Gamanblaðið - 01.02.1917, Blaðsíða 4

Gamanblaðið - 01.02.1917, Blaðsíða 4
OAMANBLADIÐ NafnSausir 1 ----- _ Frh. II. Brynvarða sjóskrímsUð. En alt í einu datt mér í hug: er hún lifandi? og við það kom eg tii sjálfs mín aftur, og fór að fika mig að þeim enda Hekaus, er höfuð hennar var á, svo sem fyr var frá sagt. Andlit hennar var hvítt; hvítara en þunna hvíta siíkitreyjan sem nú féll þétt um bringu hennar og brjóst, og leyndi engu. Augun voru lokuð og eg sá ekkert lífsmark með henni. Eg þrýsti hinum þurru brenn- andi vörum mínum á hina litlu, köldu, votu hendi hennar. „Dá- in“! hljómaði innan í mér, og eg slepti takinu á flekanum og fór þegar í kaf. En um leið fanst mér eg heyra taktföst slög, eins og í gufuvél. Svo rakst eitthvað af afli í höfuðið á mér, og eg misti meðvitundina. þegar eg raknaði aftur úr rot- inu var orðið vel hálfbjart. Eg lá ofan á einhverju hörðu, og skelfing greip mig sem snöggv- ast, því eg hélt að eg lægi ofan á flekanum sem hefði snúist við og að stúlkan því lægi bundin undir honum. En á næsta augna- bliki huggaði eg mig við það, að hún væri þá dauð fyrir löngu. Með mikilli áreynslu lyfti eg höfðinu, og þarna var þá flekinn rétt hjá mér, og stúlkan ofan á honum! Hún lá þar bundin, og hið bjarta hár hennar flaut sem gull-elfa um hið hvíta ándlit. Undir mér heyrði eg óaflátan- lega dimm og taktföst högg, eins og vél gengi án afláts djúpt niðri i sjónum, og alt í einu datt mér i hug þaÖ sem í virtist hugsun vitstola manns, að eg lægi á kaf- báts-þilfari sem gutlaði um. Henni og mér hlaut að hafa skolað upp á þilfar kafbátsins, það var ótrú- legt, en þannig hlaut það samt að vera, því ótrúiegra var það að við værum á bakinu á hval, enda eru hvaiir ekki brynvarðir (eg var rétt orðinn þess vísari, að eg lá á járn- eða stálplötum). Nei, það gat ekki verið neinum blöðum um það að fletta, við vorum á þilfari kafbáts — eins þessara hræðilegu morðtóla, sem svo mjög höföu látið til sin taka í heimsstríðinu, sem þegar þetta skeði, alveg nýverið var til lykta leitt. Eg heyrði nú mannamál, þrátt fyrir vindinn og ölduskvampið. Svo heyrði eg rödd, sem sagði á framandi tungumáli, sem eg þó skildi: „Tiibúnir að kafa! Niður í skipið og lokið turnin- um. bað er eimskip á stjór- borða“. Við að heyra þessi orð, greip mig hræðsla svo mikil, að ómögu- legt er að lýsa því með orðum. Eg — sem þegar hafði álitið að lífinu væri bjargað — átti nú, svo illa sem eg var á mig kom- inn, að kastast á ný út í hið ólgandi, freyðandi haf, þar sem mér var dauðinn vís. Eg reyndi að hrópa, en kom ekki upp nokkru hljóði; tungan og var- irnar voru þrútnar af sjávarselt- unui, og hálsinn var sem reyrð- ur saman. Með ákafri áreynslu tókst mér að rétta upp annan handlegginn og veifa með honum. Eg heyrði undrunar og ótta óp fyrir aftan mig, og mér fanst ópið líkast himneskum hljómi, því nú vissi eg að okkur varð bjargað. Okkur? Já mér, en var hún enn á lífi? Nokkrum mínútum seinna lutu tvö fremur ófríð og skeggjuð andlit niður að mér, en mér fanst þau eins fríð og engla-ásýndir. Eg fann að mér var lyft upp, og að eg var borinn eftir þilfar- inu og réttur öðrum inn í stjörnu- turninn. Svo var eg borinn nið- ur í skipið. Mér var ennþá ómögulegt að koma upp neinu orði, en augnaráð mitt hlýtur að hafa verið mjög spyrjandi, því maður sem horfði á mig, hneigði til mín höfuðið og sagði: „Já, henni er einnig bjargað, og hún er lifandi*. III. Gestur eða fangi. það leið lengri eða skemri tími — hvað langur, veit eg ekki — að eg var að öllu eða hálfu leyti rænulaus*. Undarlegar inynd- ir virtust bera fyrir augu mér og einkennilegir tónar og hljóð hljómuðu í eyrum mér; og þó virtist mér eg stöðugt heyra sama taktfasta sláttinn sem eg heyrði rétt um það bil að eg slepti flek- anum og sökk. En einn morgun vaknaði eg — að því er mér virtist eftir íangan styrkjandi svefn — og var þá með fullri meðvitund, þó líkami minn væri ennþá mjög óstyrkur. þá var það að eg i fyrsta skifti heyrði einkennilega rödd; hún var veik og skjálf- andi en þó mikilfengleg. Rödd- in var ekki í herberginu, sem eg var í og eg heyrði henni ekki svarað. Hver gat það verið sem hafði þessa einkennilegu rödd. Og hvaða skip var það sem eg var kominn á? ' Útg.: Ó. Friðriksson. Prentsmiðja Þ. Þ. Clementz.

x

Gamanblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gamanblaðið
https://timarit.is/publication/423

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.