Muninn

Árgangur

Muninn - 11.01.1930, Blaðsíða 4

Muninn - 11.01.1930, Blaðsíða 4
4 MUNINN ig, að þeir eru sjer í hóp, er hafa 1. eink. í stærðfræði, en hinir sjer, er *lægri hafa. Til hægðar- auka nefni eg þá fyrtöldu »stærð- fræðinga« en síðari »stílista«. Eftirfarandi tafla sýnir eink- unnir beggja fyrir íslenskan stíl. • n c I Cð ~ c | » 3 c 'S T- — ‘53 is —- 3 - ■< c« »g 1? u s « >• rt w *— “8 g .b S 3 E </> § 1909 5,78 5,07 0.71 1910 6,50 5,44 1,06 1911 6,10 5,03 1,07. 1912 5,33 5,00 0,33 1913 5,26 4,67 0,59 1914 6,25 4,79 1,46 1915 5,50 5,07 0,43 1916 5,67 5,38 0,29 1917 5,33 5,08 0,25 1918 5,60 4,54 1,06 1919 5,38 5,06 0,32 1920 5,70 4,50 1,20 "1921 5,14 4,83 1,31 1922 6,00 4,09 1,91 1924 6,31 5,17 1,14 1925 6,24 5,38 0,86 1926 6,28 5,02 1,26 1927 6,07 4,91 1,16 1928 6,41 5,82 0,59 1929 6,05 5,65 0,40 Meðaleinkunn stærðfræðinga á 20 árum 5,85. Meðaleinkunn stílista á 20 árum 5,03. Mismunur meðaleinkunnar 20 ára er þá 0,82, og myndi stílistum ekki þykja einskisvert, ef lægi þeirra megin. Þessar athuganir ná aðeins til 689 manna og eru því eigi algild sönnun, en sanngjarn andstæð- ingur myndi telja þær sterkar líkur. Væri vel, ef menn vildu rannsaka þetta nánar og birta at- huganir sínar, á hvorn aðila sem þær hölluðu. Þá íeyfi jeg mjer að benda á eina mótsögn höf. enn. »Jeg ætla, að flestum gangi illa að beita Jienni (stærðfr.) á viðfangsefni lífsins«. Nokkru síðar kveður hann sig hafa gleymt þeirri stærðfræði, er hann nam í 4. bekk, en betur geymist það, er hann lærði í gagnfræðadeild. Or- sök þessa telur höf. vera þá, »að jeg fann, að jeg gat beitt því á viðfangsefni þau, er lífið lagði upp í hendur mjer«. Er Ásgeir þá svo miklu færari en aðrir, að þeita stærðfræði á viðfangsefni lífsins, sem »flest- um gengur illa?« Eða álítur hann, að takmarkalína liggi þannig, að stærðfræði gagnfræðadeildar sje nytsöm en gagnslaus eftir það? Stærðfræði lærðu deildar er, eins og allir mega vita, aðeins fram- hald hinnar. Hún víkkar áður fengin hugtök, dýpkar áður feng- inn skilnmg, og gefur einfaldar. aðferðir og algildar til að leysa úr mörgu, er áður var torskilið. Hinsvegar er 'það skoðun mín, að höf. hafi numið. ennþá betur stærðfræði gagnfræðadeildar en hinnar, og því verði drýgri ávext- irnir. Hinu mun höf. ekki neita, að stærðfræði lærðu deildar þroski oss; ef stærðfræði gagnfræða- deildar gjörir það. En þroskinn er ekki mikils virði í augum hans. Þykir honum til of mikils mælst, að vjer nemum stærðfræði vegna þess, að hún þroski oss. Hyggur betra að velja þær grein- ar hennar, er komi oss að gagni. Ef þroskun kemur oss eigi að gagni, þá veit jeg ekki, hvað oss verður til bjargar. Og ef vjer för- um að miða mentaskóla við annað en þroskun og uppeldi, þá rekur að því að þangað fara eigi og það- an koma eigi aðrir en hugsjóna- lausir braskarar, sem skeyta engri þekkingu nema þeirri, sem þeir geta samstundis selt við fje, þ. e. a. s. etið. Eg mun láta því ósvarað, sem höf. deilir á skoðun mína um ' notkun danskra námsbóka. En það er heilög sannfæring mín, að niðjar dansklundaðra lslendingar sem nú lifá, muni heygja feður sína í dönskum námsbókum, sem kendar hafa verið í íslenskum skólum. Matth. J&nasson frá Eeykjarfirði. M o la r. Eftir Oscar Wilde. Trúarkenningarnar deyja, þegar þær eru sannaðar. Vísindin eru höfuðbók yfir dauðar trúarkenningar. Aðeins ef menn borga ekki reikn- ' inga sína, er hægt að festa verslunar- tnönnunum nafn sitt í minni. & Að elska sjálfan sig er upphaf skáld- sögu, sem endar fyrst í dauðanum. •9 Konur hafa undraverðar gáfur. Pær uppgötva alt nema það sjálfsagða. *•••* Peir sem eru vel uppaldir, bera á móti öðrum mönnum. Hinir vitru bera á móti sjálfum sér. Sannleikur hættir að vera sannleikurr þegar fleiri en einn trúa á hann. Aðéins eðlisgrunnir menn, þekkja sjálfa sig. Menn eiga altaf að vera ótrúlegir. •:> Oamlir menn trúa öllu, miðaldra fólk tortryöflir alt. Ungir menn vita alt. <> Siðgæði er ekki annað en afstaðar sem menn taka til annara, sem þeir ekki persónulega geta þolað. Ak. Prentsmiðja Odds Bjömssonar. ’SO,

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.