Muninn

Árgangur

Muninn - 11.01.1930, Blaðsíða 1

Muninn - 11.01.1930, Blaðsíða 1
MU..NINJV«B Útgefandi Málfundafélagið Huginn O. A. (O) Rjtsljóri: Einar Ásmundsson. Aígreiðslumaður: Tr. Pjetursson. Ábyrgðarmenn: Ritnefndin. 3. árg. Akureyn laugardaginn 11. janúar 1930 3. tbl. Dalabörn. Segðu mér að simnan — sól í bláu djúpi. Þegar dýrðardagur dimmu eyðir hjúpi — Uður yfir kmdið Ijóss ug yndisgjafi; flytur okhur elda út að nyrsta liafi. Segðu mér að sunnan. Sástu, ekki mína ungu æskuvini? einnig vini þína. Börnin djúpra dala, draumagjörnu, ungu. Þar er æskueklur undir .fargi þtrngu. Segðu mér að sunnan. Segðu dalabarni sögur sólskinshlýjar, sem að eyða hjami. Okkur færðu eldinn, efkiust munu geyma 'ann þeir, sem verða að vera vetrarlangt að heiman. Sunna, ~sólskinsgjafi, segðu daldbarni, að gleðin ei mér gefi glóð af sínum arni. Yfir haf og }iauður hellist myrkrið svarta. -'.. Jólaeldar eru~ útbrunnir í hjarta. óskar Magnússon frá Tungunesi. Fyrir rúmum 100 árum kom út bók eftir Englendinginn Robert Malthus, seni vakti feikna mikla eftirtekt. Bókin fjallaði um fjölg- un mannkynsins og framtíðar- horfu.r þess, með tilliti til fram- leiðslumöguleika jarðar vorrar af vörum, sem nauðsynlegar eru til þess að fæða og klæða nægilegá í- búa hennar. Niðurstaða rann- sókna Malthusar var ekki glæsi- leg. Mönnunum fjölgi, þar sem skilyrði sjeu fyrir hendi, í geo- metriskri progression, en vörur þær, sem nauðsynlegar eru til lífsviðurværis, geti ekki aukist' á sama tíma nema í arithmatiskri progression Malthus sannar með óhrekjandi tölum, að mannfjöld- inn hafi tvöfaldast í mörgum löndum á 15 árum, jafnvel á 10 arum, en álítur að hiæfilegt sje að gera ráð fyrir 25 ára tímabili, sem þurfi til þess að mannfjöld- inn tvöfaldist á eðlilegan hátt, Hitt kveður hann miklu erfiðara að ákveða, hversu lengi muni vera hægt að auka framleiðslu lífsvið- urværisins. Fyrst um sinn sje nóg íil af óræktuðu en. ræktanlegu landi, en fyr eða síðar komi að þvíj að það þrjóti, og þá muni ekki vera mögulegt að auka fram- leiðsluna, nema með bættum rækt- unaraðferðum, en þar hljóti að vera fremur þröng takmörk. Kenningar Malthusar hafa haft meiri áhrif á hugsunarhætti manna, löggjöf og stjórnarfar landa og þjóða en alment er eftir- tekt veitt, en hjer skal ekki farið út í þau atriði. Aðeins skal þess getið, að megnið af þeim hagfræð- ingum, sem taka jákvæða afstöðu til hins ríkjandi þjóðfjelagsskipu- lags, viðurkenna kenningu Malt- husar sem rjetta, þó cum grano salis, en megnið af jafnaðarmönn- um eru andvígir henni, þar eð.fá- tækt og matvælaskortur sé ekki vegna of mikils mannfjölda í heiminum í hlutfalli við fram- leiðsluna, heldur vegna ranglátr- ar skiftingar hennar. Því hefir aftur verið svarað, að vísu gæti verið rúm fyrir fleiri íbúa í sam- eignarþjóðfjelagi en sjereignar, en það mundi ekki verða nema um stundar sakir, því að fólkinu mundi f jölga .engu að síður, þótt þjóðskipulaginu yrði breytt. Jafn- vel mundi fjölgunin verða meiri, ef lífsskilyrðin yrðu betri en nú alment eru. Reynsla síðustu 100 ára hefir líka sannað þetta. Allur þorri manna í öllum löndum hefir átt við betri kjör að búa en fyr á tímum og aldrei hefir mannkyn- inu fjölgað jafnmikið svo kunn- ugt sje. Ýmsir menn hafa reynt að reikna út, hvert mundi vera há- mark þess mannfjölda, sem jörð vor geti veitt næi'ingu. í þeim út- reikningi höfum við aðeins eina gefna stærð og það er yfirborð jarðarinnar, sem talið er að vera 510 mill. ferkílometrar, en þar af eru aðeins 149 mill. ferkm. þur- lendi, þó er nokkur hluti þess ó- byggilegur mönnum. Hinar óvissu stærðir, sem reikna verður með, og ei'u því áætlaðar, eru framr

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.