Muninn

Árgangur

Muninn - 21.11.1929, Blaðsíða 2

Muninn - 21.11.1929, Blaðsíða 2
MUNINN •- •-•-•-? ?-•- allra nemenda sæki böll og bíó niður í bæ, á meðan skólinn — við sjálfir — höldum samsæti okkar á meðal? Við höldum svo oft dansleiki í skólanum, að bæj- arböll ættum við ekki að þurf a að sækja. En það neyðarlega er nú, að sárafáir sækja skólaböllin. Sumir kynnu að segja, að þau sjeu' leiðinleg. En er það ekki okk- ur sjálfum að kenna? Músíkkin hefir verið góð. Húsakynnin eru hvergi skemtilegri hjer í bæ. Er þá ástæðan sú, að við getum ekki skemt okkur upp á eigin spítur? Nei, vissulega ekki. Við erum ung og hljótum að eiga æskugleði í ríkum mæli. En við verðum að hafa hugfast, að við eigum ekki síður að skemta sjálf en njóta skemtunarinnar. Við þurfum að mæta stundvíslega, bæði á dans- leiki og aðra samfundi. Við eig- um öll að leggjast á eitt með það að gera dansinn skemtilegan, og þá efa jeg heldur ekki, að tak- markin'u verði náð. Dansmenn og stúlkur! Eigum við ekki öll að ein- setja okkur að gera okkar ítrasta til þess að gera dansleikina skemtilega framvegis, svo að við þurfum ekki að leita á náðir ann- ara með slíkt? Það var. heldur engin ástæða til að fara á kvik- - mynd einmitt þetta eina kvöld, þótt myndin væri góð, þá vissum við allir, að hún yrði sýnd aftur, og sennilega um 3—7 leitið ein- hvern sunnudaginn, eins og flest- ar eða allar góðar myndir, sem hafa verið á boðstólnum í vetur. Hinsvegar skaut þessi bíóför loku fyrir það, að allur skólinn fæi'i saman á mynd þessa. En að því ættum við öll að stuðla, að allar þessar betri kvikmyndir yrðu sýndar sjerstaklega fyrir skólann með vægara verði en venja er til. Þá myndu fátækir nemendur, fremur en ella, geta sjeð þessar góðu myndir. Og jeg sný þessu máli mínu sjerstaklega til skóla- meistára, kennara og umsjónar- manna skóians, og skora á þá að .koma þessu máli sem fyrst í framkvæmd. En til þessa krefst samheldni allra nemenda. Kaffikvöldin getum við, engu að síður, gert skemtileg heldur en dansleikina. En það skiftir þó eigi litlu máli, hversu skemti- nefndinni tekst að fá góða ræðu- menn, að hún reyni að sjá um, að umræðuefnið sje við hæfi nem- endanna. Eitt ér það enn, sem jeg vildi minnast á. — Mjer finst, að okk- ur skorti svo mjög samúð og. traust til hvers annars. Athugið þetta! Tortryggnin er stærsta hindrunin til að geta gert skóla þennan að »bræðraheimili«. Þegar nemendur ímynda sjer, að ein- hverjir tveir eða þrír nemendur sjeu »spæjarar«, sem hlaupi með alt, sem skeður, til skólameistara eða kennaranna oghljóti lof þeirra fyrir. Finst ykkur ekki þessi hugsun ljót í garð bræðra sinna? Enginn fótur er fyrir slíkuro hugsunum. En margt getur mönnunum dottið í hug. — Við þorum ekki að láta þrár okkar í ljósi. óttumst háð og spott til- heyrendanna. En því miður er það ekki að ástæðulausu. Það hef- ir oftar en einu sinni borið við hjer í vetur, að þegar nemendur hafa flutt áhugamál sín, þá. hafa áheyrendurnir látið sem vitlausir — eða að minsta kosti sem vit- grannir væru — klappað í háði, ýlfrað og látið öllum illum látum. Kæru nemendur! Alt þessu líkt ættum vjer að uppræta úr breytni okkai'. Hyggjum að því, að þetta er skólabróðir okkar.. Þó að skoð- anir hans falli ekki alveg saman við okkar, þá eigum við að leyfa honum að flytja mál sitt í friði. En síðar gera athugasemdir við skoðanir hans, ef okkur lystir. Við erum allir óvanir að flytja mál okkar • frammi fyrir fjöl- menni. En ver getur ekki farið en svo, að þeir, sem á hiusta, dragí dár að ræðumanninum og verði þess valdandi, að hann láti aldrei framar skoðanir sínár í ljósi við aðra, og svo jeg taki upp orð skáldsins frá Sandi: »leysi sig aldrei við brjóstkökkinn«. En það þarf meiri en litla einurð og herkju, til að skella skollaeyrunum við hæðnisglósum áheyrendaiina. — Og eitt er víst. Ef sumir okk- ar segja skilið við f jelagslíf skól- ans og sækj'a heldur skemtanir f bæinn, þá er með öllu óhugsandi, að þessi vetur geti orðið okkur hugnæmur. Að lokum vil jeg benda á, að það er ekki nægilegt að lesa þessct grein. Eg bið ykkur, bræður og systur, að hugsa vel um hvert og eitt einasta atriði, sem jeg drep hjer á. Þetta er mál, sem alla varðar. Breytið 'síðan eftir geð- þótta ykkar. Verið ékki hlutlaus- ii-. Allir verða að starfa, ef vel á að fara. Allir" verða að inna sinn skerf af hendi. Eigum við ekki öll að taka höndum saman og keppa að því, að þessi vetur megi verða Ijós- punktur í endurminningum vor- um, þegar lífsfjör vort linar á tökunum og ellin fer að ráða lof- um og lögum, og ennnfremur, að við getum í einlægni orðið góðir vinh'- Víkingur. Oður Árdalsins. Efterlámnade skrifter ay Pelle Molin. »Ádalens Posi«. Nafnið hljóm- ar líkt og fagurt, löngunarbMtt lag, sem oft hefir verið leikið, en. enginn kann. Nafnið dregur upp mynd, sem enginn listamaður fær náð á dúk sinn. Það er vorstemn- ing yfir myndinni. Heiðblár him-

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.