Gamanblaðið - 01.06.1917, Blaðsíða 3

Gamanblaðið - 01.06.1917, Blaðsíða 3
GAMANBLAÐIÐ Á póststofimni. Maöurinn: Er bréf til mín hér? Póstmaður: Hver eruð þér? Mað.: Hver er eg? Póstm.: Já, hvað heítið þér? Mað.: Pað stendur á bréfinu ef eg á það hér! Póstm.: Eg verð að vita hvað þér heitið, til þess að geta fund- ið bréfið. Mað.: Eg heiti Jón. Póstm.: Hvað rneira? Mað.: Hvað meita? Eg heiti ekki annað! Póstm.: Já, en hvers son er- uð þér? Mað.: Hvers son? Faðir minn «r einn af betri bændunum í Rang- árvallasýslu. Pósfm.: Hvað heitir hann ? Mað.: Skárri er það nú bölv- uð rekistefnan út úr einu bréfi, sem ekki einu sinni er víst að sé komið! Viijið þér ekki fá alla œttartöluna mína frá dögum Bárð- ar barnlausa? Eða hvað? Póstm.: (með langlundargeði) Hvað heitir faðir yðar? A\að.: Hann heitit Jón! Póstm.: Nú, þér heitið þá Jón Jónsson; hvar eigið þér heima? Mað.: Hér í bænum síðan í vor! Póstm.: Á Laugavegi? Mað.: Nei, Vesturgötu 26 F, uppi, til vinstri. Eg hefi nóg fyrst um sinn af kolum og olíu en vanl- ar sykur og viðbit. Eg hef moð- suðu en ekki gas; hita kaffi á prímus, en hann er hjá blikk- smiðnum núna. Eg á tvö börn sem ganga á barnaskólann og eitt setn er á brjósti. Konan tnín er œttuð úr Hvolhreppi og er þrem árum yngri en eg. Hún er rauð- hærð. — Er það fleira sem þér þurfið að vita ? Póstm.: Pað er ekkert bréf til yðar! Mað.: Grunaði mig ekki! — Helvítis afgreiðsla er þetta, þér hefðuð ntt að halda mér svolítið lettgur með þessum kjánaspurn- ingum yðar! (Fer). Póstm.: Ó, heilaga einfeldni, (reynir að hrista höfuðið en get- ur það ekki. Fellur í öngvit). Búðarkonan (til mannsins sem ekur mjólkinni ti! hennar): Hvern- ig ferðu meö mjólkurílátið sem lok- iö vanfar á, að það skvetfist ekki upp úr því? Maðurinn : Eg sit á opinu. 1. Kerling: Nei, ertu alein að þvo hér. 2. Kerling: Já, eg hef verið ein allan daginn. 1. Kerl.: Eg er alveg hissa! Verðurðu ekki þreylt í munninum að hafa engan til þess að tala við? j A.: Eg vildi óska að eg vissi hvaða þorpari þaö er sem sendi | mér nafnlaust bréf í gær. | B.: Hvað stendur í bréfinu? I A.: Það stendur að eg sé versti 'i okrarinn í allri Reykjavík, konan ! mín sé aumasta kjaftakindin í bæn- i um o. s. frv. I | B.: Bréfið hlýtur að vera frá j einhverjum kunnugum. A.: Já, auðvitað! Jón : Nei, hvað hann er sætur, hvað er hann gamall ? Móðirin: Hann er sex mánaöa. í Jón : Er það yngsla barnið yðar? A. : Uiðuð þér ekki varir viö jarðskjálfta þarna úti á fslandi. B. (Khafnarbúi): Jú, eg held nú það. Jörðin hristist svo aö eg var altaf öðru hvoru með sjóveiki þessa þrjá mánuði sem eg var í Reykja- vík. Selt yfir 40 tbl. af Gaman- biaðinu: Róbert Þorbjörnsson 62 blöð Guðm. Kristjánssou 56 — Hjámtýr Brandsson 50 — Jón Ingvar Jónssoii 45 — Klassisk og moderne Mttsik. Skólar, Kenslubækur, Musikorðabækur. — Nótnapappír. — Hijóðfærahús Rvfkur. Sími 656. Símnefni: Hljóðfærahús. Opið 10 -7. Konan: Var$tu ekki hálf-drukk- inn í gærkvöld þegar þú komst heim? Maðurinn: Drukkinn ! Altaf er kvenfólkið eins! Það þarf ekki meira til en það að eg fór úr frammi í forslofu, og fór í rúmiö á stíg- vélunum og meö hattinn, til þess að þú haldir aö eg hafi verið drukkinn! Gísli: Hvernig líkar ykkur við nýja prestinn, er hann góður? Jón Jónsson: Vel, held eg, annars hef eg nú lítið heyrt um hann nema að hann kvað vera trú- aður. Kennarinn: Af hverju er hafið salt? Drengurinn: Ætli þaö sé ekki af saftfiskinum ? Maður kemur á náttarþeli á glugga hjá húsfreyju og segir eins og tíðkasf: »Hér sé guð!« Kon* an svarar inni: »Hann liggur úti á skemmuvegg«. ■— Hún átti nú samt við reiðing, sem hún var búin að lofa að lána til bindings næsta dag. #

x

Gamanblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gamanblaðið
https://timarit.is/publication/423

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.