Muninn

Árgangur

Muninn - 12.12.1929, Blaðsíða 4

Muninn - 12.12.1929, Blaðsíða 4
4 MUNINN trje, sem eru lítið annað en ræt- nrnar, hvort sem það eru nú kvadrat-rætur eða orðrætur. Má segja, að hvorugt hafi vel. Það hefir verið sagt, að það væri drengilegt að velja hið erfið- ara. Það kann stundum satt að vera. Þó hygg jeg, að fæstir vaxi við að berjast við erfiðleika, sem þeim virðast tilgangslausir, ekk- ert að vinna, nema erfiðið. Svo líst mörgum mikið af stærðfræði- námi framhaldsdeildar. Þegar jeg horfi aftur, sje jeg mjer til mik- illar skelfingar, að jeg á ósköp lítið eftir af því litla, er jeg nam í' stærðfræði 4. bekkjar. Það er mannleg tilhneiging að spyrja að tilgangi alls. Það situr einhvern- veginn miklu fastar í mjer margt. sem jeg lærði í stærðfræði gagn- fræðadeildar. Ef til vill er það af því, að jeg fann, að jeg gat beitt því á viðfangsefni þau, er lífið lagði upp í hendur mjer. Að lesa stærðfræði aðeins af því, að oss er sagt, að hún þroski oss, það er til of mikils mælst. Þá væri betra að velja þær greinar hennar, er vjer sjáum að mega oss að gagni koma. Fer þá hvorttveggja sam- an, beiting þessarar kunnáttu á viðfangsefni lífsins og þroskun af ei-fiðinu. Að lesa stærðfræði stærðfræðinnar vegna, það gera stærðfræðingar einir, og er eigi sanngjarnt að ætlast til þess af öðrum. Þess ber einnig að gæta, að slíkur lestur heimtar meiri tíma en nemendur máladeildar geta fórnað. Hitt er bagalegt eins og M. J. tekur fram, að oss hafa eigi verið kendar þær •greinar stærðfræði, er að gagni koma sem sönnunargögn í ljós- og stjarn- fræði þeirri, er vjer lærum. Hefði mátt haga því svo til, að vjer hefðum getað numið þær. Hitt er þó satt, að sönnunin gleymist fljótt, en það, sem sanna átti geymist lengur, og er það mest um vert. Margt má um stærð- fræðina segja. Eigi tel jeg þó, að hún fari með oss öðrum náms- greinum fremur beint inn í vinnustofu vísindanna. Sama ætla jeg að segja megi um málfræði, eðlisfræði og ýmsar greinar nátt- úrufræði. Höfundur lýkur svo grein sinni á þessum forna málshætti; Skað- inn gerir menn vitra en eigi auðga. Einhver, sem eigi væri »stærðfræðilegur rökfræðingur«, væri vís til að segja, að hyggindi væru líka auður, og skaði er skap- aði slíkan auð væri happ. Á verk- unum skuluð þjer þekkja þá. Og undir því sjónarhorni, er jeg sje þessi mál, verð jeg. að telja áfall stærðfræðinnar fremur happ en tjón. Ásgeir Blöndal Magnússon. Frönsk fyndni. í klæðaverslun. Úng kona: Hvað kostar þetta múslínT Búðarmaðurinn (kurteislega) : 1 koss meterinn. Unga konan: Það er ágætt. Lát- ið mig fá 10 'metra. Búðarmaðurinn: Það gerir þá 10 kossa. Unga konan: Vissulega. Sendið reikninginn til ömmu minnor. Lífsreglur: Lestu ekki bækur. Vondar bæk- ur skaða smekk þinn, en goðar bækur eyða tíma þínum. Ef þú neyðist til að yfirgefa vini þína urn langan tíma, þá skaltu fara með hægri lest, svo að þú sjert lengur að komast burt frá þeim. Ef þú ert í æstu skapi, þá ríf þú ekki hár þitt. Jafnvægið færir þjer ekki eitt einasta aftur. Ungur rithöfundur, sem sækist eftir að vera lésinn, ætti heldur að senda verk sín óvinum sínum, en vinum. Skólatöskur. hentugar og ódýrar nýkomrar. Kosta kr. 2.50, kr. 3.50 og kr. 4.50.. Bókav. Porst. M. Jónssonar. er besta bókin, sem þið getið feflg- ið, til að lesa um jólin. JÓLAKORTIN eru lang fjölbreyttust í Bókav. Porst. M. fónssonar. GRÍMA II. kemur út fyrir jólin. Flytur mjög skemtilegar sögur og kostar að- eins 2 krónur. Bókav. Porst. M. Jónssonar. Hafið þið lesið sögur Guðmundar tiagalins? Hann er einn hinn efnilegasti nú- lifandi rithöfundur, en er þó að- eins þrítugur að aldri. Seinasía bókin hans er GrUÐ OGr LUKKAN. Málshœttir. Heyrnarlaus eiginmaður og blind kona, eru ætíð hamingju- söm hjón. Veður, vindur, konur og ham- ingja, breytast eins og tunglið. Mest af hinu illa í heiminum hefði aldréi komið fyrir, ef menn aðeins væru ánægðir með að sitja kyrrir inn í húsi sínu. Til að vinna stórvirki, verða menn að lifa eins og þeir ættu aldrei að deyja. Konur hlægja þegar þær geta, og gráta þegar þær vilja. Prentsmiðja Odds Björnssonar..

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.