Gamanblaðið - 01.03.1917, Blaðsíða 2

Gamanblaðið - 01.03.1917, Blaðsíða 2
GAMANBLAÐIÐ annaöhvori aö hata eöa fyrirlíta þá sem finna mikið til í stóru tánni. Þaö er mjög rangt. Því þeir sem af slíku þjást eru mjög aumkunar- veröir, ekki síst ef verkurinn stafar af peningum eöa >ættgöfgi«. (í næsta blaði hvað gerðist nóttina eftir). Maöurinn (við konuna): Þaö held eg heimurinn sé alveg orðinn vit- taus. Stríðið ætiar engan enda að taka, og svo setur þú, asninn þinn. þvottabalann í miðjan ganginn svo eg hálfdrep mig á honum. Kerling: Er satt þaö sem sagt er um hana Stínu Sveins? Önnur keriing: Víst er þaö satt. Hvaö er sagt um hana? B: Mér finst þetta kaffi vera eins og skólp á bragðíð. A: Það er satt sem þú segirf og svo er auk þess óbragð aö því! Drengurinu: Eg átti aö skila þessari pönnu sem þú iánaðir henni mömmu. Konan: Átturðu ekki aö skila ööru en pönnunni? Drengurinn: Nei. Konan: Jæja góöi, eg hélt þú heföir kannske átt að skila þakklæti fyrir lániö. A: Fyrirgefiö, eg er aðkomu- maöur hér í Reykjavik, getiö þér sagt mér hvar eg get fengiö keypt kaffi og brauö meö fyrir svona 50 aura? B: (sagði honutn það). A: En getiö þér ekki sagt mér hvar eg get fengiö lánaöa 50 aura? Þormóöur: Hefurðu heyrt aö Bjarni er hættur að taka í nefið? Árni: Hvað segiröu! Hvenær dó hann? Allir vöknuðu. Jón gamli Guðmundsson mætti prestinum á förnum vegi og fer að rabba við hann. Hann býður presti í nefið. „þetta er gott tóbakK, segir prestur. Ójá, það er nógu gott“, svara gamli maðurinn, „en þér hefðuð átt að reyna tóbakið sem hann Jón minn kom með í vor úr Reykjavík. Hann gaf mér í nef- ið í kirkjunni hjá yður, og svei mér ef eg hnerraði ekki af því svo hver einasti maður í kirkj- unni vaknaði". Emil: Sigurður er auðvitað ekki heima frekar en vant er? Vinnukonan: Nei, hann er við greftrun. Emil: Það lá að! Haun er bara altaf eitthvað að skemta sér! Ríkisbubbinn: Ef þú þarft að >fóna« þá farðu þarna inn í bif- reiöa-útsöluna. Frúin: Eg kaun ekki við það án þess að kaupa neitt. Ríkisbubbinn: Keyptu þá bara einar tvær þrjár bifreiðar! Betlarinn: Gefðu mér 4 aura séra minn, gerðu það góði! Presturinn: Heilög ritning fyrir- býður að viö gerum við aðra það sem við ekki viljum að þeir geri viö okkur. Og sannarlega, ég óska ekki að þú gefir mér aura! Dóri: Hefirðu heyrt það að nú er búið að finna upp þráðarlaus- ann talsíma. Jón: Er það satt! Ætli þeir fari ekki bráðum aö finna upp að senda bréf frímerkjalaust, mig skyldi alls ekki undra það! Bankaþjóínaðuriim í Reykjavík. Verðlaunagáta. það þótti sem von var tiðindi þegar það spurðist að 50 þús. kr. í gulli hefði verið stolið úr íslandsbanka. Um sama leyti og þjófnaðurinn fór fram, hurfu tveir starfsmenn bankans, þeir Jón Guðmundsson og Páll Jónsson. Sem eðlilegt var, var hvarfþess- ara tveggja manna sett í samband við bankaþjófnaðinn. Lögreglu- stjórinn sendi því út lýsingu af þessum tveimur mönnum og var hún í stuttu máli þannig: Jón Guðmundsson, stór maður, þrek- inn, rauðbirkinn, bláeygður, stór- skorinn, búlduleitur, um 35 ára gamall. Páll Jónsson, lítill mað- ur, móeygður, svarthærður, fríð- ur sínum, um 20 ára gamali (sœtur bættu stúlkurnar við lýs- inguna). Brátt fréttist að mennirnir sem kendir voru við bankaþjófnaðinn hefðu sést í Viðey (eins og hent hefir áður ýmsa góða menn sem talað hefir verið um) og mátti rekja spor þeirra út á Norður- eyna. Sporin lágu fram á þver- hnýpta hamra, þar sem ekkert var undir nema stórgrýti og gfn- andi sjórinn, og var engum þar fært fram af nema fuglinum fljúg- andi (eða manni í flugvél). Sporin voru athuguö vandlega og kom þá í ljós, að engin spor lágu til baka, ennfremur að síærri sporin (spor Jóns) lágu hérumbil beint fram á hamrabrúnina, og að hann hafði stigið þyngra í hælinn en tána. Minni sporin (spor Páls) voru sitt á hvað etns og hann hefði reykað dálítið. Voru sporin greinilegri við tærn- ar en hælana, og oft ofan á hiuum.

x

Gamanblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gamanblaðið
https://timarit.is/publication/423

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.