Muninn

Árgangur

Muninn - 21.11.1929, Blaðsíða 1

Muninn - 21.11.1929, Blaðsíða 1
§§ JVIUNINJV^ Útgefandi Málfundafélagið Huginn G. A. >§>- Pitstjóri: Einar Ásmundsson. Aígreíðslumaður: Tr. Pjetursson. Ábyrgðarmenn : Ritnefnáin. 3. árg. Akureyri fimíudaginn 21. nóvember 1929 1. tbl. Muninn flýgur. Flýgur hrafninn, fróðleik safnwr, fe> um kveld að heimaeldi; ber oss Ijóð úr lýðasjóði, ¦ er loga bjarta hveikja í hjarta. Draumaveldis dýrðareldur dreyfir birtu í hugarsorta. Andans gull, sem aldrei spillist, okkur færi Muninn kæri. Svífðu hátt, til Jiiminsáttar, hafðu langa dagsáfanga! Þú skalt kynda eid í anda, efla dug og þrek í huga! Fíerðu okkur alt, 'sem stækkar andans sjóði, Muninn góði! Heillavættir ásaættar, okkar blaði fylgi úr hlaði! ó s k a r M a g n ú s s o n. frá Tungunesi. í þrið.ja sinn leggur »Muninn« af stað. Nú er hánn í nýju'm og veglegri klæðum en áður, eins og menn geta sjeð, og mega allir vera ánægðir með þau umskifti. En ekki er nóg að utlitið batni með árunum. Innihaldið verður líka að batna. Og er það von mín, að allir legg- ist á eitt með að gera blaðið vel úr garði, svo að innihald þess verð.i einnig skólanum til sóma. Að end- ingu vil jeg fyrir hönd útgefanda, þakka fyrv. ritstjóra Karli is- feld, fyrir starf hans í þágu blaðs- ills- E. Á. Kveðjuorð. Það hafa orðið mikil umskifti hjer við skólann nú í haust. Kenn- arar* hafa horfið hver eftir ann- an frá stai-fi sínu, og nýir menn komið í þeirra stað. Á einn þessara manna vil jeg minnast hjer, og er það Pálmi Hannesson. Pálmi hafði starfað hjer við skólann í þrjú ár. Ekki er það langur tími, en hann kynti sig þannig meðal nemenda, að enginn gat hugsað til að missa hann. En þó — eftir aðeins. þriggja ára starf, var Pálma kipt burtu, öll- um að óvörum. — Við vorum saman í hóp nokkrir skólasveinar, er við fengum þá fregn, að Pálmi hyrfi frá skólan- um. Okkur setti hljóða. öllum var ljóst hið mikla tjón, er skólinn hafði beðið. Allir mintumst við samvistanna við Pálma með sökn- i'ði, — kenslustundanna, sem margar voru hreinustu skemtanir, um leið og þær voru tíl leiðbein- ingar .og fræðslu. Við vissum, að Pálmi var far- inn, að við ættum ekki framar að njóta hans sem kennára. Þessvegna setti okkur hljóða. Nú er Pálmi, eins og allir vita, orðinn rektor Mentaskólans _ í Peykjavík. Margir álitu veitingu þessa banatilræðí víð stofnunina, og svívirðingu gagnvart kennara- stjettinni. En við, nemendur Pálma hjei', vitum, að hann er maður, sem er óhætt að treysta, —• er flestum mönnum duglegri og einbeittari. Við álítum, að valið hafi falliðáþann rjetta, þótt brot- ið hafi verið í bága við gamlar reglur. — Við, fyrverandi nem- endur Pálma Hannessonar hjer í Gagnfræðaskólanum, sendum hon- um hugheilar óskir um góða framtíð og kærar þakkir fyrir starf hans hjer. v- i Bræður mínir og systur! Jeg get ekki orða bundist. En til frekari skilnings á þess- um línum, vil jeg biðja ykkur þegar í upphafi að minnast þess, að það erum • við, nemendurnir, sem höfum það nær eingöngu á okkar valdi, hvernig fjelagslí/ skólans verður þennan komandi vetur. Ef eitthvað fer miður, þá er það samtakaleysi eða viljaleysi okkar sjálfra að kenna. Enekki nein örlög, sem skapanornirnar- búa okkur. Jeg skrifa þetta brjef vegna þess, að mjer finst fjelags- líf okkar, það, sem komið er, stefna í nokkuð öfugar áttir. Fyrir skömmu fór fram fyrsta kaffikvöld á þessum vetri. En vit- ið þið, að aðeins 27 nemendur af 170 sátu undir borðum á þessu kaffikvöldi? ¦— Það hlýtur að vera hryggilegur misskilningur, sem veldur því, að nærri % hluti

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.