Gamanblaðið - 01.08.1917, Blaðsíða 4

Gamanblaðið - 01.08.1917, Blaðsíða 4
GAMANBLAÐIÐ Nafnlausir! ----- Frh. Aftur á móli sá eg vélar sem mér var ekki ætlað að sjá, en ekki hafði eg þó hugmynd um hið leyndardómsfulla og hræði- lega ætlunarverk þeirra. Pað at- vikaðist þannig: Þegar eg fór út úr káetunni kom eg út á langan gang, með fjölda dyra til beggja handa. Við enda gangs- ins voru þrep og gekk eg upp þau og kom þá á annan gang svipuðum þeim fyrra, en þó styttri. Mœtti eg þar liðsfpringja og bað hann segja mér hvaða leið eg ætti að halda, til þess að komast upp á þilfar. »Pað er velkomið«, svaraði hann vingjarnlega, »eg sé þér eruð búinn að ná yður aftur.« »Hvað vorum við lehgi í kafi«, spurði eg; við vorum nú komn- ir inn í breiðan hvítmálaðan gang með gyltum listum, og gengum á þykku blóðrauðu teppi. »í ellefu dægur«, svaraði hann. Við komum nú að hurð við enda gangsins, og stansaði hann vafalaust til þess að horfa á hvern- ig mér yrði við, þegar eg sæi hvað væri innan við hurðina. Og eg varð sannarlega hissa, því við komum nú inn í feikna stóran sal, svo ríkmannlega búinn, að að eins í konungahöllum stór- veldanna er slika sali að sjá. Við gengum um þennan stóra sal inn í annan minni sal, og úr honum inn í sal er ýmsar vélar voru í og pípur. Lá úr honum stálstigi upp. í stjórnturninn, sem á kaf- skipi þessu var eins stór og reyk- ingasalurinn á alistóru gufuskipi. í stjórnturninum voru staddir um tuttugu menn, mest liðsfor- ingjar, og fanst mér eg þekkja suma þeirra. Þeir horfðu allir á mig, og eg hneigði höfuðið í . áttina til þeirra, og heilsuðu þeir 1 á sama hátt. Liðsforinginn sem hafði fylgt mér upp, benti mérá opið sem lá úr turninum og út á þilfarið, og fylgdi eg bendingu hans og fór út um það og nið- ur á þilfarið. í hléi við stjórnturninn sátu þau, liðsforinginn og hún, og voru svo niðursokkin í það sem þau voru að tala um að þau veittu mér enga eftirtekt. Eg hélt því út í hina hlið skipsins. Sólin var sem næst beintaftur af skipinu og var lágt á lofti. Það var kalt svo eg hnepti að mér treyjunni og stakk höndun- um í vasana, og þó var mér orðið dauðkalt eftir fimm mínútna dvöl á þilfarinu. Og þetta var f miðjum júlí! Alt í einuvarmér ljóst, að við vorum komnir á suðurhvel jarðar; líklega suður undir íshaf. Mér var brátt svo kalt að eg hélt af stað niður í skipið aftur. Þegar eg kom í sal- inn sem vélarnar og pípurnar voru í, heyrðist alt í einu há sprenging einhversstaðar að úr skipinu, og þeir sem verið höfðu í stjórnturninum komu þjótandi niður stigann, og þutu fram hjá mér út um einar af hinum mörgu dyrum salsins. Það hlaut að hafa orðið eitthvað slys. Enginn virtist gefa mér neinn gaum. Eg hélt því á eftir þeim til þess að reyna að komast að hvað um væri að vera. Eg fór um ótal ganga og káetur og kom að lokum inn í dimman sal, og nálega samtímis opnaðist hurð beint á móti, og liðsforingi kom æðandi út um hana, og skildi hana eftir opna. Hann hvarf út um aðrar dyf, en eg fór inn úm dyrnar sem hann hafði komið út um og kom inn í feykilega stór- an saf, fullan af einkennilegum vélum. Virist mér þær líkastar rafmagns-graftrarvélum sem hafð- ar eru til þess að grafa með göng gegnum fjöll. Að eins virtust þessar vélar stærri, og það hafa ekki verið fœrri af þeim en fimm- tíu. Mér varð á að stansa og stara á vélarnar; heyrði eg þá hröð skref fyrir aftan mig og var þar kominn liðsforinginn sem eg hafði séð rétt áður. »Hvern djöfulinn eruð þér að gera hér«, sagði hann reiðilega. »Eg heyrði sprengingu, og ætlaði að vita hvað um væri að vera, en viltist hingað«, svaraði eg. Hann dróg upp hjá sér skamm- byssu. »Sverjið!« hrópaði hann. »Sverjið að þér skulið aldrei segja neinum að þér hafið komið hér, annars verð eg að drepa yður! Þessi salur er einn af forboðnu herbergjunum!* Eg opnaði munninn til þess að svara, en áður en eg kom einu orði undu tveir menn sér inn um dyrnar. Var annar þeirra h a n n (maðurinn með mjóu ein- kennilegu röddina) en hinn var maðurinn sem jafnan fylgdi hon- um. X. Hæðirnar á þiifarinu. Það sem nú skeði, varð svo að segja á einu vetfangi. Eg sá að hann varð sótsvartur í fram- an af reiði, og sá að förunautur hans rétti út hægri hendi og að eitthvað blikaði í henni, svo kom blossi og hvellur og liðsforing- inn, sem skipað hafði mér að sverja, féll dauður niður rétt hjá mér. Útg.: Ó. Friðriksson. Prentsmiðja Þ. Þ. Clementz

x

Gamanblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gamanblaðið
https://timarit.is/publication/423

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.