Gamanblaðið - 01.07.1917, Blaðsíða 2

Gamanblaðið - 01.07.1917, Blaðsíða 2
GAMANBLAÐIÐ honum á víxl, kom hausnum og kringlunni saman. Og þannig hélt hann áfram að raða beinun- um í beinagrindina sina. Var það mjög erfitt verk, \ ar til hann var búinn að koma fyrir á sér hægri hendinni, þá gekk alt greiðara, og mikill léttir var að þvi, sem hann hafði tölusett kveldið áður. J>ó setti hann mörg bein á vit- lausan stað, og var að smá-laga þau marga daga á eftir. Hraðboðastöðln. Hér á dögunum hringir Sverrir ti! mín og snyr hvort eg vilji ekki fara í leikhúsið, hann hafði keypt tvo aðgöngunvða og ætlað þang- að sjálfur með konunni, en þá hafði óvacnt atvik komið fyrir, svo hann varð að hætta við það. En nú hittist svoleiðis á, að einmitt þetia kveld var Oísli og kona hans í boði hjá mér, svo ég gat ekki notað aðgöngumið- ana, en af því mér datt í hug að mágkonu minni mundi þykja gam- an að fara, þá þakkaði eg fyrir, og kvaðst skyidi sjá um að mið- arnir yrðu notaðir. Þetta var kl. hálf átta, svo það varð að hata hraðann á. — Eg hringdi strax til mágkonu minnar og spurði hana hvort hún vildi nota miðana. Hún vildi það; eg sagði henni því að hún skyldi senda eftir miðunum til Sverris Jónssonar á Brœð'aborgarstíg, hið allra fyrsta. Hún sagðist mundi láta Hraðboðastöðina senda ungl- ing á hjóli eftir þeim. Svo hringdi eg til Sverris og sagði að það kæmi maður hjól- andi að sækja aðgöngumiðana. Og svo settumst við við að spila bridge, við Oísli og kon- urnar; reyndar þykir okkur öll- um miklu meira gaman að spila lúmber, en það kvað ekki vera nærri því eins fínt. Klukkan níu hringir fónninn. Eg »fór í hann« og heyrði sagt: »Það er maður frá Hraðboðastöð- inni. Eg fór á Bræðraborgarstíg að sækja umslag með aðgöngu- miðum. Konan sem sendi mig sagði að eg ætti að fara með mið ana á Laugaveg 127 en það býr enginn sem heitir María Jóns- dóttir á Laugavegi 127. Hvert á eg að fara með miðana?« »Hún býr á Laugav. 27«, sagði eg, »farið með miðana þangað*. Svo hélt eg áfram að spila. Pegar klukkan var einn stund- arfjórðung yfir tíu hringdi fónn- inn aftur. Það var hraðboðinn, sem sagði að hann vœri á nr. 33 á Laugavegi, það væru lokað- ar útidyrnar Laugavegi nr. 27, hefðu verið lokaðar kl. 10. — Hjólhesturinn sinn hefði verið í ólagi; hvað hann œtti nú að gera o. s. frv. Eg sagði honum að ef hann flýtti sér mundi hann geta náð i síðustu þœttina af »Nýárs- nóttinni« og hann mætti eiga að- göngumiðana ef hann vildi nota þá, úr því hann á annað borð ekkl kæmi þeim á ákvöröunar- staðinn. En hann rausaði heii- mikið um að hann koerði sig ekki um að fara úr því hann gæti ekki séð Ieikinn frá byrjun, um hjól- hestinn sinn sem væri í ólagi og endaði á því að spyrja, og þaðað mér fanst heldur fruntalega, hver | ætti að borga honum fyrir sendi- ferðina. »Það má fjandinn sjálfur gera mín vegna«, sagði eg, hringdi fóninum, og tók aftur til spilanna. Húsmóðirin: Hvaða fjarska eru þessi egg Iftil; þau hljóta að hafa verið tekin of snemma frá hæn- unum. Af einum meðhjálpara. Fyrir mörgum árum var bóndi, er Jónas hét, meðhjálpari, við Svínavatnskirkju. Hestamaður var hann mikill, búhöldur og mynd- armaður á marga grein. Páll er neíndur sonur hans. Pað var eitt sinn að sumarlagi að þeir feðgar fóru til kirkju. Segir ekkert frá þeim feðgutn fyr en presfur er konvnn etthvað fram í ræðuna þá verður Jónasi litif út um kór- gluggann og taka menn ef'ir því að karli verður starsýnt á eiíí- hvað úti fyrir, því kafl iís úr sæti og snýr sér alveg útí gluggann óæðri endanum í prest og söfn- uð. L'ggur hann mjög lengi úti í glugganum þangað tir alt í einu hann snýr sér snögt við, hnippir í Pál son sinn og segir við hann: »Par hafði hann s>g að henni Mósu þinni, Páll minn!« —o— Einu s nni á jóladag fór Jónas að skœra Ijósin á altarinu í Svina- vatnskirkju, en hafði engin Ijósa- söx handbær í það sinn og not- aði fingurnar. Loðir þá stórt log- andi skar við gómana á karli og er karl kennir brunans hristir hann skarið af ^ér, tekst þá ekki batur til en svo að skarið lendir log- andi í hárið á prestinum, svo það stóð í björtu báli. — Jónas var munntóbaksmaður og hafði gúl- inn fullan af munntóbaksgraut, hefir hann engar sveitlur og fruss- ar því er hann hafði upp i sér á kollinn á p>esti og nuddar svo um á eftir með báðum lúkunum — eins og þegar nú er borið of- an í kind. Meðhjálpara mun hafa litist prestur ekki taka vel upp þessar tiítektir, þvf mæ t f að þá hafi Jón*;i orðið þeta á orði: »Bölvaður fari hrakastaðunnn minn!« o—

x

Gamanblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gamanblaðið
https://timarit.is/publication/423

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.