Muninn

Árgangur

Muninn - 21.11.1929, Blaðsíða 3

Muninn - 21.11.1929, Blaðsíða 3
M U N I N N 3 inn yfir dalnum, hlíðarnar skógi- vaxnar. Fuglakliður er í skógin- nm, en undiróðurinn er kliður vatnanna og niður árinnar. Mynd- in seiðir og dregur. En ef gengið er nær, hverfur myndin. Söngur- inn smáþagnar og deyr. Ljóðið er geymt í huganum, en það er ekki hægt að hafa það yfir, orðin vant- £lt. En lagið^hljómar líka eins og eefintýr löngu dáinna daga, það sveimar óort í huganum, einsog lagið, sem blundar í strengjum fiðlunnar. Fyrir nokkrum dögum barst mjer í hendur bók, sem heitir »Ádalens Poesi«. óður Árdalsins hefi jeg kallað hana í minni fá- tæklegu þýðingu. Jeg las bókina og í stað þess að leggja hana síð- an á hilluna, las jeg hana aftur. Bókin er smásögusafn eftir sænskan rithöfundj Pelle Molin að nafni. Hann dó 32ja ára gamall, lánlaus og lífsreyndur, og ljet eigi annað eftir sig, en þessa bók. En bún nægir til þess, að nafn höf- undarins lifir, þótt hann sje dáinn. Einhver hefir sagt um skáldið, að það væri í rauninni ekkert annað en vanalegur maður, sem hugsaði með sínu eigin ímyndun- arafli. Um Pelle Molin mætti segja að hann hafi lifað það, sem hann hefir skrifað. Hann var ár- dalssveinninn sem þekti töfra þá, er fanga huga skáldsins. Undiróðurinn í sögum hans, er líkur gömlu lögunum, sem við lærðum ung. Þau seiða og laða hugann til æfintýra og draumfag- urra sýna. Drunur fossins, niður árinnar og þytur skógarins eru slungin saman í heillandi sam- hljóma, og þegar sögunni er lokið er líkt og lesaranum sje svift inn í þögn eyðimerkurinnar. »Þetta er Árdalurinn, guðs verk, þegar hann hló í reiði sinni. Þetta er Árdalurinn, árdalur stemninganna, árdalur laxins, æfintýralundurinn.« »Þetta er Árdalurinn, hið feg- ursta land! Alt þetta er Árdalur- inn minn, æfintýrabókin mín, ást mín og ótti, því að hve mjög, sem rnig langar yfir fjöllin, þá er altaf eitthvað, sem tekur mig fanginn«. »Þungur niður heyrist um sólar- lagið. Horfðu eftir bugðótta veg- inum. Lengst niðurfrá, hinum megin við ána er hvítt hús undir fjalli, sem þú skalt horfa á. Þar er kirkjuklukkunum hringt á helgidögum«. Þannig lýsir hann árdalnum sínum, og þar gerast sögurnar lians. Hjer skal aðeins ein sagan at- huguð. Það er »Historien om Gun- nel«. Það er að minni hyggju besta saga'n. Söguhetjan, ungi maðurinn son- ur Sago Gunnels, talar við steina- fræðinginn. »Já, mamma var ljóshærð eins og jeg. Hárið liðað- ist. Hún hafði mín augu og jeg hefi augnaráð hennar. Herrann hefir ekki þekt hana... Sago Gun- nel, Gunnel Björklid... ?« »Gamli maðurinn várð náfölur. Hann opnaði munninn til þess að segja eitthvað — en þagði«. »Hún Gunnel, sem var svo veik, lagði einu sinni hendurnar um hálsinn á mjer og kreisti. Þá grjet hún og hrópaði mannsnafn, sem jeg hafði aldrei heyrt áður. Eng- inn hjet því nafni í vorri bygð. Jeg hygg — haldið þjer ekki að það hafi verið nafn einhvers — sem hún vildi kalla aftur....« »Hann hló, þegar hann sá að hinn titraðk. Prófessorinn andvarpaði. »Þeir dagar koma- aldrei aftur — og hún kemur aldrei aftur. Jeg hefi lagt af stað til þess að leita henn- ar. . og kem of seint. Jeg fylgi þjer til óbygðarinnar og þú fylgir mjer til baka. Þú ert sonur minn og hennar... »Nei það vil jeg ekki. Jeg fer upp til fjallanna og æfintýr- anna...« »Þegar hann gekk upp veginnr líktist hann ungum víkingi. Gamli maðurinn horfði á eftir honum með beiningabæn í augunum«. iSögu þessa reit Pelle Molin í tialdi uppi á Sulitjelma í stórhríð, langt frá mannabygðum. Þangað sótti hann stemninguna., Molin var eldhugi, og alt, sem hann ritar er leiftrandi og form- fagurt. Hann dó í Bodó. Síðasta kveðja hans til besta vinar síns, var full- vissun um það, að hann óttaðist eigi dauðann og leitaði eigi hugg- unar í gamalli trú. Það minnir á niðurlagsorðin í »Historien om Gunnel«: »Hann líktist ungum víkingi, er hann hvarf á braut«. En allir, sem ritsnild unna og meta kunna, horfa á eftir honum með »beiningabæn í augunum«. Karl ísfeld. Hvert stefnir? Skólarnir eru einskonar gróðr- arstöðvar. Þangað er veikum frjó- öngum og smáum komið, svo að þeir þroskist og vaxi, uns þeir þoli jel og storma lífsins. Smárri þjóð er því sjerhver skóli afar- dýrmætur og örlagaríkur. Allir eiga þeir að leggja sinn ákveðna skerf til þess, að mentaðir ein- staklingar myndi víðsýna, hrausta og göfga þjóð. Ríður því meir á, að hver skóli vinni sleitulaust, sem smáþjóð á meira undir ein- staklingnum en stórþjóð. En ef skólarnir skrifa »aktaskrift«, þá er víst, að þeir missa marks, þótt njett teljist stafir og línur. En sjerhver námsgrein vinnur sitt ákveðna hlutverk í skóla, rjett eins og skóli í þjóðfjelagi. Oss þykir því ekki litlum tíðindum sæta, þegar vjer heyrum, að feld

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.