarhaus úr gatnalli töðu sem þeir fundu í hlöðunni. Var hann líkastur selshaus að sjá, og með glóandi augu. Fanst draug- unum sjálfum hann vera all-ægi- legur og læddust nú með hann út á tún. Drengirnir sátu ennþá á túngarðinum. (Frh.) S I u n g i n n . Til gimsteinasala, í Vínarborg kom eitt sinn sem oftar vel búinn maður og kvaðst vilja kaupa de- mantshálskeðju. Honum voru sýndar margar, en honum fanst engin þeirra nógu skrautleg. Loks var honum þó sýnd ein, sem hon- um fanst nógu mikið til koma. Það var Iang dýrasta keöjan, og kostaöi hún 50 þús. kr. Maður- inn tók einkennilega lagaðar öskj- ur upp úr vasa sínum og Iét fest- ina í. Síöan vafði hann um hana pappír og batt um, og að Iokum tók hann upp hjá sér lakk og sig- neti og innsiglaði böggulintt. Stakk honum síðan á sig. Gerði hann sig þá líklegan til þess aö borga, en haföi þá enga pettinga á sér. Tók hann þá böggulinn upp úr vasa sínum og bað girnsteinasal- ann að geyrna hanu meðan hann snöggvast sækti peninga, og nafn- greindi sig sem Slisikí greifa. Kvaðst hann koma aftur að vörmu spori. En hann kom aldrei aftur, og þeg- ar gimsteinasalinti optiaði innsigl- aða böggulinn, var hann tómur. Maöurinn haföi, þegar hann kom inn í búðina, haft annan böggul í vasanum aö öllu leyti eins og þann, sem hann bjó út þar, og haföi skift um bögglana í vasan- um. Gimsteinasalinn sá hvorki mann- inn né hálsfestina framar, og eng- inn greifi var t Austurríki sem hét Slisiki. Ameríku-Íslendingurinn: í Ame- ríku kunnum við að nota tímann. T. d. get eg sagt yður, að eg kyntist Sesselju minni í byrjun febrúar, 1. marz trúlofuðumst við, 1. apríl giftumst við og 3. júlí fæddist Karl litli. Odýri silki. Lagleg stúlka kemur inu í búð og fær aö líta á svuntusilki. Hvað kostar alinin«, segir hún. »Það kostar koss hver meter«, segir búð- armaðurinn. Stúlkan fær mælda 2 metra, og um leið og hún fer meö silkið segir hún: »Hún atnma gamla kemur rétt bráðum, þér get- iö tekið borgunina hjá henni*. Málarinn: Eg málaöi í fyrra svo eðlilega mynd af rauðglóand ofni, að eg hefi ekkert þurft að leggja í ofninn í vetur í herberg- inu sem hún hangir í. Annar málari: Þaö þykir mér ekki mikið, þvt eg málaöi hér í vetur mynd af Geir gamla svo eðlilega og lifandi, aö eg heti orð- ið ið fara daglega með hana til Eyjólfs, til þess að láta raka hana Konan (bálvond): Að þú skul- ir geta horft framan í mig án þess að depla augunum. Maðurinn: Ojá, það er ótrú- legt hverju maður venst. Ungfrúin: Hvar keyptuð þið hringana. Hin: Hjá Bjarna. Ungfr.: því keyptuð þið þá ekki hjá Jóni? Hin: Nei‘ hjálpi okkur, eg er f'jórum sinnum búin að bera hring þaðan. A. : Hvert heldurðu að sé skað- legra fyrir aldingarðinn, orrnar eða smáfuglarnir ? B. : Ja, eg hafði orma þegar eg var strákur, og það var bölv- að, en smáfugla hef eg aldrei haft, svo eg skal ekki segja um hvert er verra.

x

Gamanblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gamanblaðið
https://timarit.is/publication/423

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.