Gamanblaðið - 01.08.1917, Blaðsíða 2

Gamanblaðið - 01.08.1917, Blaðsíða 2
G A MANBLAÐIÐ SamatifctaB'xcL Þegar komin verða svo mörg blöð af Gamanblaðinu, aö menn iáta binda það inn, verður það vaíasamt su bók sem menn líta oltast í. Haldið því vel saman blöðunum. Læknirinn: Gáfuð þér mannin- um yðar hænsnasúpu eins og eg sagði fyrir. Konan: Já, en hann kastaði henni allri upp. Læknirinn: Hvernig bjugguð þér hana þá til? Konan: O-sona eins og hænsna- matur vanalega er búinn til; eg brærði saman mél og vatni og lét í það dálítiö af fiskhrati og brauðskorpum. Síðasta líknin. jón gamli Jónsson la fyrir dauð- anum, og kom presturinn til þess áð ræða við hann um það sem er hinumegin. Prestur gengur að rúminu, tekur flösku sem stendur á stól við rúmið, og þefar af henni, og þegar hann finnur að það er koges segir hann: »Er þetta nú síðasta Iíknyðar?« »Nci, blessaðir verið þér«, svarar Jón, »eg á næstum þrjá pela af hreinu brennivíni uppi í skáp, eg er búinn að eiga það ífimm miss- iri.« Guðrún Jónsdóttir: Þetta er í fyrsta skifti að þaö hafi liöið mán- uður svo að ekki hafi síaðið í blöð- unum að eg væri nýtrúlofuð. Jón Jónsson: Meira stendur þó um mig í blöðunum, því það líð- ur atdrei svo vika aö það standi ekki um mig að eg sé nýtrúlofaö- ur, nýbúinn aö fá góða stööu, nýbúinn að sigra í kapphlaupi, eða nýdáinn. Jón úr Flóanum. Þessi saga skeði eftir að púðr- ið fanst upp, og hún er um Jón úr Flóanum en það var nú ekki hann sem fann upp púðrið, svo mikið er víst. |ón var að fara austur í sýsl- ur, með hesta og vagn, og eg var farþegi. Þegar við vorum að leggja af stað, kom maður með allstóran kút, og bað Jón fyrir hann til manns einhvers- staðar fyrir austan, og bað hann nú blessaðan um að fara varlega með hann. Jón tók við kútnum. Þegar við vornm komnir inn að Ám, stanzar Jón, deplar til mín aug- unum og segir: »Það má nærri geta hvað er í kút sem maður er beðinn vandlega fyrir.« Síðan tekur Jón kútinn, hristir hann og leggur við hlustirnar. »Hverfjand- inn«, segir Jón. »Sá þykir mér fullur, það gutlar ekkert í honum.* Jón skoðaði kútinn vandlega en það var ekkert sponsgat, eða það sem því líktist á kútnum. »Ekki ætlaði eg að flytja and- skotans kútinn alveg upp á grat- ís«, segir Jón við mig, »þú hefur vœnti eg ekki bor á þér nafni?«. »Fari norður« segi eg. Jón lét kútinn niður og við héldum áfram. Eg get ekki fengið af mér að vera að teygja söguna alt of mikið. Eg læt því rtægja að segja, að á leióinni austur að Ölvesárbrú, hljóp Jón alls heim á 14 bæi til þess að fá lánaðan nafar, en hann var hvergi til^ fjandinn hafi það. Þegar við komum austur að Skeggjastöðum, heyrðum við að verið var að smíða þar í smiðjunni. Jón stöðvar vagninn og hleypur þangað til þess að fá lánaðann bor, en þar var engan bor að fá. En Jón úr Flóanum var ekki ráðalaus. Hann hitaði mjótt járn í smiðjunni hjá bónda, þar til það varð rauðglóandi, hljóp svo með það niður tún og rak það í kútinn. En járnið var orðið kalt áður en það var komið í gegnum stafinn, svo Jón hljóp aftur með járnið í smiðjuna. Mér var farið að leiðast þetta og fór heim á bæinn til þess að fá mér að drekka, og dvaldist mér þar töluvert því eg var spurð- ur tíðinda, Alt í einu heyrði eg hvell svo ógurlegan að bærinn lék allur á reiðiskjálfi. Og þegar við fórum að gá að, kom það í Ijós að vagninn, flutningurinn og hestarnir voru komnir í minst sjö þúsund parta, enda spurðist það seinna að það var dýnamits-púður í kút skratt- anum, en ekki það sem Jón hélt. En af Jóni er það að segja að hann sprakk í svo smáar agnir að ekki hefur fundist neitt af honum utan ein buxnatala. Jón er því ójarðsunginn enn þá, því það kykir óvfiðeigandi að sú athöfn fari fram yfir einni buxnatölu. Móðirin: Hvað er þetta barn! Kjóllinn þinn er allur eyðilagður af götum. Gunna, litla: Jí, við Iékum járn- vörudeild, og eg var tesía! Frúin úr Reykjavík: Iivað er kýrin gömul? Bóndinn: Tveggja ára! Frúin: Hvernig getið þér séð það? Bóndinn: Á hornunum. Frúin: Já, það er satt, hún er með tvö horn.

x

Gamanblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gamanblaðið
https://timarit.is/publication/423

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.