Gamanblaðið - 01.06.1917, Blaðsíða 1

Gamanblaðið - 01.06.1917, Blaðsíða 1
GAIVIA.ltfBI.ADID 6 BLAfl KEMUR ÚT VIB OG VIÐ MEÐAN SÉST TIL MAVA 1917 Draugurinn í Tungu og drengirnir úr Reykjavik. ------ Frh. Tungu-Móri var afskaplega reiö- ur yfir því hvernig drengirnir hðfðu gabbað þá nafnana og bjó sig und- ir að gera meiriháttar draugagang heima á bænum og hræða heim- iiisfólkið, úr því engu tauti varð komið á strákana. Hann læddist því inn í baðstofu þegar fólkið var sofnaö, og tók að láta glamra og skrölfa í öllum Hðamótum til þess að hræða með því fólkið. En áður en honum tókst að vekja þaö, var hönd sem hélt á tólgarstykki rétt inn um stafn- gluggann, sem stóö opinn, var Frikki þar kominn. >Því miður get eg ekki boðið yöur mótorolíu til þess að bera á liðamótín, herra draugur, en hér er tólg.« Meira þurfti Móri ekki til, hann var orðinn svo argur út í þessa strákaskratta sem ekki höfðu vit á því að hræðast drauga. Hann þaut því ofan stigann, en af því hann vildi ekki fara alveg erindisleysu þá rak hann upp ógurlegan draugs- hlálur um leið og hann fór ofan, og annan þegar hann fór fram göngin. En í því að hann fór út úr dyrunum heyrði hann Matta segja: »Þú hefur Ijóta hóstann, draugur, á eg ekki að kaupa fyrir þig brjóstdropa.« Meira heyröi hann ekki því hann tók til fótanna heim á hlöðuloft. Fólkiö hafði vaknað viö óhijóð- in og var mjög skelkað, bóndi spurði hátt hvað gengi á, en dreng- irnir svörðu að það heföi bara verið draugurínn, sem væri dálítið kvefaður. Rottan. Sigurður kom seint heim því hann hafði verið á nokkurs konar fundi með nokkrum kunningjum þar sem rætt hafði verið hvort ekki væri tiltækilegt að stofna andbann- ingafélag. Konan og litli Siggi voru í fasta svefni svo hann af- klæddi sig hljóðlega, en af því hann var ákaflega þyrstur, greip hann vatnsglas er stóð á náttborð- inu og teigaði úr því í einum rykk. En í því hann kyngdi seinustu dropunum kom eillhvaö einkenni- legt í hálsinn á honum, eitthvert lifandi kvikindi að honum fanst,og fékk hann af því svo mikla ógleði, aö hann ældi því upp á svipstundu, og þar með vatninu sem hann hafði drukkið, og ýmsu öðru. Sigurður sá dýrið hoppa eftir gólfinu og þaut á eftir því. Velti hann þá fyrst tveimur stólum og síðan náttborðinu með vatnsflösku, kertastjaka og fleiru góðu. Við þennan bölvaðan gauragang hrökk frúin auðvitaö upp með andfælum. »Almáttugur! Hvað gengur á fyrir þér, Sigurður?« Samtímis vaknaði litli Sigurður og tók að orga af öllum mætti. »Það er rotta! Það er rotta eða mús!« "sagði Sigurður með skjálf- andi röddu. »Hún var í vatnsglas- inu og eg var næstum búinn að svelgja henni niður með vatninu. En nú er eg búinn að stíga ofan á hana. Flýitu þér að ná í eitthvað til þess að rota hana með.« Frúin, sem haföi þotið fram úr rúminu við gauraganginn sem Sig- urður gerði, stökk nú í ofboði upp á sícl, og hljóðaði upp yfir sig aí hræðslu, því eins og margt kven- fólk var hún hræddari við mýs og rottur en við Ijón og tigrisdýr. Samt réði liún það af eftir að Sig- urður hr.föi eggjað hana, að stikla á stólum út í eldhús óg sækja þangað sóp til þess að vinna með á óargadýrinu. Siguröur lyfti fætinum og frúin barði sópskaftinu þrisvar sinnum í röð í gólfið án þess að hilta rottuna. En af því rottan Iá grafu kyr ályktaði frúin að hún væri dauð og tók kjark í sig íil þess að horfa á hana. »Drept'ana, manneskja, eða fáðu mér sópinn!« hrópaði Siguröur. Frúin steig niður á gólf, af stóln- um sem hún hafði staðið á. »Það er ekki rotta, asninn þinn«, sagði hún. »Hvað er þaðþá?« sagöi Sig- urður. »Það er tútta af pelanum hans Sigga litla, sero eg lét íiggia í bleyii í vatosglasinu. Að þú skulir ekki skammast þín að koma heim klukk- an tvö og gera allan þennan gaura- gang. Að þú skulir ckki skamm- ast þín, Sigurður.* Að svo mæltu fór frúin upp f rúm aftur. Og Sigurður heyrði hana segja minst tuttugu sinnum áður en hantt somaði: »Að þö skulir ekki sltammast þín, Sigutður.*

x

Gamanblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gamanblaðið
https://timarit.is/publication/423

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.