Gamanblaðið - 01.07.1917, Page 1

Gamanblaðið - 01.07.1917, Page 1
GAMAItfBLAÐIÐ 7. BLAÐ KEMUR ÚT Vlfl OG Vlfl UM HELGAR 1917 1. yerðlaunagátan. Als réðu hana níu, þannig að nokkuð vit vœri í. Þar af réðu þrír hana þannig að sá stærri af bankaþjófunum hefði.borið þann minni fram á hamrabrúnina, en sá minni borið hinn stærri aftur á bak, tii baka. Þessir þrír geta því ekki komið til greina við verð- launaúthlutunina, því hefðu bóf- arnir ætlað sér að hafa þessa að- ferð, hefðu þeir vafalaust komið því svoleiðis fyrir, að sá litli bœri þann stóra fram á brúnina, en ekki þá leiöina sem ganga þurfti aftur á bak. Oátan er rétt ráðin þannig. (Einum af þeim sem gátuna réði er hérmeð gefið orðið): »PálI gengurfyrst í Jóns skóm fram á brúnina, síðan gengur hann til baka í sínum eigin skóm, hefir nefnilega skóaskifti á brún- inni. Skýring á ráðningunui. Jón er stærri maður og notar því stærri skó. Með því að skór Jóns eru ofstórir Páli, hann nœr ekki fram í tána, þá verða förin greinilegri eftir hælana en tærnar. Minni sporin verða ruglings- leg, af því gengið er aftur á bak, þau liggja stundum yfir stœrri sporin, af því að þau eru stigin seinna, táaförin verða greinilegri en hælaförin, af því að menn spyrna niður tánni þegar þeir ganga aftur á bak.« Þeir sex sem gátuna réðu rétt eru: Agio, Bergþóra Þ., Hulda, Páll B. Jónsson og B. 1. Um verðlaunin verður dregið milli þessara mánudaginn 14. maí kl. 12 áhád. í prentsm. Clementz og verða úrslitin birt í næsta blaði. Oamanblaðið þakkar hér með þátttakendum fyrir þátttökuna í þessu gamani. Blaðið flytur bráðum aftur verð- launagátu. Draugurinn í Tungu og drengirnir úr Reykjavík. ----- Frh. Það varð heldur en ekki árekst- ur þegar Tungu-Móri kom æð- andi inn um hlöðudyrnar, því nafni hans slóð rétt innan við þær og var að lesa auglýsingu er var þar fest upp. Hún hljóð- aði þannig: VIÐVÖRUN. Hinir háttvirlu draugar sem heiðra Tungu með nærveru sinni, eru hérmeð alvarlega ámintir að láta ekki dragast að tölusetja í sér hryggjaliðina, og öll smærri beinin, svo þeim gangi betur að hrauka þeim upp aftur, ef þeir falla í stafi og verða mannabeina- hrúgur, við það sém við finnum upp á næst. Virðingarfylst. Matti og Frikki, drengir úr Reykjavík. »Hvað meina þeir með þessu«, spurði Tungu-Móri nafna sinn, þegar hann hafði lokið lestrinum. »0, þeir eru bara að gera sig gleiða, strákaskrattarnir«, sagði Írafells-Móri. Samt var honum ó- rótt innan rifja, og þegar hinn draugurinn hafði lagst til hvíldar, tók hann að tölusetja í sér hryggja- liðina og mörg önnur bein. Var hann að þessu þangað til sólin fór að skína inn um hlöðugaflinn, að hann loks lagðist fyrir. Þegar draugarnir vöknuðu næsta kveld, lagði Tungumóri af stað niður, eins og hann var vanur, til þess að sækja matinn, er húsmóðirin á bœnurn skamt- aði honum. Írafells-Móri, sem ekki var almennilega vaknaður, heyrði dálítinn hvell, og skrölt, eins og hringlað væri hrossleggj- um eðr þurrum þorskhausum, en hann gaf því engan gaum, En þegar honum fór að lengja eftir nafna sínum reis hann á fætur með þeim ásetningi að halda nið- ur af loftinu. Og niður fór hann! Því þegar hann kom á júfertuna sem lá á ská niður af loftinu, skrikaði honum fótur og steypt- ist beint á hausinn niður. Dreng- irnir höfðu makað grænsápu á júfertuna. Það er skemst frá að segja að draugarnir duttu báðir niður af loftinu og lágu í einni beinabrúgu á gólfitiu. Hausinn datt af Írafells-Móra, sömuleiðis útlimirnir, og hryggurinn datt all- ur sundur í liði. Það vildi hon- um til láns að banakringlan lá rétt hjá hausnum, svo hann, með því að glenna kjaftinn og loka

x

Gamanblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gamanblaðið
https://timarit.is/publication/423

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.