Muninn

Árgangur

Muninn - 01.02.1930, Blaðsíða 2

Muninn - 01.02.1930, Blaðsíða 2
2 MUNINN • • • -•-• ♦■••••• •-•■••-••-•-•-•• frammistaða hins siðarnefnda, sem aðalleikanda, honum til sóma. Meðferð Sigurðar Ouðjónssonar áíKobba veitingamanni« varnokkuð einhæf og röddin tæplega nógu ísmeygileg. Enda er leikandinn of »stabil« og frumlegur, til þess að geta skriðið að fullu í undirlægju- gerfi Hafnarveitingamanns. En rösk- Iegur var leikur hans ög stundum góður. Fógetinn var smáhlutverk, sem Hermann bar uppi, teinrjettur og öruggur. Víst mun mörgum hafa fundist, að þar lagi valdsmaður í blóðinu. Undór, Lárus og Jón (i Leander) höfðu svo smá hlutverk, að ekki gafst þeim tækifæri til að sýna sjer- staka leikhæfni. En öll var fram- koma þeirra hin sæmilegasta. Lítið hlutverk á sviði er og Pernilla, þótt hún sje potturjnn og pannan í ráðagerðum og brögðum öllum. Nanna Tulinius leikur það hlutverk Ijett og lipurlega. Pá koma leikendur þrír, sem verðskulda sjerstaka eftirtekt. En það eru Hólmfríður, Sveinbjörn og Jón ísfeld (í hlutverki bóndakarlsins). Ö!l eru hlutverkin mjög lítil, en með ágætum af hendi leyst. Trauðla finst mjer unt að gera um hver þeirra þriggja inni verk sitt best af hendi, enda þótt Jón hafi minst hlutverkið. Mundu.þau þrjú ekki eiga fram- tíð fyrir höndum, sem leikarar, ef vel væri á haldið? Svipbrigði Hólmfríðar voru ágæt og fas alt sömuleiðis. Hún var altaf >maddaman< með öllum sinum »maddömu« sjerkennum og hún gleymdi aldrei hlutverki sínu, sem marga hendir, ef þeir þurfa að standa lengi þegjandi á sviði. Petta gerði leik hennar heilsteyptan. Að þessu leyti er sama um Sveinbjörn að segja, sem leikur gimsteinasalann prýðilega. Hann er altaf með, leikur altaf. Ef til vill er leikur hans mest lifandi, enda er hlútverkið vel lagað til slikrar meðferðar. Var óblandin ánægja að sjá leik þeirra tveggja og sömuleiðis Jóns. Meðferð hans á karlinum var framúrskarandi eðli- leg, Ijett og ýkjalaus. Hlutverkið var afar lítið en á meðferð þess sást hvorki blettur nje hrukka hjá Jóni. Og Orunur er mjer á að þar sje ekki leikarinn sístur. Bjarnargreiði má þáð teljast að velja yngstu og vænstu mey skól- ans til að leika hlutverk gamallar, heimskrar og herfilegrar kerlingar. Puríði er allsendis ómögulegt að gera sig fyllilega að slíkri veru af þeirri einföldu ástæðu, að hún er alt of þrungin rótdýpstu kostum ljómandi æsku til þess. Jafnvel snilli leikstjórans hefir tæplega dugað til að gera andlitið ellilegt þá stuttu stund, sem hún þurfti að vera á leiksviðinu. Hið frjóasta ímyndunar- afl hefði ekki getað talið neinum trú um, að rödd sveitastráksmóðurinn- ar væri rödd kerlingar. En í fullri hreinskilni sagt: Mjer þótti einmitt þetta prýða leiksýning- una. Pað minti svo afburða-skemti- lega á hverjir það voru, sem voru að sýna leik. — Með þessu er eng- anveginn gert lítið úr leikhæfni Puríðar. Og ekki verður annað sagt, enaðhún leysti hlutverk sitt furðu- vel af hendi jafn illa og þær áttu saman, hún og kerling. Leikstjórinn, Ágúst Kvaran, hefur sýnt framúrskarandi mikinn góðvilja i garð skólans og fórnfýsi í þágu leikstarfseminnar. Hann hefur eytt miklum tíma til leiðbeiningar og gert það með frábærri alúð. Mun ærið mikið honum að þakka hversu vel tókst. Á hann opinbera þökk skilið. Að síðustu þetta, þótt leitt sjé að þurfa að láta það fylgja: Pótt það sje almenn venja hjer í bæ að enda sjerhverja samkomu eða skemtun með dans, þá getur ekki komið' til mála, að skólinn geri slíkt að vana sínum. Ef fullri hrein- skilni er beitt, verður það að teljast hneykslanlegt menningarleysi að >slá upp balli« á eftir t. d. fyrirlestri eða leiksýningu. Jeg veit að almenn- ingsálitið telur slikt sjálfsagt. En skóli, sem er að ala upp komandi menningarleiðtoga þjóðarinnar, getur ekki og má ekki sjálfstæðis síns og sóma vegna og um fram alt upp- eldisstarfs síns vegna, hneygja eyru að Ijelegustu röddum þess álits. Skólinn stóð bænum ofar meðan á leiksýningu stóð. Jafnskjótt sem henni var lokið, steig skólinn niður til bæjarins. Jeg segi þetta ekki sðkum neinnar þröngsýnnar skoð- unar á dansi út af fyrir sig. En það er metnaður minn skólans vegna, að hann sje hafinn yfir þann andlega tómleik og vesaldóm að þurfa jafnan að >fylla upp< skemti- skrá sína með þessum margþvælda tískulið sjerhvers mannfagnaðar — dansi, sem er orðinn skrautbúið lík í tómri lest islenskrar kauptúna- menningar. Skólinn stendur upp á brekku — ofar en bærinn. Hann á og að standa ofar í menningarbrekkunni. Hann á að eiga það andlega stór- læti, sem bannar honum að Ieita niður hallann. Allra síðast þökk til allra leik- enda fyrir starf sitt alt. En þó stærsta þökk fyrir þann heiður, sem þeir hafa gert skólanum og þá auknu trú á nútíð hans og fram- tið, sem þeir hafa gefið okkur. Pökk og virðing okkar hinna! 23. jan. 1930. E. M. »0fí er Pað í koti karls, sem kóngs er ekki í ranni.« Gamlir málshættir geyma oft djúp sannindi í fáum látlausum orðum. f þéim er fólgin þekking eldri kyn- slóða á lífinu, þekking, sem reynslan hefir fæst þeim heim. Pá þ ekking og reynslu eigum við, sem yngri erum, að færa okkur í nyt, svo að við þurfum ekki að fara eins mikla króka og forfeðurnir, og getum því stigið féti framar en þeir. —

x

Muninn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.