Muninn

Árgangur

Muninn - 12.12.1929, Blaðsíða 1

Muninn - 12.12.1929, Blaðsíða 1
MUNINji<*B • 't, I §) Útgefandi Málfundafélagið Huginn G. A. @> Ritstjóri: Einar Ásmundsson. Aígreiðslumaður: Tr. Pjetursson. Ábyrgðarmenn : Ritnefndin. 3. árg. Akureyri fimtudaginn 12. desember 1929 2. tbl. Éöða nótt. Svefnskýin fela ykkur s-uðrænu brár, í sefinu álftirnar kvaka. Um vötnin þær svífa með seið- andi þrár, syngjandi bí-bí og blaka. Sof rótt. Sof rótt. Hver svanur kvakar nú góða nótt. Haustnóttin anda/>" svo undur- hljótt. Til upphimins draumsálin lítur. I svefnörmwm hvílir hver sál í nótt. i sefinu vindurinn þýtur. 'Sof rótt, Sof rótt. Hver svanur kvakar nú góða nótt. Kvöldblærinn .andar þjer kveðju frá mjer, kvöldstjömur blika og glóa. Um lágnættið hugurinn leitar að þjer, langt yfir merktvr og skóga. Sof rótt. Sof rótt. Hver svanur kvakar þjer góða nótt. •Kormákr^ Júlísólin vakir á bárum úti fyr- ir Eyjafirði. Bráðum hverfur hún bak við Kaldbak. Þegar hún kveð- ur Súlutind, verða mennirnir sofnaðir. Þá kemur nóttin. Jeg ætla að vaka við gluggann minn. Jeg finn, að nú vill nóttin heim- sækja mig og segja mjer eitthvað. Þarna kemur hún, sumarnóttin. Hún kemur sunnan hlíðarnar og andar yfir dalinn. Hánn fyllist mjúkum skugga, sem vefst um fjöllin fremra eins og ímyndað brúðarlín. Blátt er lín Gnúpafells, blárra þó Torfufells. Nóttin er í önnum. Hún þarf að lægja þær róstur, sem bróðir hennar hefur vakið. Hún elskar friðihn, — hann ysinn. Hún þarf að svæfa fuglana. Ennþá kvakar lóa suður í holtum. Hún þarf að loka blómabrám og teyma ána og lambið hennar úr myrinni upp á móana. Hún þarf að setja hljóðdeyfi.á strengi nátt- úrunnar, svo að hljómar hennar þaggi en veki ekki. Hún kemur yfir engið fremra, þar sem mennirnir gengu -fyrir stundu, breiðir húmblæjur sínar yfir heystæði' þeirra og fetar í spor þeirra heim í hlað, heim að bæjardyrum. Hún gerir kross- mark yfir dyr mannanna og strýkur mjúksvölum lófa yfir augu. Nóttin þakkar það, sem Dagur heimtar. Hún er góða konan, sem gengur um með gjafir í körfu. Illir menn og tortrygnir heimta að íp. að sjá gjáfir hennar, svo þeir megi spilía þeim. Hún.lýkur upp körfu sinni. Og sjá! Þar hggja hin fegurstu blóm, sem sveipa illu mennina lit- skrúði og angan. Þeir glúpna, hörfa og staðnæmast álengdar hljóðir, ekki ósnortnir, átta sig ekki. En góða konan gengur á- fi-am með blómin sín, sem breyt- ast í nytjagjafir á þröskuldi þurfalings. Nú kemur hún sunnan hæðirn- ar og svífur yfir litla bæinn á bal- anum. Andardráttur hennar bær- ir . birkikollana. í garðinum og blómin rumska. Reynirinn sunn- an við gluggan minn dregur and- ann djúpt og stjúp-mæðurnar við vegginn hjúfra sig dreymandi hver að annari. Nóttin staðnæm- ist við opíiui gluggann minn. Hún er ekki glöð, ekki sorgmædd, ekki ferleg, ekki fögur. Hún er tigin,, Einu sinni hjelt jeg, að tign væri" fjallstindurinn, sem bar hæst við himinn. Nú veit jeg að tignin-er hún, sem svæfir við barm sinn blómin í garðinum og leggur lófa á höfuð tindsins, sem lokar aug- um og lýtur í ró. Reyninn dreymir við barm nætur, hann vex úr jörð, sólkyst- ur. Um rót og bol og blað streym- ir unaður, því að hann er þátttak- andi í þeim fögnuði, sem heitir líf, samstiltur því. Þessvegna er það fögnuður. ósamræmi er hrygð eftir samræmi, samræmi gleði lífsfyllingar. Þessvegna er jeg hryggur en reynirinn glaður. Un- aður hans er fylling, sem jeg á ekki, einfeldni, sem jeg skil ekki, blessun, sem jeg verðskulda Fögur orð, sem mennirnir þykjást skilja, tákn fyllingar, sem fæstir þeirra hafa náð. Meðan reynslán þekkir ekki veruleikann, eru tákn- in gerð að veruleika. Nóttin er oss mönnum rómantisk draumsjón yveipuð kyrð og friði. Vjer segj- umst þekkja hana þar alla. Tákn, sem gert er- að veruleika! Nóttin -

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.