Gamanblaðið - 01.03.1917, Qupperneq 1

Gamanblaðið - 01.03.1917, Qupperneq 1
GAMANBLAÐIÐ 3. BLAÐ KEMUR ÚT VIÐ OG VIÐ MEÐAN SÉST TIL MÁNA 1917 . ; • i Draugurmn í Tungu og drengirnir úr Reykjavík. ---- Frh. Ðraugarnir læddust nú hálfbognir aö drengjunum, og þegar þeir voru komnir ndgu naerri, risu þeír upp og sentu glóðarhausnum. Kom hann niður nokkuð fyrir framan drengina og valt eftir grundinni, þar til hann sfaðnæmdist rétt hjá þeim, og staröi á þá með glóandi glyrnunum. Varö þeim í fyrstu mjög hverft við, sem von var, en átfuðu sig þó fljótt. »Eldsúran«, sagði Frikki. Matti sagði ekkert, en stökk niðj j ur af garðinum, hijóp að glóöar- hausnum og sló hann með löpp- | inni svo hann lókst hátt á Ioft og afrur í áttina til drauganna. »:Knattspyrna«, hrópaði Frikki, stökk niður af garðinum og veif- aði hrútshorni, sem hann héit á, yfir höföi sér. ölóðarhausinn kom framan i mjóhrygginn á Tungu-Móra og fór þaðan upp á milli rifanna í hon- um og sat þar fastur. Lagöi Tungu- Móri þegar á flótta, en Frikki senti hrútshorninu af hendi, og hefði það hitt óþyrmilega þann líkams- hluta, sem menskir menn sitja á, ef draugar hefðu þann sama líkams- hluta, en af því svo er ekki, small hrútshornið í mjaðmarbein draugsins og varö það til þess, að hann hrað- aði Uóttanum ennþá meira. Um írafellsllsmóra er það að segja, að hann tók til fótanna rí undan nafna sinum og varö fyrri en hann heim á hlööuloft. Hvers vegna , hann flúði, vita menn ekki, en þeir sem þekkja hann vel, segja, að hann sé sá smekk draugur, að enginn vaf geti á þvi leikiö að hann hafi fiú- ið þá óhemju í islenzkunni, að kalla sparkið spyrnu. En hvort sem þetta er rétt eða ekki, þá er víst að hann tók á rás óðar og Frikki hafði hrópað »knattspyrna«. Ekki sáu drengirnir meira til drauganna þessa nótt, enda var þess skamt að bíöa að sólin roð- aði suðvesturfjöllin. Næsta kvöld vöknuöu draugarnir snemma og töluðu margt um hvernig þeir ættu að hefna sin á þessum strákaskröttum úr Reykjavík. Tungu- Móri fór niður á gólf til þess að sækja matinn, sem honum var skamtaður (honum var altaf skamt- | að, því annars helti hann niður mjólkinni, batt kýrnar saman á i hölununm, gerði gust svo pilsin i fuku upp um eyrun á stúikunum, I og alt eftir því). Kom hann aftur . að vörmu spori — ef hægt er að j segja það um þá sem ganga á j köldurn, berum beinum — og var | f meira Iagi hróðugur. Auk hins ’ venjulega matar Iágu á diskinum 4 sveskjur — eins og sveskjur. Skoðaöi Tungu-Móri þetta sem tákn þess að fólkinu i Tungu mis- líkaði hvað drengirnir hefðu að- hafst, og vildi nú reyna að blíöka hann með sætindum úr kaupstaðn- um. »Svona búlduleitar sveskjur hefi eg aldrei séð«, sagöi Irafellsdraug- urinn. »Eg ekki heldur*, sagði hinn, »sveskjur eru vanar að vera svo kinnfiskasognar«. »Nú sveskjurnar«, sagði Tungu- Móri, þegár siðasti magálsbitinn var horfinn inn fyrir tennurnar á kunningja hans. »Þessi er hálf-beisk«, sagði íra- fells-Móri og hóstaöi. Tungu-Móri rendi niður fyrri sveskjunni. Svo kjamsaði hann dálítið á þeirri seinni og svelgdi henni niöur. írafells- Móri hrækti út úr sér seinni sveskj- unni. Það setti ákafann hósta að báðum draugunum. »Hver þremilljnn er þetta« sagði Móri frá Irafelli þegar dró úr hóst- anum. . »Mig logsvíður innan i banakringlunnw. »Mig líka«, sagði nafni hans. s-Maöur skyldi halda að sveskjurtiar hefðu veriö fullar af pipar«. »Já, svei mér þá«, sagði Tungu- draugurinn hóstandi. Draugarnir heyrðu nú háværann hlátur úti fyrir. Svo var hlegið, svipað því er sýður í grautarpotti. Það var Gvendur Kr. sem vakti yfir túninu á næsta bæ (sem lá skamt burtu), sem var í heimsókn hjá Frikka og Matta. Strákaskrattarnir hafa gert það«, sagði Tungu-Móri og skók vand- ræðalega hauskúpuna. Nokkru seinna læddust draug- arnir út í bæjarlæk, til þess að þvo á sér banakringlurnar. Á leiðinni inn aftur rak Tungu-Móri stóru tána í nagla, sem stóð upp úr þröskuldinum í hlöðudyrunum, og hafði mikinn verk í tánni alla nótt- ina. Mönnum hættir mjög til þess

x

Gamanblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gamanblaðið
https://timarit.is/publication/423

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.