Gamanblaðið - 01.07.1917, Page 3

Gamanblaðið - 01.07.1917, Page 3
GAMANBLAÐIÐ Þegar |ónas lá banalegna kom presturinn að þjónusta hann. Ér i athöfninni er lokið og prestur og jónas voru að byrja á að bæna sig, tekur Jónas hendina frá and- litinu og segir að fram kominn: »Æ — hvernig ríðið þér nú litn prestur minn?« Hveljurnar. það var töluverð hrognkelsa- veiði á vorin f Króki, en vinnu- mönnunum var aldrei skamtað annað en hveljurnar, nema þá á sunnudögum. Eitt sinn kom nýr vinnumaður að Króki, og var hon- um sagt það f fréttum, í hljóði, að húsfreyja skamtaði aldrei ann- að af hrogkelsunum en hveljurn- ar, léti hitt heldur ónýtast, en að skamta það fólkinu. Þegar miðdegisverðartimi var kominn, kallaði húsfreyja vinnu- menina inn í eldhús eins og hún var vön, og bar fyrir þá soðnar hveljur, (því var hún einnig vön). Nýi vinnumaðurinn nartaði svo- Iftið í eina hveljuna, þurkaði sér svo vandlega um munriinn, rop- aði hátt, og barði á vömbina á sér og sagði: »Saðsamar eru þær blessaðar hveljurnar. Ef það hafa verið hveljur sem meistarinn gaf fólkinu, skil eg vel hvernig hann fór að því að metta 5000 manns á tveim fiskum, og allir þóttust fá nóg!« Húsfreyja sagði ekkert en fór að skamta fiskinn með hveljun- um eftir þetta. Þrátt fyrir siglingateppuua er nóg til af alskonar N ÓT U M HljóGfserahús Rvfkur, Templarasundi 3. Af Akranesl. Einusinni hér á árunum, þegar fjandinn valsaði um lausbeislaður, kom hann til manns á Akranesi og bauð honum samning. Skyldi íjand- inn eiga Akurnesinginn eftir 10 ár, en í staðinn átti hann að gera buddu hans þannig úr garði, að aldrei færi neitt upp úr henni nema það sem hann sjálfur vildi. Samningurinn var undirskrifaður og buddan reynd- ist svo ágæt, að maöurinn varð tljótt vell-auðugur. Þegar tiu ár voru liðin, kom fjandinn og sagðist vera kominn til þess að sækja manninn. Mað- urinn tók því vel, og sagðist harð ánægður með kaupin, því buddan væri nú svo full að það væri sama hvað lítinn fjandinn gerði sig, þá kætnisf hann ekki fyrir í henni, Það sagðist fjandinn efast um, gerði sig pinulítinn og fór ofan í budd- una, en maðurinn lokaði henni. Og þar situr fjandinn ennþá, því það fer ekkert upp úr buddunni þeirri, neroa það sem Akurnesmg- urinn vill. «En það er af þessu að við Ak- urnesingar erum svo afskaplega hræddir viö að opna budduna*, bætti maðurinn við sem sagði mér söguna. ÆYRIRGEF OSS ...«. Kennarinn skýrir vandlega fyr- ir Jóni litla að maður eígi ekki að vera hatursfullur heldur fyrir- gefa óvinum sínum. »Hvað niundir þú gera Jón litli ef það kæmi strákur á götunni og berði þig?« Jón litli: »Eg mundi fyrirgefa honum ef hann væri svo stór að eg réði ekki við hann«. Einu sinni kom skófnakarl á prestsetri í kirkjudyr þegar prest- urinn í öllum skrúða var kominn THULE. Mlkill ágrelningur er um það meðal vísindamanna, hvaða land eigi með réttu nafnð THULE; nefna sumir ísland, aðrir Noreg eða önnur lönd. Englnn ðgreinlngur virðist þó vera manna •á meðal um, að LÍFSABYROÐARFÉ- LAQIÐ THULE sé besta lífsábyrgðar- félagið. Það er stærsta lífsábyrgarfé- lagið. Tryggingarupphæð þess við árs- lok 1915 nam 278 milj. kr., en eignir 84 mitj. — Hví skyldu langflestir hafa gengiö í þetta félag, fremur öðrum, ef það væri ekki af þvi það er besta og ódýrasta félagið? Finnið Ólaf Friðrlksson, Vestur- götu 26 B. — Helst heirna um kl. 6 virka daga. fyrir altarið og messugerðin að eins óbyrjuð, hrópar karl til prests þaðan sem hann stóð og segir: »Hvern andskotann gerðuð þér við pottsköfuna, prestur rninn?* Prestur hafði brýnt skafann fyr- ir karl kveldið áður. Einu sinni var karl til altaris. Þegar prestur ætiar að fara að fara að útdeila honum, segir karl: »Nú, bíðið þér ögn við, prestur minn, á meðan eg tek út úr mér tudduna (o: tóbaks-töluna). Oeiri: Fást spil keypt hérna? Búðarm.: Já, þau fást. Oeiri: Eg œtla þá að kaupa eina spaðaáttu. Stðrar kanónur. A: Englendingar hafa búið til svo stórar kanónur, að þeir geta drepið með þeim mann á fimm mílna færi. B: Já, en blessaður vertu, hvað er það hjá kanónunum sem Þjóð- verjar hafa, með þeim má drepa mann, hvar f fjandanum sem hann er, bara ef sá sem miðar kanón- unni veit utanáskriftina til hansl

x

Gamanblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Gamanblaðið
https://timarit.is/publication/423

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.