Gamanblaðið - 01.08.1917, Blaðsíða 1

Gamanblaðið - 01.08.1917, Blaðsíða 1
GAMANBLADIÐ 8. BLAÐ KEMUR ÚT ViÐ OG VIÐ UIW HELGAR 1917 Draugurinn í Tungu og drengirnir úr Reykjavfk. ---- Frh. Írafells-Móri var að þessu fram til morguns; var hann þá nokk- urnveginn búinn að raða sér sam- an aftur, en með Tungu-Móra sást ekki annað lífsmark en að kjafturinn gekk á honum án þess þó að hann kœmi upp nokkru hljóði. Írafells-Móri var hræddur um nafna sinn, ef strákarnir fyndu hann þarna sem beinahrúgu, en það var enginn tími til þess að reyna að setja hann saman, því sólin var að rísa. Hann sópaði því allri beinahrúgunni upp í striga-brigði sem var f hlöðunni og hafði það með sér upp á loft. Um kveldið vaknaði hann með miklum beinverkjum og fór strax að raða saman beinum Tungu- Móra, og hjálpaði Tungu-Móri sjálfur til, eftir að komnir voru á hann handleggirnir. En ógreitt gekk verkið, því ekkert af bein- um Tungu-Móra var tölusett. — Loks kom þó að því að beinun- um var öllum raðað saman, og fór þá draugurinn á kreik. En varla þarf að taka það fram að mjög mörg bein höfðu lent á rangan stað, og er vafasamt hvort hryggjarliðirnir í Tungu- Móra enn þann dag í dag eru ekki í rangri röð, þar sem hann sefur undir Grœnuþúfu. En áfram með söguna! Tungu-Móri varð fyrst eftir þetta að lala fingramál með kjúk- unum, því hann finn hvergi mál- beinið sitt og kom þvi ekki upp einu orði og liðu svoleiðis nokkr- ir dagar. Pá var það eina nótt er írafells-draugurinn stóð út við garð, að þrifið var fast aftan f hann. Varð honum mjög bilt við því hann hélt að drengirnir væru á ferðinni. En er hann leit við, var þar Tungu-nafni hans kom- inn, hafði hann þrifið bein úr honum og smelt upp í kverkar sér. En beinið var málbeinið hans, og gat hann nú talað, enda notaði hann það óspart til þess að láta dœluna ganga yfir Írafells-Móra, því hann var allreiður við hann fyrir að hafa haldið fyrir sér málbeininu, þó óviljandi væri. Næstu daga á eftir kendi íra- fells-Móri einhverra v óþæginda, sem hann í fyrstu ekki vissi hvað var. Brátt komsi hann þó að því að það sem að honum gekk var að hann vantaði rófubeinið sitt, og leitaði hann þess vandlega, en fann það hvergi, því rófubein- ið í mannkyninu er nú ekki stórt. En eitt sinn er þeir draugarnir sátu saman og spjölluðu um drengina, eins og þeir voru vanir, sér hann rófubeinið, að það situr í kverk Tungu-Móra, sem hafði gripið það í ógáti með málbein- inu, þegar hann heimti það aftur. »Nú fyrst skil eg hvernig stend- ur á því að eg hefi ropað svo herfilega mikið síðustu næturn- ar«, sagði Tungu-Móri þegar hinn draugurinn var búinn að koma beininu á rétlan stað. (Síðasti kafli um draugana og drengina nœst). Heppni. »Hann Guðmundur gamli var rétt að segja fokinn í sjóinn í rok- inu í nótt.c »Hvernig þá þaö?< »Jú, séröu, kerlingin hans þvoði nærbuxurnar hans og hegudi þær út á snúru, en þær slitnuðu af snúrunni, Iömdust niður í grjótið í fjörunni og fuku þaöan út í sjó. Og það var mildi, eg segi það satt, að hann Guðmundur gamli var ekki í buxunum, því hefði hann verið þaö, þá hefði hann bæði tot- ast og druknað.« Jóhann og Steiní hétu tveir drengir sem voru að títia ánamaðka. Jóhann tekur upp tvú eyring og segir: »Nú skulum við kasta hlutkesti um ánamaðkaua, einn í einu. Ef krónan kemur upp vinn eg, ef platt kemur upp tapar þú.« Steini játaöi þessu, en skildi ekkert í því hvaö Jóhann var heppinn, að vinna af honum alla ánamaðk- ana. Drengurinn: Fara mannæturnar til himnaríkis? Móðir: Það held eg ekki. Dr.: En trúboðarnir fara þangaö? Móðir: Já. Drengur: En mannæta sem er nýbúin að éta trúboða þegar hún deyr, fer hún ekki til himnaríkis? Því leikur þú þér ekki við hann Nonna litla? Sigga: Það er ómögulegt hann er sí-organdi. Eg barði dálílið í höfuöið á honum áðan með hamri; jæja, fer þá ekki að hábelja!

x

Gamanblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gamanblaðið
https://timarit.is/publication/423

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.