Muninn

Árgangur

Muninn - 01.02.1930, Blaðsíða 1

Muninn - 01.02.1930, Blaðsíða 1
--------(Ö; Útgefandi Málfundafélagið Huginn G. A. o—--------------- Ritstjóri: Einar Ásmundsson. Afgreiðslumaður: Tr. Pjetursson. Ábyrgðarmenn: Ritnefndin. 3. árg. Akureyri laugardaginn 1. febrúar 1930 4. tbl. Leiksyningar G. A. »Sveitastrákur í álög- um<. Leikrit eftir Holberg. Síðasta laugardagskvöld gekk jeg með hálfum huga suður í Sam- komuhús. Jeg bar hálfgerðan kvíð- boga í brjósti, að ekki tækist sem skyldi þessi fyrsta leiksýning O. A. á opinberu leiksviði. Og þá fanst mjer mikið í húfi fyrir sjálfstraust skólans inn á við og áhrif út á við. En jeg fór glaður heim þá og þó ánægðari nú, er jeg hafði sjeð þriðju sýningu. Ljettari leikur og meira öryggi nú en í fyrsta sinn. Pessar leiksýningar G. A. eru í rauninni stór viðburður í sögu skólans — og raunar bæjarins líka. Skólinn hefur varpað sjer á herðar þungri byrði og borið með karl- mensku. Pegar á skólann er litið, er þetta gleðilegur vottur um dug og áhuga að ráðast í opinbera leik- sýning. Er þetta skref skýrasti vott- ur um þær dygðir, sem skólinn hefir sýnt, þann tíma sem eg hef haft persónuleg kynni af honum. Og skólinn vex á þessu æsku- átaki sínu, vex að dirfsku og dug — og skilningi á hlutverki sínu í bænum. Með slíkum dáðum sem þessum leiksýningum leggur skól- inn skemtilegan og lifandi skerf fram menningarlífs bæjarins. Venju- lega drotnar bærinn yfir sl^3lanum. En slík dáð, sem skólinn hefir nú drýgt, snýr við þeim hlutföllum. G. A. hefir farist líkt og fálátum heima alning og framtakslitlum, sem skyndilega rís á fætur og sýnir öðrum hvað í honum býr. Betur að hann geri það oftar. Hjeðan af má ekki 'leiksýning farast fyrir neinn vetur,- hvorki skólans né bæjarins vegna. Bærinn er svo snauður af andlegu ágæti, að haun má ekki við því, að skól- inn dragi sig í hlje — einkum eftir að hann einu sinni hefur sýnt hvað hann getur. Og skólanum þarf að skiljast það, að með aúkinni veg- semd aukast skyldur hans. Af Mentaskóla er meira krafist en Gagnfræðaskóla. Mentaskólanemendur á Norður- landi hafa í fyrsta sinni komið fram með opinbera l/iksýning og farist vel úr hendi. Jeg sje hylla undir framhald þeirrar stefnu og sje skól- ann vaxa heilbrigðustum vexti — vaxa af eigin verkum. Og jeg sje betri og gagnkvæmari bönd tengj- ast milli bæjarins og skólans og báða aðila auðgast af. Mentaskóli Norðurlands hefur' í fyrsta sinn sýnt skilning þann í verki, að hann eigi að vera lifandi þáttur í menningarlífi bæjarins. Hið sama þarf að sjást oft í framtíðinni. Um leikritið sjálft er fátt að segja í þessu sambandi. Efni þess er oss dálítið fjarlægt, minsta kosti nú. Dýpsta og bitrasta háðið fer fram hjá okkur án þess að snerta oss til muna. Til þess hefur það upp- haflega verið of stað- og tímabund- ið. En leikurinn er vel fallinn til slíkrar sýningar sem þessarar, sök- um þess að persónurnar eru margar og engin tijfinnanlega erfið viðfangs. En frá skólans sjónarmiði er auð- sætt, að áhersla verði að liggja á því, að sem flestir komist að, til að reyna hæfni sína. Skólaleíksýn- ing á ekki aðeins að vera fullkomin sýning, heldut leit að hæfileikum og tækifæri til að kannast við þá. Um einstaka leikendur er óþarfi að fjölyrða. Fullnaðarleikdóm stend- ur heldur ekki í mínu valdi að skrifa, heldur aðeins nokkrar at- hugasemdir á víð og dreif. Jeg hygg að segja megi að eng- inn hafi leikið tilfinnanlega illa, heldur allir sæmilega. Er það meir en hægt er að segja um allar leik- sýningar. Er það vafalaust að þakka alúð Ieikstjóra öðru fremur. Svo voru og hlutverkin fremur smá öll. En auðsjeð var að kostgæfni og góður vilji voru að verkiV Gunnar Hallgrímsson er djarfur og karlmannlegur á leiksviði og mælir skýrt. Leikur hans var röskur °g öruggur, en skortir töluvert á f fínni blæbrigðum vandræða og undirferli hins »skuldum vafða hefð- armanns«, sem er önnur aðalpersóna leiksins. Hin aðalpersónan er sveita- strákurinn, sem var skemtilega leik- inn af Karli ísfeld. Hann sá um að hláturvöðvarnir stirðnuðu ekki hjá áhorfendum. Bar hann uppi mest af skrípaskopi leiksins. Honum tókst mjög velíl.þætti. En seinna verður leikur hans nokkur ójafnari, enda er þetta erfiðasta hlutverk leiksins. Pó náði hann sjer ágætlega niðri öðru hvoru. Ef til vill mætti segja, að meir hafi borið á heimsku og fábjánaskap heldur en einfeldni og heimalningshætti hjá sveitastrákn- um. En sýnt þykir mjer, að þar sje meir um að kenna Holberg en fs- feld. Og þegar.á alt er litið, var

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.