Gamanblaðið - 01.07.1917, Blaðsíða 4

Gamanblaðið - 01.07.1917, Blaðsíða 4
ÓA MANBLAÐIÐ Nafnlausir! ------ Frh. »Eg skammast mín fyrir að þér þolið altaf þrautirnar betur en þér U Hún brosti. »Eg er líka mikið yngri en þér«, sagði hún, >og ef til vill hefir verið gert meir til þess að halda Iffinu í mér en yður. Að minsta kosti fanst mér einhver koma inn til mín þegar loftið var sem allra verst og það þá batna snögglega. Hugsið yður! mérfanstþað vera ungi liðsforinginn, sem fylgdi okkur upp á þilfarið*. Eg fann sáran sting í hjarta mínu þegar hún sagði þetta, en áður en eg gæti sagt nokkuð, opnaöist hurðin og liðsforinginn sem hún kafði nefnt, kom inn. »Ef þið óskið þess«, sagði hann, með vingjarnlegri röddu en eg átti að venjast á þessu einkennilega skipi, getið þið nú fengið að koma upp á þilfar, til þess að anda að ykkur hreinu lofti. Pað er Ieiðinlegt hve illa hefir verið farið með ykkur, hvað andrúmsloft viðvíkur, en ekki hef- ir verið farið betur með okkur, skipverja sjálfa*. Eg stóð á fætur þó mér veitt- ist það erfitt. »Auðvitað verðum við fegin að fá frískt Ioít«, svaraði eg, »en okkur þætti vænt um að vera ekki rekin jafnskjótt niður aftur og um daginiu. »Það þurfið þið varla að óttast« sagði hann, »við erum nú komn- ir þangað sem Iítið er um sigl- ingar, svo það er ekki líklegt að við mætum neinu skipi. Oerið svo vel að koma með mér«. Eg stóð grafkyr af því eg hélt að það ætti að binda klút fyrir augun á mér, en liðsforinginn, sem skyldi af hverju eg hikaði, sló út hendinni, brosti og sagði: »í>að þarf ekki, hann hefir sjálf- ur leyft að þér og ungfrúin héð- an af megið sjálf fara um skipið eins og þið viljið, ef þið lofið að fara ekki inn í leyndardóms- herbergin, sem það er einnig bannað flestum af skipshöfninni að jargjnn f!« Eg varð glaðari við þetta en frá megi segja, og mig hafði lengi langað til þess að skoða þetta skip, svo dásamlega sem þaðhlaut að vera smíðað. Eg sneri mér við og rétti henni handlegginn. »Má eg leiða yður upp«, sagði eg, og datt ekki í hug annað en hún mundi jáfa því. En mér til mikillar undrunar og gremju, varð liðsforinginn skjótari til en eg; »Þér eruð óstyrkur enn þá og þurfið sjálfur stuðning*, sagði hann og greip um handlegg henn- ar, »Iátið mig hjálpa henni«. Hann sagði þetta kurteislega en í ákveðnum róm. Eg sá að henni var als eigi um geð að hann leiddi hana, og alt í einu varð mér það Jjóst að þetta var upp- haf á því sem meir gat úr orðið; iiðsforinginn var mjög mannvæn- legur maður, það varð eg að játa, þó mér væri nú alt annaö en vel við hann. Eg kendi afarsferka og sára kvöl í hjartanu, og fanst eg geta hljóöað upp yfir mig, en svo datt mér í hug að eg yrði hennar vegna að láta á engu bera. Á þessu einkennilega skipi vissi maður aldrei á hverju maður átti von, og það verið mjög gott, ef hún á einhvern hátt yrði í hættu stödd að einn iiðsforinganna væri ástfanginn af henni, því ekki gat eg hjálpað henni, þar eð eg var sama sem fangi. Pegar eg lagði i stað upp á þiifar fanst mér eins og hjartað væri dautt í brjóstinu á mér, og mér var innilega sama um hvern- ig skipinu og útbúnaði þess væri fyrir komið. IX. Nafnlausa skipiö. En það var að eins stutta stund sem mér var sama um það, þvf útbúnaður þess var svo dásamleg- ur vitnisburður mannlegs hyggju- vits, að eg um stund gleymdi að nokkru leyti mínum eigin brostnu vonum. Eg hefi oft síðan reynt að giska á stærð skipsins, og hefi komist að þeirri niðurstöðu, að það muni hafa verið milli 30 og 50 þús. smálesta, og lengd þess um 600 fet, en breidd 00 fet. Það var auðvitað minstur hluti skipsins sem mér auðnaðist að sjá, t, d< sá eg aldrei hinar tröllauknu vél- ar, sem knúðu það áfram með feikna hraða, að eins er mér kunn- ugt um að það voru dielsel-mót-- orar með óhemju afli. Móðirin: Þvf ertu að gráta Stína litla? Stína: Eg át sjálf súkkulaðið sem eg gaf lionum Bjössa. Móðiriu: Ertu að grátaafþví? Stína: Já, því hann Bjössi seg- ir að eigi að eiga mórauð börn af því! Dómarinn: Kærandi segir að þér hafið gefið honum svo fast utanundir, að það hafi heyrst um allan salinn. Hafið þér nokkuð yður til afsökunar? Kærði: Já, það bergmálaði ó- venjulega mikið f þessum sal! Útg.: Ó. Friðríksson. Prentímiðja K Þ. Glemente

x

Gamanblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gamanblaðið
https://timarit.is/publication/423

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.